Morgunblaðið - 03.02.2011, Síða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2011
Knattspyrnu-maðurinn
Jón Guðni Fjólu-
son skrifaði í gær
undir nýjan
samning við
Fram sem gildir
til ársloka 2013.
Jón Guðni, sem
er 21 árs og spilar
með 21-árs landsliði Íslands, hafnaði
á dögunum tilboði frá AEK í Grikk-
landi en hann hefur verið til reynslu
hjá Bayern München og PSV
Eindhoven í vetur.
Christopher Samba, varnar-maðurinn sterki og fyrirliði
Blackburn Rovers í ensku úrvals-
deildinni, hefur framlengt samning
sinn við félagið til ársins 2015.
Samba, sem fór fram á að vera seld-
ur frá félaginu eftir að Sam All-
ardyce fyrrverandi knattspyrnu-
stjóri liðsins var rekinn frá félaginu
um miðjan desember síðastliðinn,
hefur ákveðið að gleyma því og
tryggja félaginu starfskrafta sína
næstu 4 árin.
Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði21-árs landsliðsins í knatt-
spyrnu, fékk langþráð tækifæri í
byrjunarliði Mechelen í Belgíu í
gærkvöld. Hann hefur hingað til að-
eins komið inná hjá liðinu en spilaði
allan leikinn í sigri gegn Kortrijk,
1:0.
Möguleikar Eggerts GunnþórsJónssonar og félaga í Hearts
á að slást við Celtic og Rangers um
skoska meistaratitilnn eru litlir eftir
1:0 tap gegn Rangers á Ibrox í gær-
kvöld. Kyle Lafferty skoraði sigur-
markið strax á 4. mínútu.
Fólk sport@mbl.is
g þegar Snæfell
ttum líka í basli
in sem eru í topp-
eitt til leiks gegn
þá getur farið illa.
ngt fram í tím-
amla tugga, mað-
nu og undirbýr
Ég geri mér samt
m eftir að fara á
bara á því þegar
outube
i verið heppnir
ta tímabilið en Je-
ð liðinu fyrir ára-
mót meiddist og samningnum við hann var
sagt upp. Þá rifti Brock Gillespie samningi
við félagið áður en hann kom til landsins en
hann átti að taka við af Kelly.
„Ég veit ekki hvaða áhrif þetta er búið að
hafa á hópinn en við erum líklega búnir að
spila án Bandaríkjamanns meira en einn
þriðja af mótinu. Ég er hinsvegar mjög
stoltur af þeim sem hafa komið inní liðið og
hvernig leikmennirnir hafa brugðist við.
Þessi óvissa er slæm, við vorum komnir með
annan leikmann en hann hætti við. Þetta
tekur mikinn tíma og á meðan pappírsflóðið
gengur í gegn þá getur alltaf eitthvað gerst
eins og í tilfelli Gillespie. Þetta er ekki það
skemmtilegasta sem maður gerir, að horfa
á Youtube myndbönd allan daginn.“
Sá nýi er lítill og snöggur
Grindvíkingar eru hinsvegar loksins bún-
ir að tryggja sér nýjan erlendan leikmann
sem kemur frá Tulane-háskólanum í Banda-
ríkjunum. Hann heitir Kevin Sims og bindur
Helgi góðar vonir við hann. „Þetta er algjör
leikstjórnandi, lítill, snöggur og það var
nokkuð sem okkur vantaði. Leikmann sem
getur stjórnað okkur. Þetta er auðvitað allt-
af happdrætti, þeir líta alltaf vel út á mynd-
böndunum en spurningin er alltaf hvernig
persónu þú færð.“
Sims er kominn til landsins og verður með
í Breiðholtinu gegn ÍR. „Þetta er fínn og
skarpur strákur og hann er kominn inní allt
hjá okkur á mjög skömmum tíma.“
r upp eftir síðasta leik“
ld Heil umferð leikin í úrvalsdeildinni
Nýr Kevin Sims leikur sinn fyrsta leik með
Grindvíkingum í kvöld þegar þeir mæta ÍR.
ið
við
eiga
nd-
ð
í
m
a.
Þýskir handknattleiksmenn eru í
sárum eftir slakan árangur lands-
liðsins á nýafstöðnu heimsmeist-
aramóti í Svíþjóð þar sem það
hafnaði í 11. sæti. Það er slakasti
árangur Þjóðverja frá upphafi að
undanskildu heimsmeist-
aramótinu 1997 þegar þeir náðu
ekki að vinna sér keppnisrétt. Að-
eins eru fjögur ár liðin síðan
þýska landsliðið varð heimsmeist-
ari.
Heiner Brand landsliðsþjálfari
hefur verið harðlega gagnrýndur.
Hann er sagður staðnaður eftir
14 ár í sæti landsliðsþjálfara og
hafi upp á fátt nýtt að bjóða.
Brand, sem er með samning við
þýska handknattleikssambandið
fram til ársins 2013, hefur svarað
fullum hálsi og segir að þýskir
handknattleiksmenn séu einfald-
lega ekki betri en raun ber vitni
um nú um stundir. Þeir leiki
margir hverjir aukahlutverk í sín-
um liðum á meðan útlendingum
fjölgi ár frá ári og þeim sé ætlað
að bera lið sín uppi. Brand hefur
lengi sagt útlendinga vera alltof
marga í þýsku 1. deildinni og eft-
ir að hafa verið harðlega gagn-
rýndur síðustu daga hefur hann
ítrekað skoðun sína um að kvóti
verður settur á hversu marga út-
lendinga hvert félag megi hafa.
Forráðamenn stærstu félag-
anna hafa vísað skoðunum og
vangaveltum Brands á bug og
sagt þær ekki vera lausn á þeim
vanda landsliðsins. Benda þeir
m.a. á að þegar árangur þýska
landsliðsins var hvað slakastur
1989 þegar það féll niður í C-
heimsmeistarakeppni eftir B-
keppnina í Frakklandi, hafi hvert
lið 1. deildar aðeins mátt hafa
einn útlending innan sinna raða.
iben@mbl.is
Reuters
Þjálfarinn Heiner Brand vill fækka
erlendum leikmönnum í Þýskalandi.
Skiptar skoðanir um kvóta
Brand vill færri útlendinga Félögin segja það enga lausn
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Ármann Smári Björnsson, Hornfirð-
ingurinn hávaxni sem leikur með
enska C-deildarliðinu Hartlepool,
segir óvíst hvað taki við hjá sér eftir
að tímabilinu á Englandi lýkur í vor.
Hann útilokar ekki að spila á Íslandi
í sumar en samningur hans við Hart-
lepool rennur út eftir leiktíðina.
„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun
varðandi framhaldið. Það er mögu-
leiki á að ég framlengi samninginn
við Hartlepool. Það hefur þó ekkert
verið rætt við mig um það en þeir
sem stýra félaginu eru frekar rólegir
í tíðinni. Ég vil eðlilega spila meira
en það er víst þjálfarinn sem ræður
því,“ sagði Ármann Smári við Morg-
unblaðið í gær.
Ármann kom til Hartlepool frá
norska liðinu Brann í ágúst 2009 en
hann var í herbúðum Brann í þrjú
eftir að hafa leikið með FH og áður
Val en ferilinn hóf hann með Sindra
á Hornafirði.
Spurður hvort það komi til greina
að spila á Íslandi í sumar sagði Ár-
mann: „Ég er bara opinn fyrir öllu.
Það kemur alveg til greina eins og
hvað annað.“
Ármann Smári, sem er þrítugur,
hefur komið við sögu í 16 leikjum
Hartlepool í C-deildinni á tímabilinu
en hefur aðeins þrívegis verið í byrj-
unarliðinu. Ármann hefur ýmist spil-
að í stöðu miðvarðar eða framherja í
leikjum liðsins.
„Ég æfi sem miðvörður en í
nokkrum leikjum á tímabilinu hefur
mér verið hent í framherjastöðuna
þegar við höfum farið í þennan „kick
and run“ bolta.
Ármann og félagar hans komust á
gott skrið undir lok ársins og náðu
hæst upp í 6. sæti en illa hefur geng-
ið hjá liðinu á nýju ári. Það hefur enn
ekki fagnað sigri á árinu 2011 og er
komið niður í 14. sæti. Liðið steinlá,
4:0, fyrir Oldham í fyrrakvöld en Ár-
mann var ekki í leikmannahópi liðs-
ins í þeim leik.
gummih@mbl.is
Ísland er í
myndinni hjá
Ármanni Smára
Með útrunninn samning hjá Hartle-
pool í vor Gæti leikið þar áfram
Morgunblaðið/Árni Torfason
England Ármann Smári Björnsson
spilar með enska liðinu Hartlepool.
veir
iel-
við
ika
g
nig
ekki
r
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Skólahreysti
þriðjudaginn 1. mars 2011.
Skólahreysti er starfrækt í flestum
grunnskólum landsins og í ár
taka um 120 skólar þátt.
Þetta er eitt af vinsælustu
íþróttum sem grunnskólakrakkar
á öllu landinu taka þátt í.
Meðal efnis:
Saga Skólahreystis.
Fyrrum þátttakendur skólahreysti.
Besti árangur í Skólahreysti.
Þrautabrautin sem keppt er eftir.
Undirbúningur fyrir keppnina.
Góð ráð varðandi heilsu
og hreyfingu frá þekktum
íþróttamönnum.
Stuðningsmenn.
Aðstandendur keppninnar.
Ásamt fullt af spennandi
efni um Skólahreysti.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 24. febrúar.
Skólahreysti
S
É
R
B
L
A
Ð