Eyjablaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ Viðtalid Uinsjón: Ragnar Óskarsson Oldungadeild næsta haust? Um þessar mundir er skólastarf vídast hvar að Ijúka. Nemendur hafa undanfarið þreytt vorprófin og niðurstöður eru væntanlegar innan skamms. Laugardaginn 18. maí verða skólaslit yngri skólans hér í Eyjum en sá skóli er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. í tilefni af því ræddi Eyjablaðið við Ólaf Hrein Sigurjónsson skólameistara skólans. -Hve margir nemendur stunduðu nám við skólann nú á vorönninni og hvernig skiptust þeir eftir brautum? -A þeirri vorönn sem nú er að ljúka voru 200 nemendur á 9 brautum. Brautirnar eru mis- fjölmennar og er viðskipta- brautin sú fjölmennasta með alls 57 nemendur. Annars eru nemendur á bóknámsbraut- unum um 130 og á verknáms- brautunum um 70. -Hve margir nemendur út- skrifast frá skólanum nú við skólaslit? -Nú útskrifast að öllum lík- indum milli 40 og 50 nemend- ur. Stúdentsefnin eru að þessu sinni 14 en auk þeirra útskrifast milli 20 og 30 iðnaðarmenn og nokkrir munu ljúka verslunar- prófi. -Hvernig hefur skólastarfið gengið í vetur? -Eg held að ég megi segja að það hafi í heild sinni gengið þokkalega vel. Það var að vísu bagalegt stopp á haustönninni vegna vinnudeilna, stopp sem setti strik í reikninginn ef svo má segja. Nú, við búum við afar þröngan húsakost og það gerir skólastarfið mun erfiðara á margan hátt. -Eru væntanlegar einhveijar breytingar í húsnæðismálum skólans? -Já, næsta haust flyst skólinn í húsnæði Gagnfræðaskólans og þar fáum við mun meira pláss Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum SKÓLASLIT Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum verður slitið n.k. laugardag 18. maí kl. 13:30 í Félags- heimilinu við Heiðarveg. Stúdentar og aðrir lokaprófsnemar verða braut- skráðir, en einkunnaafhending til annarra nem- enda verður að skólaslitum loknum. Foreldrar nemenda, eldri nemendur og aðrir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari í nafni frelsis Innan Sjálfstæðisflokks- ins er orðið frelsi nú mjög í tísku. í tíma og ótíma er tönnlast á þessu orði og því komið að um leið að Sjálf- stæðisflokkurinn gegni í raun því göfuga hlutverki að vera boðberi frelsisins. En skyldi það frelsi sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar vera það frelsi sem almenn- ingur vill eða er það kannski frelsi fyrir einhverja aðra? Lítum á nokkur dæmi: —í nafni frelsisins afnam Sjálfstæðisflokkurinn samn- ingsrétt verkalýðshreyfing- arinnar. —í nafni frelsisins réðst Sjálfstæðisflokkurinn á kjör launafólks og afnam alla vísitölubindingu launa. —í nafni frelsisins kom Sjálfstæðisflokkurinn á ill- sjúklingaskattinum ræmda. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig gert ýmislegt annað í nafni frelsisins. Við skulum enn líta á nokkur dæmi: —í nafni frelsisins lækk- aði Sjálfstæðisflokkurinn skatta á hlutafé. —í nafni frelsisins lækk- aði Sjálfstæðisflokkurinn eignaskatt á stóreignamenn. —I nafni frelsisins hefur Sjálfstæðisflokkurinn séð til þess að þeir ríku fái aukin tækifæri til þess að svíkja háar fúlgur undan skatti. Það er augljóst hver stefna Sjálfstæðisflokksins er. Hún miðar fyrst og fremst að því að tryggja þeim sem betur mega sín frelsi til að kúga þá sem minna mega sín. en við höfum nú. Þetta þýðirað skólinn getur boðið nemendum og kennurum upp á betri að- stöðu sem er mjög mikilvæg. -Þú sagðir áðan að verkfallið í haust hefði sett strik í reikninginn. Olli það töfum í námi nemendanna? -Verkfallið hafði auðvitað sín áhrif á námið en með sam- stilltu átaki nemenda og kennara tókst að vinna upp tafir að verulegu leyti. Þetta var m.a. gert með því að kenna á laugardögum. Prófum seinkaði að vísu á haustönninni og voru þau ekki tekin fyrr en eftir áramót en við venjulegar að- stæður lýkur þeim fyrir jóla- leyfi. Það má einnig geta þess að innan við tíu nemendur hættu námi vegna verkfallsins og er það mun lægra hlutfall en annars staðar í sambærilegum skólum. -Nú er nokkuð um það að fólk sem hætti námi fyrir nokkuð löngu hefur sest í Fram- haldsskólann. Hvernig vegnar því þar og hvernig ganga sam- skipti þess við hina „yngri”? -Já það er rétt að nokkuð margir eldri nemendur hafa sest í skólann í upphafi hvers skólaárs og fer þeim fjölgandi. Stór hluti þessara nemenda hefur byrjað í Námsflokkunum en heldur síðan áfram í Fram- haldsskólanum. Þessu fólki Úr Framhaldsskólalífi. Myndin er tekin á hálfopinni viku í mars s.l. vegnar yfirleitt ágætlega og ég veit ekki annað en að samskipti við þá yngri séu góð. Hins vegar getur verið erfitt fyrir marga af þeim eldri að stunda skólann vegna þess að yfirleitt stunda þeir aðra vinnu með. -Hvað með öldungadeild? -Já, það er nú einmitt það sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu. Hér er fúllur áhugi hjá skólayfirvöldum á að koma á fót öldungadeild eins og tíðkast víða annars staðar. í því sambandi hefur verið sótt um heimild til menntamála- ráðuneytisins til þess að koma öldungadeild á fót næsta haust. Ef heimild fæst hjá ráðuneytinu er mjög sennilegt að byrjað verði með tvær brautir, líklega viðskiptabraut og náttúru- fræði- eða uppeldisbraut. Ég er alveg sannfærður um að öld- ungadeild hér á fullan rétt á sér og hef orðið var við áhuga hjá fólki í því sambandi. -Oft er talað um að stór hópur nemenda sæki fram- haldsnám upp á fastalandið. Fr þetta svo? -S.l. haust komu um 80% þeirra nemenda sem luku grunnskólaprófi í Framhalds- skólann, fáeinir fóru annað. Á undanförnum árum hefurþeim nemendum sem stunda fram- haldsnám hér heima farið hlut- fallslega fjölgandi og sífellt færri farið upp á land í nám. -Nú hefur oft verið rætt um það að viðhorf til skóla í Vest- mannaeyjum séu frekar nei- kvæð. Er þetta eitthvað að breytast? -Já, mér finnst viðhorfin vera að breytast. Maður finnurþetta best þegar maður þarf að hafa einhver samskipti við aðila utan skólans. Það er mun auð- veldara en oft áður. -Hvaða mál eru brýnust fyrir Framhaldsskólann nú á næst- unni? -Það sem nú er brýnast er auðvitað að flytja skólann í Gagnfræðaskólahúsið. Þegar þangað er komið þarf strax að fara að undirbúa stækkun þess húsnæðis og þá fyrst og fremst að því er varðar verknáms- aðstöðu. Þá tel ég það mjög brýnt að bæjarbúar sýni stuðning við skólann en slíkur stuðningur er ein helsta for- senda þess að hann geti starfað og sinnt því hlutverki sem honum ber. —Viðtal R.Ó. IBV-Njarðvík 4-0 Síðasti liður í undirbúningi ÍBV fyrir átökin í sumar var æfingaleikur gegn 2. deildarliði •Njarðvíkur sl. laugardag. Ekki voru Eyjamenn í miklum vandræðum með að sigra slaka Njarðvíkinga, en talið er að Njarðvík muni eiga erfitt upp- dráttar í 2. deild í sumar. IBV hóf leikinn af miklum krafti og ekki leið á löngu að þeir náðu forystu í leiknum. Var þar að verki Ómar Jó- hannsson eftir skemmtilega leikfléttu við Tómas Pálsson. Annað mark hjá ÍBV fylgdi fljótt í kjölfarið. Énn varTómas Pálsson potturinn og pannan í undirbúningnum. Lagði hann upp mark, að þessu sinni fyrir Hyn Stefánsson. Fátt markvert skeði svo það sem eftir lifði hálfleiksins. Seinni hálfleikur var keim- líkur þeim fyrri. ÍBV sótti lát- laust að marki Njarðvíkinga, en uppskeran vað aðeins tvö mörk. í bæði skiptin var þar að verki Sigbjörn Óskarsson, eftir undirbúning frá, að sjálfsögðu, Tómasi Pálssyni og svo Bergi Ágústssyni. Lokatölur því 4-0. Tómas Pálsson átti einna bestan leik ÍBV. Sýndi hann og sannaði að hann á mörg góð ár enn eftir í þessum bransa. Annars kom kannski Þorsteinn Viktorsson einna mest á óvart í þessum leik. Lék hann stöðu vinstri bakvarðar sem er ný- mæli fyrir hann, en var ekki annað að sjá í leiknum en hann væri borinn og barnfæddur í þessa stöðu. Njarðvíkingar virkuðu ekki sannfærandi í þessum leik. Eru þeir ekki svipur hjá sjón frá því í fyrra. Að vísu vantaði tvc fasta- menn í lið þeirra, en samt er talið að komandi keppnistíma- bil muni reynast þeim þungt í skauti. Lið ÍBV í leiknum: Hörður/ Þorsteinn G., Bergur, Þor- steinn V.,Viðar, Elías, Ómar, Jóhann, Héðinn, Hlynur, Sig- björn og Tómas. 2. deild að hefjast íslandsmótið í 2. deild hefst á morgun, fimmtudag. Leikur ÍBV í 1. umferð gegn Siglfiið- ingum á Siglufirði. Siglfirðingar hafa aldrei verið með sterkara lið en í ár og setja þeir markið hátt. Hafa þeir fengið í sínar herbúðir marga snjalla knatt- spyrnumenn, t.d. Hafþór Kol- beinsson og landsliðsmanninn Mark Duffield. Verður því róðurinn þungur fyrir Eyja- menn á morgun. Á sunnudag verður svo fyrsti heimaleikur ÍBV í 2. deild. Kemur þá Breiðablik hingað í heimsókn. Blikarnir hafa misst nokkurn mannskap frá því í fyrra, en samt er talið að þeir séu með eitt sterkasta liðið í 2. deild í ár. Úrslitin í æfingaleikjum ÍBV hafa lofað góðu þannig að þarna gæti verið um mjög skemmtilegan leik að ræða. Eftir leikinn gegn Breiða- bliki verður hlé þangað til 1. júní, en þá leika Eyjamenn gegn Skallagrími í Borgarnesi. 5. júní er svo bikarkeppnin á dagskrá. Leikur ÍBV þá hér heima gegn ÍBÍ eða Fylki. Kemur svo langt frí eða til 15. júní en þá fær IBV Leiftur frá Ólafsfirði í heimsókn. Restin af júnímánuði er svo þétt skipuð, eða samtals 4 leikir. —ÞoGu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.