Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.11.1923, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 30.11.1923, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 30. nóv. 1923. 1. blað ÁVARP. Eftir áskornn ýmsra góðra manna hefi jeg ráðist í að gera tilraun með að gefa hjer út vikublað, jafn- vel þótt undanfarandi tilraunir á þyí sviði sjeu ekki sjerlega hvetj- andi. »Fram<. sálugi safnaði skuldum, eins og allir vissu, og þeim því meiri sem hann lifði lengur, þang- að til þær urðu honum að bana. Og »Framtíðin«, sem að vísu ekki er dauð ennþá, hefur víst ekki gert mikið betur en að halda holduin. Mjer er það því fullkomlega Ijóst, að við fjárhagslega örðugleika muni verða að stríða, ásamt með ýms- um fleiri örðugleikum, sem blaða- útgáfu jafnan eru samfara. Jeg geng þess heldur ekki dulinn, hve mikið vantar á að jeg sje fær um að standa fyrir blaði á þann veg, að það verði bænum menn- ingarauki og til uppbyggingar landi og lýð. í því efni treysti jeg að mestu leyti á ýmsa menn, mjer færari, sem lofað hafa aðstoð sinni um að gera blaðið sem best úr garði. Um stefnu blaðsins skal það eitt sagt að þessu sinni, að það verður eindregið bindindisblað, en að öðru leyti mun stefna þess koma í Ijós smátt og smátt. Annars mun blaðið fyrst og fremst láta til sín taka alt, sem heill Siglufjarð- a r varðar, og berjast á móti mis- rjetti því, sem sjávarútvegurinn hefir orðið fyrir í löggjöf vorri nú síðustu árin. Frjettir mun blaóið reyna að flytja sem mestar, rjettastar og nýjastar og húsmæðrunum mun verða bent á, hvar þær fái mest fyrir peninga sína. Fyrsti árgangur er ákveðinn minst 40 blöð og kostar hann fjórar krónur sem greiðist fyrirfram. — Pað er að vísu nýtt hjer á landi, að blöð sjeu greidd fyrirfram, en það er gamall og góð- ur siður erlendis, sem búið hefði átt að vera að taka upp hjer á landi fyrir löngu. Með því er tekið þvert fyrir mjög umfangsinikla inn- heimtu og eilíf vanskil, sem mörgu blaðinu hefir orðið að fjörtjóni. Hverjum kaupanda verður gefin skrifleg kvittun, þar sem tekið verð- ur fratn, að e f ekki koma út 40 tölublöð, þá verði þeim endur- greiddir 10 aurar fyrir hvert það tölublað, sein upp á vantar. Jeg vona því, að menn taki þessari nýung vel og sjái, að ura enga hættu er að ræða, þó þeir borgi blaðið fyrirfram. Ef vel gengur, er hugsanlegt að árgangurinn verði jafnvel 50 til 60 tölublöð án þess þó að verðið hækki. Virðingarfylst Friðb. Níelsson. Pingkosningsirna.r. Kosingaúrslitin eru nú orðin kunn úr öllum kjördæmum landsins. Og það verður ekki annað sagt en að kosningarnar færu hið ákjósanleg- asta. Er nú þjóðin bújn að gefa skýr svör um vilja sinn og afstöðu í verzlunarmálum sínum, eða, með hvaða skipulagi hún vill haga rekstri allrar verzlunar. Pjóðin vill enga I. O G. T. Stúkan »Franisókn« nr. 187 heldurfundi á hverju miðvikudagskvöidi kl. 8 í húsi Hjálpræðishersins. Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl. hálf þrjú á sama stað. einokun, enga »landsverzlun« á neinu. Hún vill hafa frjálsa sam- keppnisverzlun. Petta ættu allir að muna og allir að þekkja og vita hjereftir, hafi einhverjum verið það óljóst áður. Menn þurfa ekki að vera neitt feimnir við að segja það óhikað, að einmitt verzlunarpóiitíkin hefur ráðið öllu um úrslit þessara kosn- inga. Annarsvegar var flokkur Jón- asar frá Hriflu studdur róttækum einokunarsinnum og jafnaðarmönn- um með aðalmálgagn sitt »Tímann« í fylkingarbrjósti; en síðar í þeirri píslar og »kröfu«-göngu brá fyrir Verkamanninuni, Degi, Skutli og Alþýðublaðinu eins og dálitlum kröfuflöggum, sem mestmegnis hrópuðu »niður með« alt athafna- frelsi í landinu. Eða »niður með« allar einsíakiingseignir nema okkar foringjanna. Við verðum að vera bjargálnamenn til þess að okkur geti líðið vel og hvatt »!ýðinn« til mótþróa við »auðvaldið!« Pað dettur nú engum lengur í hug að nefna neitt, sem heitir socialismi eða bolshevismi eða jafnaðarmenska svo að talist geti til sjálfstæðs pólitíks flokks. Petta er nú dauðadæmt við þessar kosn- ingar. Enda hafa pólitískar æsingar þeirra kumpána verið það ógeðs- legasta óþrifamerki er sett hefur verið á íslensk stjórnmál síðan al- þingi var endurreist. Pessi »flokk- ur« fjekk samtals rúm 3000 atkvæði á öllu landinu! Og er þó ekki of- mælt að frá þessum þrem þúsund- um megi draga helminginn, sakir þess, að sumir fulltrúar, eða fram- bjóðendur »socialista«, munu hafa

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.