Eyjablaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 4
1 E YJ [A] B] LA3 D] [3 XJtgefa.nd.i: p 1 Alþýðubancialagið í Vestmannaevium Kynning frambjóðenda: Konur! Styðjum konur! # Katrín Freysdóttir Hér verður fram haldið þeirri kynningu nýrra frambjóðenda Alþýðubandalagsins sem hófst í seinasta tölublaði Eyjablaðs- ins. Katrín Freysdóttir er næst í röðinni en hún skipar sem kunn- ugt er fjórða sæti listans. Katrín er fædd á Húsavík 12. júlí 1953, dóttir Hallmars Freys Bjarna- sonar og Guðrúnar Ingólfsdótt- ir. Hún flutti hingað til Eyja haustið 1976 ásamt eiginmanni sínum, Einari Friðþjófssyni og dótturinni Jórunni, sem þá var á öðru ári. Þau hjónin eiga tvo drengi að auki, Hjalta 7 ára ogRúnar 3 ára. Katrín starfar sem læknaritari hálfan daginn, en segir að annar tími dagsins fari að mestu í vinnu á heimilinu. Katrín er alls ekki ókunn félagsmálum hér í Eyjum því hún hefur m.a. starf- að um nokkurt skeið innan Knattspyrnufélagsins Týs, kvennadeildar, og var virk í starfsemi Kvennasmiðjunnar á meðan hún starfaði. Meðan hún var enn í heima- húsum snérist allt um íþróttafé- lagið Völsung, pabbi hennar var um árabil í forystu þar og aðrir fjölskyldumeðlimir virkir í leik og starfi. Þú hefur lengi haft áhuga á stjórnmálum. Já, það var alla tíð mikil um- ræða um pólitík á mínum upp- vaxtarárum. Pabbi var nú í bæjarstjórn Húsavíkur í 20 ár og það fór ekkert fram hjá okkur krökkunum því að fyrir kom að heimilið var jafnframt kosning- askrifstofa. Af þessum ástæðum varð maður auðvitað fljótt þátt- takandi í stjórnmálum, þótt ég hafi ekki formlega gengið til liðs við Alþýðubandalagið fyrr en á sl. ári. Af hverju gafst þú kost á þér í hina pólitísku baráttu svo skömmu eftir ad þú gekkst formlega til lids við Alþýðu- bandalagið? Það má eiginlega segja að ég hafi einmitt gengið í Alþýðu- bandalagið til þess að reyna að hafa þar áhrif. Ég geng ekki í félög til að gera ekki neitt og þar sem mér hafði gefist meiri tími til að starfa að þeim málum sem ég hef áhuga fyrir þá gekk ég í Alþýðubandalagið. Ég þekki líka ágætlega til flestra félag- anna í flokknum og treysti því að ég komi til með að eiga við þá gott samstarf. Hefur þú hugsað þér að beina kröftum þínum að einhverju ákveðnum málaflokki umfram aðra? Mér er sérstakt áhugamál að sem best sé búið að börnum og unglingum hér í bænum hvað snertir skólana, dagheimilin og leikskólana, og ég mun reyna að beita mér fyrir því að betri árangur náist á næsta kjörtím- abili en því sem er að líða. Þá vil ég nefna það að ég er mjög fylgjandi því að upp verði komið skóladagheimilum innan skól- anna fyrir yngstu nemendurna. Auk þess þarf að efla framhalds- menntun hér. Ert þú ánægð með stjórnun bæjarins s.l. fjögur ár? Já, ég verð að segja að þegar á heildina er litið hefur bænum verið vel stjórnað og þau Ragnar og Guðmunda hafa starfað vel og heiðarlega. Þá hefur samstarf vinstri flokkanna þriggja í meir- ihluta gengið vel. Þið fluttuð upp á land um tíma, en snéruð aftur til Eyja fyrir tveimur árum. Hver er munur- inn að búa hér og á höfðuborg- arsvæðinu? Munurinn er ótrúlega mikill. Hér skiptir einstaklingurinn miklu meira máli og er í mun nánari tengslum við það sem er að gerast. Þú tekur meiri þátt í öllu lífi og starfi og mannlífið er allt mun skemmtilegra þar sem tengsl og vinskapur er nánari. Þá finnst mér ekki svo lítið atriði að hér eru börn miklu öruggari. Þið hjónin eigið m.a. 16 ára ungling. Hvað finnst þér um það sem gert er fyrir unglinga? Fyrir unglinga á grunn- skólaaldri má segja að ástandið sé gott. Skáta- og íþróttastarf er með miklum ágætum, en ekki eru öll ungmenni sem stunda þá starfsemi sem þar er boðið upp á og mér finnst bæjaryfir- völd þurfa að huga enn betur að starfsemi Félagsheimilisins þar sem krakkarnir fá að ákveða stóran hluta starfseminnar sjálfir. Til að benda á eitthvað sem virkilega vantar má nefna að það engin starfsemi á vegum bæjarins sem höfðar til 16-18 ára unglinga. Þar þarf að taka upp samstarf við fulltrúa þessa aldurshóps sem leiða til úrbóta. Oft eru konur aðeins spurðar um álit á hinum s.k. „mjúku málum“, en hvað vilt þú t.d. segja um atvinnulífið hér? Helsti ókosturinn við atvinnu- lífið hér er hve það er einhæft. Það er næg vinna en hún snýr næstum eingöngu að sjávarút- vegi. Þetta bitnar því miður harðast á konum og ég sé ekkert „mjúkt“ við það að konur hafa ekki um að velja annað en erfið eða illa launuð störf. Konur á miðjum aldri óvanar fiskvinnu, eiga því miður oft ekki um það að velja að fara út að vinna. Viltu segja eitthvað að lokum? Ég vil aðeins skora á konur að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi stjórnun þessa bæjar. Falli núverandi meiri- hluti, minnka enn þau litlu áhrif sem konur hafa innan bæjar- stjórnarinnar. Því segi ég: KONUR! Styðjum konur. G.J. Skammtíraaminni Þau eru nokkuð kátbrosleg skrif þeirra sjálfstæðismanna að undanförnu. Fulltrúar flokksins rembast eins og rjúpan við staurinn að slá ryki í augun á kjósendum. Það sem einkennt hefur skrif þeirra eru fullyrðingar um mjög slæma fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Lítum á nokkur atriði varð- andi fjárhag bæjarsjóðs. Um áramótin 85-86 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völd voru skuldir bæjar- sjóðs við veiturnar um 80 milljónir á núvirði. Um seinustu áramót skuldaði bæjarsjóður veitun- um um 21 milljón. Um áramótin 85-86 var staða hlaupareiknings nei- kvæð um 45 milljónir á nú- virði. Um seinustu áramót var staðan neikvæð um 18 millj Á seinasta kjörtímabili hækkuðu skuldir bæjarsjóðs um 355 milljónir. Á þessu kjörtímabili hafa skuldir lækkað um 240 milljón- ir eða rúmlega 50 þúsund á hvern íbúa. Allt tal Sjálfstæðisflokksins um slæma fjármálastjórn nú- verandi meirihluta er spaugi- legt þó ekki sé meira sagt, nema að drengirnir séu haldn- ir skammtímaminni. Það væri vissulega sorglegt. G.St. Draumur Sigurðar Jónssonar Það verður seint sagt um Sigurð Jónsson að hann skorti „húmor". í 1. maíblaði „Fylkis" (sem út af fyrir sig er ágætis brandari) segir Sigurður langan brandara sem hann nefnir Leiðara. Sigurður kemur að vanda víða við því manngæsku hans og umhyggju fyrir verkalýð er við brugðið eins og allir þekkja. Hann birtir þar m.a. nýja stefnu í launamálum sem er þannig: Jafnrétti í launum Stóra málið í allri jafnréttisbaráttunni ætti aö vera að jafna launin milli kynjanna. Það er staðreynd að karlmenn fá oft betur greitt fyrir sömu störf. Ný heiti eru bara búin á stöðu karlanna. Þessu þarf auðvitaö að breyta. KOSNINGATEITI KOSNINGATEITI verður í Kreml 19. maí og hefst það með „léttu spjalli" og meðlæti kl. 20:00. Síðan hefst hið eina sanna teiti með leynigesti og öðru skemmtilegu. Allt stuðningsfólk G-listans velkomið. Þetta leiðir hugann óhjá- kvæmilega að spurningunni: Hvað hefur Sigurður Jónsson sjálfur gert í þessum málum? Vestmannaeyingar þekkja svarið. Hann bjó sjálfur til nýtt starfsheiti í Ráðhúsinu og réði karl í starfið, Sigurð Jónsson. Það er rétt hjá Sigurði að þessu þarf að breyta, þetta má ekki koma fyrir aftur. Sigurður hefur nú enn stærri drauma um hlutverk sitt í stjórnkerfi bæjar- ins. Þar er hann ekki að hugsa um hag kvenna, enda væntir hann stuðnings karlaveldisins innan Sjálfstæðisflokksins til að láta drauma sína rætast. Rúsínan i pylusendanum á brandara Sigurðar er þó þessi: Undirsfaðan Möguleikar á bættum kjörum byggjast að sjálfsögðu á því að atvinnulífið fái að blómstra. Útgerð og fiskvinnsla þurfa að hafa góða rekstrarmöguleika þá geta menn gert kröfu um betri laun. Menn verða einnig að gera kröfu til stjórnvalda að dregið verði úr yfirbyggingunni og öllu sérfræðingadekr- inu. Verði þetta gert þarf verkafólk ekki að kvíða framtíðinni. Vestmannaeyingar! Til hamingju með 1. maí Sigurður Jónsson Þarna hafa menn loks svart á hvítu hvað Sigurður Jónsson vill. Verkafólk á að bíða eftir því að útgerðarmenn og stjórnend- ur fiskvinnslunnar hætti sínum sultarsöng um stöðugan, botn- lausan taprekstur. Þá og fyrr er ekki tímabært fyrir það að setja fram kröfu um bætt laun. Elstu menn muna ekki annað en þennan hjáróma söng útgerðar- og stöðvarvalds, sérstaklega þegar rætt er um að bæta kjörin. Það þarf enginn að láta sér detta í hug að þar verði einhver breyting á. Það er leitt fyrir Sigurð að hann skuli óvart hafa misst þetta út úr penna sínum, og það einmitt á sjálfan 1. maí. Þetta ætlaði hann ekki að segja fyrr en hann væri kominn í bæjarstjórastólinn. Sjálfstæðis- flokkurinn í meiri-og minnihluta er nefnilega ekki einn og sami flokkurinn. Það er helst útlit fyrir að Sigurður hafi ritað þetta niðurlag úr bæjarstjórnarstóln- um í draumi. Guðmundur Jensson i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Látum verkin tala. Veljum 26. maí S AFL i SÓKN A

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.