Morgunblaðið - 03.02.2011, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2011
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þeir fjölmörgu stuðningsmenn Liv-
erpool sem grétu brotthvarf Fern-
andos Torres á mánudagskvöldið
tóku gleði sína á ný í gærkvöld.
Þeir eignuðust nýja hetju. Úrú-
gvæinn Luis Suárez, sem var keypt-
ur af Ajax fyrir 23 milljónir punda
á mánudag, var fljótur að stimpla
sig inn í hjörtu áhorfenda á Anfield.
Suárez hafði aðeins verið inni á í
stundarfjórðung sem varamaður
þegar hann gulltryggði sigur Liv-
erpool á Stoke City, 2:0, og styrkti
stöðu liðsins í sjöunda sæti úrvals-
deildarinnar.
Reyndar hjálpaði Andy Wilk-
inson, varnarmaður Stoke, við að
koma boltanum í netið en hann var
á leið þangað þegar Wilkinson
reyndi að bjarga og sendi tuðruna í
stöng og inn. Stuðningsmönnum
Liverpool var slétt sama. Suárez er
tekinn við af Torres.
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki
tekinn inn í leikmannahóp Fulham
sem lagði Newcastle, 1:0. Eiður sat
í stúkunni og verður að bíða laug-
ardagsins þegar Fulham sækir
Aston Villa heim.
Manchester City var hið eina af
fimm efstu liðum deildarinnar sem
vann ekki í vikunni. Reyndar mátti
City þakka sínum sæla fyrir jafn-
tefli, 2:2, í Birmingham, þrátt fyrir
að liðið kæmist tvisvar yfir í fyrri
hálfleik.
Peter Crouch skoraði strax í
byrjun leiks fyrir Tottenham gegn
Blackburn á Ewood Park, með
skalla eftir sendingu frá Rafael van
der Vaart. Það reyndist sig-
urmarkið.
Victor Obinna skoraði tvívegis
fyrir West Ham sem komst af botn-
inum með 3:1 útisigri á Blackpool.
Suárez nýja hetjan á Anfield
Reuters
Mark Luis Suárez horfir á eftir boltanum í netmöskvana hjá Stoke City.
Andy Wilkinson líka en hann liggur eftir að hafa reynt að forða marki.
Eiður ekki tekinn inn í hóp Fulham sem lagði Newcastle
HANDBOLTINN
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
N1-deild karla hefst að nýju í kvöld
eftir eins og hálfs mánaðar hlé vegna
heimsmeistaramótsins í handknatt-
leik sem fram fór í Svíþjóð. Fyrir þá
sem eru búnir að gleyma hvað gekk á
í fyrstu 11 umferðunum, þá spiluðu
Akureyringar eins og þeir sem valdið
hafa og unnu fyrstu 9 leikina. Í 10.
umferð komu Framarar norður yfir
heiðar, þeir gerðu sér lítið fyrir og
unnu Akureyri nokkuð sannfærandi,
34:30. Akureyri tapaði svo stigi gegn
Haukum á Ásvöllum í síðustu um-
ferðinni fyrir hlé sem leikin var 16.
desember.
Rofar til hjá Völsurum
Þá byrjaði Valur skelfilega á þessu
Íslandsmóti. Fyrstu stigin komu ekki
fyrr en 18. nóvember gegn Aftureld-
ingu. Það fór svo að Júlíusi Jónassyni
sem tekið hafði við liðinu fyrir mótið
var sagt upp störfum og Heimir Rík-
arðsson aðstoðarþjálfari tók við liðinu
ásamt Óskari Bjarna Óskarssyni
aðstoðarlandsliðsþjálfara. Þeir fé-
lagar töpuðu ekki í þeim þremur
leikjum sem þeir stýrðu liðinu fram
að þessu langa hléi. Þá eru lykilmenn
liðsins að skríða saman eftir meiðsli.
Akureyri er á toppnum með
þriggja stiga forskot á Fram sem hef-
ur tapað 3 leikjum í vetur. FH er í 3.
sæti, Haukar í því fjórða, síðan koma
HK, Valur, Afturelding og Selfoss
rekur lestina. Selfyssingar eru aðeins
búnir að vinna 1 leik en tapa 10. Fjór-
ir leikir eru á dagskrá í þessari 12.
umferð í kvöld. HK fær Aftureldingu
í heimsókn, Fram tekur á móti FH,
Haukar fara til Selfoss og að síðustu
tekur efsta lið deildarinnar á móti
Val.
Æskuvinir mætast í fyrsta skipti
Bjarni Fritzson er markahæsti
leikmaður Akureyrar með 84 mörk.
Hann býst við erfiðum leik í kvöld
gegn ósigruðum Völsurum eftir þjálf-
araskipti.
„Ég er mjög spenntur fyrir þess-
um leik, enda er ég að mæta Stulla
(Sturlu Ásgeirssyni), einum af mínum
bestu vinum. Bræður munu berjast
þar en þetta er í fyrsta skipti sem við
mætumst á handboltavellinum. Hann
nefnilega gerði sér upp meiðsli í síð-
asta leik,“ segir Bjarni glottandi og
hann býst við að Valsarar hafi nýtt
fríið vel.
„Við tókum þetta hefðbundna und-
irbúningstímabil, allt mjög eðlilegt.
Svo fórum við eina ferð suður og spil-
uðum tvo leiki. Það er kannski smá
ókostur að spila ekki fleiri leiki en
þetta er allt í lagi. Mér finnst þetta
hlé alveg ágætt. Þá fær maður aðeins
að jafna sig og kemur ferskur inn.
Eftir þetta skemmtilega HM koma
líka allir graðir og með fiðring í putt-
unum.“
Akureyri er eins og áður sagði með
þriggja stiga forskot á toppi deild-
arinnar og Bjarni telur liðið geta
haldið því en margt þarf ganga upp.
„Við þurfum að vera heppnir með
meiðsli og spila saman sem eitt lið og
allt það.
Við erum búnir að vinna alla einu
sinni og við getum alveg gert það aft-
ur. Nokkur lið hafa samt verið að
styrkja sig, eins og Selfoss og Aftur-
elding. Þeir geta því vonandi stolið
fleiri stigum. En það er alls ekki sjálf-
sagt að við völtum yfir alla og höldum
áfram að vera skrefi á undan öðrum.“
Fínt að halda stöðuleika
Bjarni Fritzson sem á að baki 42
landsleiki segir að árangurinn sem ís-
lenska landsliðið náði á heimsmeist-
aramótinu í Svíþjóð hafi verið góður.
„Að komast í forkeppni Ólympíu-
leikanna var náttúrlega lykilatriðið
en auðvitað sá maður að þeir voru
svekktir og við sem horfðum á þá vor-
um það að sjálfsögðu líka. Það er
samt fínt að halda þessum stöð-
ugleika þar sem þessi mót eru ár eftir
ár. Ég held að þetta hvetji líka menn
til að koma enn ferskari á næsta stór-
mót.“
Æskuvinurinn gerði sér
upp meiðsli í síðasta leik
Handbolti karla af stað í kvöld eftir langt hlé Bjarni Fritzson og félagar
á Akureyri með þriggja stiga forystu Heldur sigurgangan áfram hjá Val?
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skorar Bjarni Fritzson er markahæsti leikmaður Akureyringa í vetur og hér er mark í uppsiglingu gegn HK án
þess að Vilhelm Gauti Bergsveinsson fyrirliði Kópavogsliðsins fái að gert. Akureyri mætir Val í kvöld.
Úrvalsdeild karla, N1-deildin
Staðan:
Akureyri 11 9 1 1 326:285 19
Fram 11 8 0 3 372:317 16
FH 11 7 0 4 316:297 14
Haukar 11 6 1 4 282:278 13
HK 11 6 0 5 341:354 12
Valur 11 4 0 7 282:308 8
Afturelding 11 2 0 9 274:310 4
Selfoss 11 1 0 10 310:354 2
Markahæstir:
Ragnar Jóhannsson, Selfossi ................. 102
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK................ 86
Bjarni Fritzson, Akureyri ........................ 84
Einar Rafn Eiðsson, Fram....................... 79
Ólafur Guðmundsson, FH ........................ 74
Bjarki Már Elísson, HK ........................... 70
Ásbjörn Friðriksson, FH.......................... 69
Bjarni A. Þórðarson, Aftureldingu.......... 69
Björgvin Hólmgeirsson, Haukum ........... 66
Atli Ævar Ingólfsson, HK ........................ 63
Oddur Gretarsson, Akureyri.....................58
Jóhann Gunnar Einarsson, Fram............ 57
Guðmundur H. Helgason, Akureyri ........ 56
Haraldur Þorvarðarson, Fram ................ 51
Þórður R. Guðmundsson, Haukum ......... 51
Gary Neville,
varnarmaðurinn
reyndi hjá Man-
chester United,
tilkynnti í gær að
hann hefði
ákveðið að leggja
skóna á hilluna
eftir 20 ára feril
hjá félaginu. Ne-
ville, sem verður
36 ára í þessum
mánuði, kom til liðs við United sum-
arið 1991 og lék 602 leiki með lið-
inu, þar af 400 leiki í úrvalsdeild-
inni. Hann hefur átta sinnum orðið
enskur meistari með Manchester
United, þrisvar bikarmeistari,
tvisvar deildabikarmeistari, einu
sinni Evrópumeistari, og einu sinni
unnið heimsbikar félagsliða. Ne-
ville lék 85 landsleiki fyrir England
á árunum 1995 til 2007. vs@mbl.is
Gary Neville
er hættur
Gary
Neville
Kanadíska knatt-
spyrnuliðið Van-
couver White-
caps, undir stjórn
Teits Þórð-
arsonar, vann eitt
sterkasta lið
Bandaríkjanna,
Real Salt Lake,
2:1, í fyrsta und-
irbúningsleiknum
fyrir MLS-
deildina sem hefst í mars. Vancou-
ver er nýliði í deildinni en Teitur
hefur stýrt liðinu í þrjú ár með mjög
góðum árangri. Leikurinn fór fram í
Arizona en þar er Teitur með sitt lið
í æfingabúðum. Síðar í mánuðinum
eru m.a. á dagskrá tveir leikir við
LA Galaxy, lið Davids Beckhams,
sem er síðan einn af andstæðing-
unum í MLS-deildinni. vs@mbl.is
Góð byrjun
hjá Teiti
Teitur
Þórðarson
HANDBOLTI