Alþýðublaðið - 27.10.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.10.1923, Blaðsíða 1
Fylgiblað Alþýðublaðsins 27. okt. 1923. Spurníngar og svör. Geríð svo vel að lesa til enda! Eins og kunnugt er, þá hefir framkvæmdanefnd Stórstúku íslands sent út um alt land prentaðar fyrirspurnir, er Alþingiskjósendur, hverjir 1 sínu kjördæmi,' hafa svo gert að sínum og lagt fyrir frambjóðendur kjördæmanna. Hér í Reykjavík voru þessar fyrirspurnir, sem og annarsstaðar, lagðar fram fyrir þmgframbjóðendur og þeir beðnir að gefa við þeim skrifieg svör fyrir 28. s.l. sept. Svörin áttu að sendast Pétri'Zóphoníassyni, «sem er um- sjónarmaður kosninganna af hálfu framkvæmdanefndar Stórstúkunnar. Allir frambjóðendurnir munu fyrir hinn ákveðna dag hafa sent honum svör sín, en þau — svörin — hafa þó enn ekki verið birt almenningi. Tel eg það illa far- ið, því enginn vafi er á því, að þau hefðu getað orðið einskonar leiðarstjarna mörgum þeim er að kosningaborðinu ganga í dag. Eg birti hér með svör Héð- ins Valdimarssonar með því að öllum árum heflr verið að því róið, að. rægja hann sem bindindis- og bannvin, þá tek eg hér upp spurningarnar og svör hans við þeim, svo almenningur fái að vita afstöðu hans til þessa máls. Spurningarnar hljóða svo: Viljið þér, ef þér verðið kosnir á Alþingi, vinna að því með atkvæði yðar og á annan hátt 1. að landið verði losað undan erlendum áhrifum á áfengislöggjöf vora, meðal annars með því, að varið sé fé til að styrkja ríflega tilraunir til flsk- sölu á nýjum markaðsstöðum. , Svar 1: Já. Álít heppilegustu leið til þess ríkiseinkasölu á flski, sem mundi verja miklu fé til.fisksölutilrauna á nýjum mörkuðum. Vil vinna að þvi að sagt sé upp samningnum við Spánverja og nýs samnings leitað á grund- velli fulls forræðis íslendinga yflr löggjöf sinni, svo fljótt sem uppsagnarákvæði samningsins leyfa. Páist þessu ekki framgengt vil eg bera fram tillögu á al- þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. 2. að bindindisstarfsemi, I. 0. G. T., sé styrkt með ríflegum fjárfram- lögum. , • Svar 2: Já, auknum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.