Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.01.1931, Síða 3

Siglfirðingur - 31.01.1931, Síða 3
SIGLFIRÐINGUR 3- Það er ódýrara aö kaufia brauð i Fjelagsbakariinu en baka /leitna. Heit winarbrauð tvisvar á dag. Pantanir afgreiddar íljótt og vel. AÐEINS NOTAÐ FYRSTA FLOKKS EFNI. FJELAGSBAKARÍIÐ H.F. í áttunda lagi mun krónan hafa hækkað í verði síðan 60 aura verð- ið var ákveðið. I níunda lagi hafa flestar íslensk- ar framleiðsluvörur fallið stórum í verði (nema mjólkin á Sigluflrði) og nokkrar nálega óseljanlegar, svo samanborið við aðra framleiðendur í landinu, virðist siglfirskum mjólk- urframleiðendum ekki gert óhæfi- Iega rangt til með einhverri lækkun, enda er það svo, að ef búast ætti við frekari verðlækkun á nauðsjmj- um, en þegar var orðiri, er ekki auðvelt að benda á margt sem fremur gæti lækkað en mjólkin hjer, (Framh.) Sigurður EgiIsson. Gullfoss í verkbanni. Hjeðinn á bandi kommúnista. Pví hefir verið haldið fram af ýmsum, að klofningur sá, sem að undanförnu hefir orðið í verklýðs- fjelögum landsins, milli Sósíalista og Kommúnista, væri skrípaleikur einn, gerður til þess að safna enn fleirum til sameiginlegrar baráttu í hinum stærri málum, svo sem við kosn- ingar etc. Svo virðist nú. sem þessi skoðun sje að rætast. Að minsta kosti verð- ur ekki betur sjeð. en að í því máli, sem lijer verður skýrt frá, hafi Hjeðinn gengið máli Kommúnista án tilhlutunar Sósíalista, efekki bein- línis gegn vilja þeirra. í Vestmannaeyjum eru 2 verk- lýðsfjelög, heitir annað „Drífandi" og er skipað Kommúnistum og er þar formaður ísleifur Högnason, sá er nú hefir verið rekinn frá sam- nefndu kaupfjelagi; hitt fjelagið heit- ir „Pórshamar“ og er skipað Socia- listum. Pegar Cullfoss kom til Vest- mannaeyja um síðustu helgi, höfðu ekki tekist samningar milli fjelags- ins „Drifandi" og afgreiðslumanna þar, en svo virðist, sem annaðhvort hafi hitt fjelagið verið búið að semja eða felt sig við það sem afgreiðslu menn vildu borga. Meðlimir Drífandafjelagsins hugs- uðu sjer að nota komu Gullfoss til að þvinga fram samninga við af- greiðslumennina á staðnum, og tóku það ráð, að reyna að hindra af- greiðslu skipsins og fóru 30 þeirra manna um borð í þeim tilgangi. Safnaði þá afgr.m. skipsins liði og sendi 2 báta fulla af mönnum til vinnunnar, og fóru þá Kommúnist- ar í land. Pegar hjer var komið undu Kommúnisfar svo illa hag sínum, að þeir tóku það ráð að snúa sjer til Hjeðins. Sendu þeir honum símskeyti og kröfðust þess, að verk- ban.n yrði sett á Gullfoss, sem þá var kominn til Rvíkur, uns samn- ingar tækjust milli „Drífanda" og afgreiðslumanna í Eyjum. Hjeðinn brá við og gerði þá kröfu til Eim- skipafjelagsstjórnarinnar, að fjelagið lofaði að flytja vörur hvorki til eða frá Eyjum, meðan deilan stæði yfir, því ella yrði farið að óskum „Dríf- anda“ og upp- og útskipunarbann sett á Gullfoss bæði í Rvík og ann- arstaðar. Fessu neitaði fjelagsstjórn Eimskips. Og þar með var vinna stöðvuð við skipið. Leið svo og beið, að ekkert var unnið við Gullfoss, og ekki gekk heldur saman í Eyjum. A þriðjudagskvöld varð loks sam- komulag milli Gannars Olafsonar & Co. í Eyjum og Alþýðusambands lslands, sem leiddi til þess að vinna hófst við Gullfoss á miðvikudags- morgun. Símskeyti frá Gannar Olafsson & Co. hjer um hljóðar svo: „Staðfestum hjermeð samkomulag milli vor og yðar um að við greið- um 1931 ekki lægri kauptaxta við út- og uppskipun en 120 aura í dag- vinnu, 140 aura í eftirvinnu og 180 aura í næturvinnu og helgidaga- vinnu, Ennfremur greiðum við ekki lægri kauptaxta kvenfólki en 70 aura í dagvinnu og 100 aura í h’elgidagavinnu, enda sje þá Gull- foss leystur úr verkbanni í Rvík. Petta samkomulag ergjört þótt deil- unni við „Drífanda" sje ekki lokið, en bæði vjer og Alþýðusambandið getum slitið því ef deilan verður á- framhaldandi milli „Drífanda" og \or út af þessu. Um lausavinnu í landi fer eftir samtali voru við Hjeðinn Valdimarsson. Staðfestið. Mánaðarvinna ekki unnin“. Alþýðusambandið samþykti síðan með símskeyti samkomulagið og til- kynti að Gullfoss væri leystur úr banni. Pað sendi líka Eimskipafje- laginu tilkynningn þar um. Síðan fjekk Frjettastofan skýrslu frá Eim* skip, þar segir í endalokin að verk> banninu sje afljett og vinna hafi byrjað við Gullfoss að morgni þess 28. þ. m. án þess að stjórn Eim* skips hafi breytt afstöðu sinni fil málsins. Utvarpið næstu viku. Alla daga vikunnar: 19.25 Hljómleiknr 19.30 Veðurfregnir 21 Frjettir Pess utan það er hjer segir: Sunnudag 1. febr. 16.10 Barnasögur Fr. Hallgr. 17 Messa í Dómk. Bj. Jónsson 19,40 Uppl. Jón Magnússon 20.10 Söngur Kr. Kristjánsson 20.30 Erindi Ásm. Guðm. 20.50 Ýmislegt 21.20 Hljóðfœraleikur Mánudag 2. febr: 19.40 Barnasögur Nikólína Árnad- 20. Enskukensla 1. flokkur 20.20 Hljómleikar 20.30 Erindi Árni Friðrikiso* 21.20 Hljómleikar Priðjudag 3. febr: 19.40 Erindi Ólína Andrjesd. 20. býskukensla. 1. flokkur 20.20 Hljómleikar 21.20 Erindi Briet Bjarnhj. Miðvikudag 4. febr: 19.40 Barnasögur Arngr. Kr, 20, Enskukensla 1. flokkur 20.20 Hljómleikar 20,35 Erindi Gunnl. Briem 21.50 Söngur Elísabet Waage Fimtudag 5. febr: 19.40 Barnasögur Margr. Jónsd. 20. Pýskukensla 1. flokkur 20.20 Hljómleikar 20,35 Erindi Briet Bjarnhj. 21.20 Hljómleikar Föstudag 6. febr: 1 9,40 Kvœði Tómas Guðm. 20, Enskukensla II. flokkur 20.20 Hljómleikar 21.20 Galdrar Sig. Skúlason 21.40 Dagskrá næstu viku Laugardag 7. febr: 19.40 Barnasögur Guðj. Guðjónss. 20 Fýskukensla II. fl. 20.20 Söngur Ben. Elfar 20,35 Erindi Guðm. Finnbogas. 21.20 Danslög til háttatíma

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.