Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.03.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 07.03.1924, Blaðsíða 2
58 SIGLFIRÐINGUR vínverslun, sem er og verður bæ vorum til vansæmdar, and- legs og efnalegs tjóns og þjóð- inni til skaðræðis í nútíð og framtíð. Að þessu öllu athuguðu, væntum vjer þess, að hið háa Alþingi fall- ist á að kröfur vorar sjeu rjettmæt- ar og uppfylling þeirra sjálfsögð.« Siglufirði í Febrúar 1924 (Hjer eru nöfn 322 kjósenda.). Á gildandi kjörskrá eru 535 kjós- endur. Þar af eru 8 dánir, 42 eiga heima í Hjeðinsfirði, á Siglunesi og Dölum og hafa þeir ekki átt kost á að vera með, og um 60 eru fjarverandi. Heill Siglfirðingum fyrir drengi- lega framkomu í þessu máli! ^Sálin hans Jóns míns« er háfleyg, satt og rjett er það, og ljóma mikluni slær á framtíðar- mál bæjarins, þegar hann í »Sigl- firðing« bollaleggur þau, og sviftir burt huliðshjálmi þeim, sem yfir þeitn hvíla. Jeg er Jóni samdóma um það, að hafnarmál okkar sjeu þau málin, sem einna fyrst kalli að. Einna brynust nauðsyn sje á því, fyrir framtíð bæjarins, að þessum mál- um sje hrundið áleiðis. Og þetta sjá margir fleiri en jeg og jón. Um hafnarbætur hefur verið rætt og ritað nú ár eflir ár. En, erfiðir tímar hafa bannað athafnir. Góð vísa er aldrei of oft kveðin, og þótt áður sje búið að segja margt af því sem Jón segir, er það jafngott fyrir því, en jeg hefði einhvernveg- in kunnað vel við, að Jón hefði í greinum sínum um dýpkun innri hafnarinnar, látið þess getið að hafnarnefnd hefir nú í vejur, löngu áður en Jón lætur sitt Ijós skína, hafist handa um þetta mál. Hinn 24. jan. síðastl. er svohlj. tillaga samþykt í hafnarnefnd: »Hafnarnefndin er þeirrar skoð- »unar að nauðsyn sje til að ran- »saka sem fyrst hvað dýpkun »innri hafnarinnar muni kosta, og »Ieggur því til að fenginn sje »innl. eða útl. verkfræðingur í »vor eða sumar til þess, aðfram- »kvæma mælingar, og gera áætl- »anir, og H. Hafliðasyni og H. »Thorarensen sje falið að leitast »fyrir í utanför þeirra, hvað slík- »maður muni kosta utanlands frá.« Tillaga þessi er sama dag, lesin upp á bæjarstjórnarfundi í heyranda hljóði og saniþykt þar. Um þetta hefði jafn íróður maður og Jón, átt að vita. Hitt, vona jeg að allir geti orð- ið á eitt sáttir um, að um leið og áformað er að ráðast í jafnstórar framkvæmdir, sem dýkpun innri hafnarinnar, sje fyrsta sjálfsagða skrefið, að láta sjerfræðing mæla og gera áætlanir um verkið, hvern- ig það skuli framkvæmt, og hvað það muni kosta. Að síóustu ein spurning til Jóns: Hvenær var hafnargjörðinni í Vestmannaeyjum lokið? Sab. Eftírmæ/í. Eins og getið var í síðasta blaði Siglfirðings, andaðist að heimili sínu, Litlahóli í Viðvíkursveit, þann 20. febrúar Jóhann Jónsson, í hárri elli. Jóhann sál. var fæddur 21. sept. 1827 og vantaði því rúmlega 3'/« ár á tírætt. Hann var sonur Jóns bónda á Steinhóli, Jónssonar bónda á Stóragrindli, Sigurðssonar bónda á Brúnastöðum, Jónssonar. Jóhann sál. var á ungum aldri verslunarþjónn lijer á Siglufirði, hjá GuSm. sál. Brynjólfssyni, og stundaði þá jafnframt sjóróðra og var að annálum haft hve góður fiskimaður hann var. Regar hann var 24 ára ganiall giftist hann Soffíu Jónsdóltir, ættaðri úr Svarf- aðarda'. Ekki er þeirn sem þetta skrifar kunnugt um hve löng sam- búð þeirra var orðin þá er hann misti konuna, nje hve mörg börn þau eignuðust, en fjögur munu hafa komist til fullorðins ára. Eru það þau Jón bóndi á Litlahóli, Stefán bóndi í Móskógum, Lovísa gift upp í Skagafirði og Sæmundur seni druknaði vestur á Breióafirði. - Jóhann sál. giftist aftur ekkju er Ingibjörg hjet, og fór hún síðar SIGLFIRÐINGUR kemur út fyrst um sinn á liverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst 40 blöð, kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. 1 lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostar blað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu uema öðruvísi sje umsarnið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi rtm lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir iniðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. til Ameríku með syni sínum af fyrra hjónabandi, er Árni hjet Páls- son. Jóhann bjó alla sína búskapartíð í Flókadalnum — lengst af á III- ugastöðum — og altaf góðu búi. En laust eftir að seinni kona hans fór íil Ameríku, brá hann búi og flutti til Stefáns sonar síns, og var altaf hjá honum þar til íyrir fáum árum að hann flutti að Litlahóli, til Jóns sonar síns. Jóhann sál. var merkur maður að mörgu, greindur vel, skrifaði ágæta hönd, góður í reikningi, tungumálamaður hinn mesti og stálminnugur og munu þetta hafa verið fátíðir mannkostir á þeim dögum. Hann var vandaður maður í orði og verki og viníastur. Hann var fríðleiksmaður í sjón og hið mesta prúðmenni í allri framgöngu. Dugnaðarmaður var hann hinn mesti og þrifnaðarmaður í hvívetna, enda hraustur og heilsugóður lengst af æfi, og mun ’hafa haldið sálar og líkamskröftum sínum með af- brigðum vel alt fram á hin síðusíu ár. Munu allir þeir er kyntust Jó- hanni sál. noklcuð til muna, minn- ast hans með velvildarhug. Alþingi. Pingmannafrumvörp: 24. Breyting á lögum um veð; fl.m. Magnús Torfason. 25. Breyting á lögum nr. 35, 30. júlí 1909 um stofnun háskóla; fl.m. Jón Porláksson. 26. Um friðun rjúpna; flutningsm. Guðm. Ólafsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.