Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.11.1923, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 30.11.1923, Blaðsíða 3
SlGLFIRÐINGUR lysingarnar vera eins? En annars er þetta aukaatriði. Aðalatriðið er þetta: Hvað er það sem liggur til grundvallar því, að endilega þarf að leigja út bryggjurnar svona snemma, og útiloka með því marga frá því að geta gert tilboð í bryggj- urnar? Pví aö það ætti Hafnar- nefnd og Bæjarstjórn að geta skil- ið, að líklega verða þeir fáir sem bjóða í bryggjurnar, áður en þeir vita hvort þeir hafa nokkuð með þær að gera eða ekki. . Og áreið- aðlega þarf einhverja sjerstaka hæfileika til þess að sjá það, að þessi samþykt hafi verið gerð ein- göngu með hag Hafnarsjóðs fyrir augum. B o r gar i. Frjettir. Goðafoss fer frá Rvík á morgun vestur og norður um land, fjórum dögum á undan áætlun. Æfisaga Ouðm. Hjaltasonar al- þýðufræðara mun koma út bráð- lega í Rvík, ásamt einhverju af fyrirlestrum hans. Nýmjólk kostar ekki nema 50 aura líterinn í Reykjavík. Botnía á að fara frá Reykjavík í dag vestur og norður um land. Viðkomustaðir ísafjörður, Siglufj., Akureyri og Seyðisíjörður. Getur verið hjer á sunnudaginn. 800 kjósendur í Hafnarfirði hafa skorað á ríkisstjórnina að breyta fiskiveiðalögunum svo, að erlend veiðiskip geti lagt upp afla sinn á íslenskum höfnum. Flugmaður frá Bandaríkjunum er nýkominn til Reykjavíkur til þess að kynnast lendingarstöðum fyrir flugvjelar. Togararnir afla vel og hafa að undanförnu selt afla sinn fyrir 12 til 19 hundruð sterlingspund. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja. Skrá yfir bækur sem fást í bókaverzlun Friðb. Níelssonar. A. Arnarstapi, sex fyrirlestrar, í kápu 1.00 Aumastar allra, eftir Ólafíu Jóhannsdóttir, í kápu 1.50 — Do. — — — — í bandi 3.00 Annáll 19. aldar, eftir Pjetur Guðmundss., 1 —5 hefti öll á 7.00 A öðrum hnöttum, eftir Sig. Pórólfsson, í bandi 2.60 Ástir og stjórnmál, eftir Baronsfrú Orzcy, í kápu 3.00 Aukaútsvör Siglufjarðar 1924. Niðurjöfnunarnefndin hefir nú lokið hinu vandasama verki sínu að þessu sinni, og er útsvarsskrá- in lögð fram í dag, almenningi til athugunar. Als var jafnað niður 100 þúsund krónum við 'aðalniður- jöfnun á tæpa 400 gjaldendur og þessutan töluverð upphæð við auka- niðurjöfnun. Hæóstu gjaldendurnir eru: Á a ð a 1 s k r á: . S. Goos . . . . . Kr. 32840 H. Henriksen . . — 18000 Ásgeir Pjetursson . . -- 9000 O. Tynes . . . — 8000 Hrogn og Lýsi, h. f. . — 7000 Síldarv.sm. sam. ísl. verzl. — 6000 Helgi Hafliðason . . — 3800 Sn. Jónsson, verzli jn . — 3000 Sam. ísl. verzlanir, h. f. — 1700 Porm. Eyólfsson . . -- 1500 Á aukaskrá: Severin Roald . . . Kr. 2500 G. & O. Evanger . . — 2100 Anton Jónsson ... — 1500 Kveldúlfur, h. f. . . -r 1400 Edvin Jacobsen ... — 1200 Siglufjörður. Nauðungaruppboð var haldið í gær hjá Stefáni B. Krist- jánssyni og íinnað í dag hjá Páli S. Dalm- ar á ýmsum versltinarvörum. Vortn Fimbogason blikksmiðnr var jarðsunginn síðastliðinn þriðjudag. SIGLFIRÐIN.QUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst 40 blöð, kosta 4 krónur ergreiðist fyrirfram. I lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostar blað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. Ungmennafjelagið ætlar að minnast fullveldis íslands á morgun 1. des. í leikfimisal barnaskólans. H 1 u t a v e 11 u ætlar Sjúkrasamlagið að hafa mjög bráðlega. Er þess vænst að menn styðji jafn þarft fyrirtæki og Samlagið er, með því að gefa drætti og draga. G ó ð u r a f I i hefur verið.undanfarna dagaþegarásjó hefur gefið, En gæftir hafa verið stopulai. Alþingiskosningin i Eyjafjarðarkjördæmi hefir verið kærð hjeðan úr bænum, bæði til yfirkjörstjórn- ar og Stjórnarráðsins. I næstu viku verða þeir, sem ekki hafa greitt iðgjöld sín til Samlagsins, strykaðir út úr Samlag- inu. \ Hversvegna er ekki búið að koma hjer upp sjúkra- húsi ? Svör óskast! Dýrasti maður bæjarins inun vera Matthías. Hann tók upp á þeim skratta, að leggja saur og skólpleiðslu iit í Álalækinn svo að bæjar- stjórnin, sem hvergí má saur sjá, neydd- ist til að áætla 10 þús. kr. i lok á lækinn. Viðbúið er að önnur 10 þús. fari til und- irbúnings og eftirkasta, og kostar hann þá bæinn jafnmikið og allir ómagarnir til sainans. Quðm. Hafliðason hefur nýlega látið af afgreiðslu Eim- skipafjelagsins, en við hefur tekið Þorm. Eyólfsson kaupm.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.