Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.01.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 25.01.1924, Blaðsíða 2
34 SIGLFIRÐINGUR vur er Foroyingum — gott at liava tógva sveina, er annar burtur, er aunar heima. Vestan fyri Island er Gronland og har vita Foroyingar av einum landi og einum sjógvi, sum gæt givið okkara fólki óætlað- ar innilögur — um har slæppst fram at----------- —. Nu okkrutn er meiri íorvur á Gronlands sjón- um enn nakrantíð áður.« Endar Paturson mál sitt á |oví að eggja Færeyinga lögeggjan að fylgja þeim inönnum »sem — — — — krevja nionopolbandið av- kvettað og frítt fyri Foroyingar at stevna sínar skútir til Gronland, so teir nú aftur, sum í gamlar dagar, uttan at spyrja nakran ettir kunnu: »taka havn í Eiríksfirði skamt fra Brattalíð.« Petta er drengilega mælt hjá Pat- urson eins og hans var von og ef Grænlandsmálið eignast að sínu leyti marga jafngóða talsmenn með Islendingum og Norðmönnum og Paturson er með Færeyingum verð- ur hlutur Dana háll í höndum þeirra áður langt líður. Sig. Bj. Erl. símfrjettir. Berlínarborg má heita gjaldþrota vegna þess að tekjur hafa ekki fengist hækkaðar jafnt við gengis- fall marksins. Búist við að ríkis- stjórnin verði að skerast í málið. Frankinn hríðfellur og kauphöll- in hætt skráningu erlends gjald- eyris þessvegna. Ráðgert er að stjórnin taki eignarnámi gjaldeyris eign franskra borgara érlendis til þess að stöðva fall frankans. Á mánudaginn var samþykt van- traustsýfirlýsing á ensku stjórnina. Daginn eftir myndaði Ramsay Mac- donald, foringi verkamannaflokks- ins, nýja stjórn, og er hann for- sætis- og utanríkisráðherra. Járnbrautarverkfallið enska, sem yfirvofði, hófst síðastliðna sunnu- dagsnótt. Samgöngur allar eru mjög erfiðar og siglingar. Útlitið þó lítið eitt betra nú en fyrst. Letiin andaðist í bænum Gorki síðastliðna mánudags- nótt. Símað er frá Washington að Bandaríkin hafi ákveðið að slá yf- irráðum sínum á heimskautalöndin og gera þeir út loftskip til Norður- pólsins í því augnamiði. Vínfangatollur hefur verið lög- leiddur af heimagerðu víni í Nor- egi tvær krónur af hverri flösku. Er ráðgert að skatturinn nemi 23 miljónum. Sænski utanríkisráðherrann hefur boðið ráðherrum Norðurlanda á ráðstefnu í Stokkhólmi um fjárhags- mál og stjórnmál. Frakkar neita enn aó viðurkenna stjórn Rússlands nema þeir viður- kenni gömlu skuldirnar og afhendi upptækar eignir Frakka í Rússlandi. Kommúnistar vörpuðu 21. þ. m. handsprengjum í skrúðgöngu í Holstein og drápu 14 manns. Misrjetti. Jeg varð meira en lítið hissa, þegar tillaga frú Guðrúnar var feld núna á síðasta bæjarstjórnarfundi; tillagan um að skipa nefnd til að vinna að því, að koma í veg fyrir of mikinn straum hingað til bæjar- ins af óráðnu verkafólki. Pað var eins og fulltrúarnir væru svo fjarska hræddir við þetta mál, að við því mætti ekki hreyfa. Helga er nú að sönnu vorkun, sem sjálfur er at- vinnuveitanái, en Thorarensen hefði átt að vera vorkunarlaust að skylja málið svo, að það var ekki hættu- legt að setja það í nefnd nema ef hann sjálfur hefði lent í nefndinni, því »sannast að segja« fanst mjer hann hafa lítið vit á málinu. Pað kom berlega fram við um- ræðurnar á bæjarstj.fundinum, að útgerðarm fin^t að við síldarstúlk- urnar mega sjálfum okkur um kenna hvað við höfðum lítið upp úr vinnu okkar s. I. sumar. Petta er víst og satt. Pað er samtaka- leysi okkar að kenna að heimta ekki uppgefin ákveðin kjör strax þegar verkkaupendur byrja að ráða okkur, en láta þá ekki komast upp með það ár frá ári, að ráða upp á »sömu kjör og aðrir borga,« sem svo þegar búið er að ráða, verða í reyndinni þau kjör, sem verkkaup- andi vill vera láta, en ekki þau sem sanngjörn eru, þetta átti sjer ein- mitt stað s. I. sumar það gaf eng- inn upp ákveðin kjör fyr en við byrjun síldveiðanna, þegar útgerð- armenn höfðu sjeð að enginn hætta var fyrir þá að setja kaupið 75 au. á tunnu, þeir gætu fengið nógar stúlkur, þó það væri áreiðanlegt að þeir höfðu flestir búist við að þurfa að borga 1 krónu, sem líka var sanngjarnt samanborið við kaup karlmanna. Petta var ástæðan til, að margar af stúlkunum sem heima eiga hjer, voru óráðnar þeg- ar síldveiðin byrjaði, og höfðu því lítið upp úr sumarvinnu sinni. Petta mega að miklu leyti kall- ast sjálfsköpuð víti, en hitt er mis- rjetti sem við siglfirsku síldar- stúlkurnar höfum verið beittar ár frá ári, að láta okkur sitja við lak- ari ráðningskjör en aðkomustúlk- urnar, seni oftast eru þó Ijelegri og óábyggilegri til vinnunnar en við sem erum æfðar í henni. Pað getur enginn hrakið það, að kjör hjer búsettra síldarstúlkna hafa altaf verið Ijelegri en hinna sem aó hafa komið. Við höfum að sönnu fengið sama kaup fyrir hverja tunnu, og oftast vikupeninga til jafns við hinar, en þar með er líka upptalið. Aftur á móti hafa að- komustúlkur fengið fríít húsnæði, Ijós og oft eldiv'ið, og svo altaf aðra og stundum báðar ferðir fríar. Ef þessi hlunnindi hefðu verið reiknuð, og okkur borguð þau, þá held jeg áreiðanlega að við hefðum borið eins mikið upp, eins og þó við hefðum fengið kröfu okkar framgengt, að fá krónu á tunnuna. Jeg vil nú spyrja: Er nokkuð ver af hendi leyst verkið hjá okkur, siglfirsku stúlkunum en hjá að- komustúlkunum? Og ef það er ekki, hvers eigum við þá að gjalda hjá ykkur, sveitungar góðir, að þið

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.