Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.09.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 19.09.1924, Blaðsíða 3
SIOLFIRÐINQUR 139 Siglufjörður. Retta ár eru framteljendur á Siglu- firði taldir 117 og hafa þeir talið fram það sem hjersegir: Nautgripi 88 tats Sauðkindur 1259 — Geitur 76 — Hross 50 — Hænsni 163 — Töðu 1935 hestar Úthey 2014 — Svörð 1010 — Á þessu ári, 1922, er ekkert geld- neiti engin geit og engin hæna í Hafnarfirði, engin geit í Gullbr. og Kjósarsýslu, Borgarfj.sýslu, Mýra- sýslu, Snæfellssýslu, Dalasýslu nje Rangárvallasýslu, ekkert geldneiti og engin folöld á ísafirði; engin kálf- ur engin geit og ekkert folald á Akureyri og ekkert geldneiti og engin geit í Vestur-Skaftafellssýslu nje Vestmannaeyjum. Frá útlöndum. Iðnaðurinn danski. Hagstofan danska hefur gefið út árbók sína um iðnaðarframleiðslu Dana árið 1923, og sjest þar að framleiðslan í nálega öllum iðn- greinum hefur verið meiri en 1922. í sumum iðngreinum, svo sem skó- fatnaði, sementi, kalkiðnaði, tígul- steini og fræolíu, hefur framleióslan orðið yfir 50 prc. meiri en 1922. Ennfremur hefur framleiðsla járn- vöru og tóiðnaður aukist að mun. Nýtt ríkislán í Noregi, Fjármálaráðuneytið norska hefur nýlega undirskrifað lántökusamninga við amerískan banka. Er lánsupp- hæðin 25 miljónir dollarar, eða 180 miljónir noskra króna. Vextir eru 6 prc. og er lánið afborgunarlaust fyrstu 5 árin, en á svo að borg- ast upp á næstu 15 árum. Fyrir rjettu ári síðan tóku Norð- menn annað lán, nærri eins stórt. Skógarbrunar í Finnlandi. Miklir skógarbrunar hafa geysað í ágústmánuði í Norður-Finnlandi. Náði eldurinn um eitl skeið í hjer- aðinu Lodaukyla yfir margra mílna svæði, og brunnu á svipstundu yfir 10,000 trje, sem ríkið átti. Sagt er að þessi skógarbruni hafi orðið af mannavöldum. Upptök heimsófriðarins. Þjóðverjar hafa nýlega gefið út opinberlega yfirlýsingu um það, að þeir eigi ekki sök í upptökum heims- styrjaldarinnar. — Frakkar svöruðu um hæl, og sögðu, að upptölc ó- friðarins hefðu verið hjá Pjóðverj- um, og væri það útgert mál. Ummæli um ísland. Fr. V. Petersen, deildarforstjóri í forsætisráðuneytinu danska, hefur eftir heimkomu sína fiá íslandi sagt í viðtali við blaðamann frá >Börsen«, að fjárhagsástæður íslands sjeu mjög útlitsgóðar í ár; sjersteklega megi geta þess, að fiskiveiðarnar hafi orðið meiri nú en nokkurntíma áður. I ár hafi fiskigöngurnar verið óvenjumiklar, og telja megi víst að landið afli mikils fjár á útgerðinni og gengi íslensku krónunnar hækka. Amundsen gjaldþrota. Símað er frá Kristianiu 3. þ. m. að Roald Amundsen hafi verið gerður gjaldþrota og bú hans tekið til gjaldþrotaskifta, Stafar eignamiss- ir hans af hinni fyrirhuguðu norð- urheimskautsför. Bæjarstjórnarfundur var haldinn í dag, liklega sá al- vitlausasti ( sögu bæjarins. Verður nánar vikið að honum síðar. Jón Jóhannesson fyrv. bóksali tekur á móti upp- lýsingum um merkta fiska sem veið- ast kunna á báta hjeðan. 2 faðma af grjóti vil jeg kaupa nú þegar. Friðb. Níelsson. Enginn veit sína æfina fyr en öll er! Trygðu þig í tíma! (Andvaka). F rj.etti r. Fyrir tilstilli Emil Níelsen, fram- kvæmdarstjóri, og jafnvel eftirfyrir- sögn hans, hefir Flydedokken í Kbh. gert uppdrátt að og tilboð um skip til flutninga á kældum og frystum matvælum, er sjerstaklega væri við hæfi okkar. Tilboðið hljóðar upp á 1.440,000 kr. fyrir skip á stærð við Goðafoss, og á það að geta tekið 35 þús. kjötskrokka. Tilboð þetta hefur veriðlagt fyrir kæliskyssnefnd- ina til athugunar. Jarðskjálfta hefur orðir vart á ýmsum stöðuin á landinu fyrri hluta þ. in. Mest het'ur þó borið á hon- um í K r í s u v í k, því þar gat fólk sem stóð á engjum, ekki fótað sig þegar stæðstu kippirnir komu. í stæðsta kippnum opnaðist nýr leir- kver suður af Kleifarvatni, um 30 ferfaðmar að stærð; gýs hann 3. hverja sekúndu og þeytir leðjunni 3—4 faðma í loft upp. Samband íslenskra Samvinnufje- laga hefur selt Carl Höepfner rúma 1200 balla af ull. Eitt aðalmarkmið sambandsins mun vera það, að versla millilióalaust Allið vita þó að ekki notar Höepfner ullina sjálfur, heldur hefur hann keypt hana sem m i 11 i I i ð u r. Björn Ásgeirsson innheimtumað- ur hefur verið kosinn í niðurjöfn- unarnefnd Akureyrarkaupstaðar í stað Jóns Bergsveinssonar. Samkvæmt áætlun forseta Fiski- fjelagsins nam andvirði fiskaflans og síldaraflans frá áramótum til 31. ágúst samtals 65 miljónum króna. Bankagengi í dag: Sterlingspund . . . . kr. 30,00 Dollar..............— 6,73 Svenskar kr. (100) . — 178,58 Danskar — (100) . — 113,85 Norskar — (100) . — 92,68

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.