Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.01.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 31.01.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 31. jan. 1931 9. tbl. Símfregnir frá Rvík, Togarinn sem slapp. 26. jan: „Castoria", enski togar- inn sem strauk með 2 menn af „Ægir" á dögunum,' kom til Pat- reksfjarðar í gær. Málið í rann- sókn. 27. jan: „Castoria" fjekk 1200 kr. sekt fyrir mótþróa við „Ægir" og fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæra. Stjórnarskiftin í Frakklandi. 26. jan: Briand hefir verið falið að mynda stjórn, en hann neitað því. 27. jan: Piene Laval hefir mynd- að stjórn. Briand er utanríkisráð- herra og Tardie landbúnaðarráð- herra. Frá Spáni. 26. jan: Hernaðarástandinu á Spáni er afljett. 29. jan: Stjórnarandítæðingarnir á Sp^ni hafa í hótunum að taka ekki þátt í kosningunum 1. inars. Aflasala. 27. jan: Pórólfur 1176, Hannes ráðherra 1566 stpd. Húsbruni. 29. jan: A miðvikudagsmorgun- inn kviknaði í íbúð Kristmundar verslunarstjóra yfir sölubúð Versl- unarfjelags Hrútfirðinga á Borðeyri. Fólk bjargaðist nauðlega. Innan- stokksmunir voru dvátrygðir og björguðust ekki. ' Borðeyringar og Goðafossmenn gengu vasklega fram við að siökkva. — I morgun brann vöruskúr skamt frá búðinni, sem neisti hefir líklega hrokkið í frá bálinu, bó ekki kviknaði þar eldur fyrri. —i A þriðjudaginn var ofsa- veður á Borðeyri, og lá við að Goðafoss ræki á land, Frá Englandi. 29. jan: í gærkveldi var beðið með mikilli eftirvæntingu í Eng. landi eftir úrslitum um atkvæðagr. um lög um vinnudeilur, og var jafnvel búist við stjórnarfalli. En stjórnin vann með 277 atkv. gegn 250. Deila í Mentaskóianum. 30. jan. Nemendur Mentaskólans í Rvík hafa ákveðið verkfall á laug- ardag og mánudag út af ágreiningi sem orðið hefur milli kennara skól- ans nemendanna. Upphaflega var deiluefnið lítilfjörlegur ágreiningur um stílagerð í frakknesku. Guíuskipið ,,Ulv" strandar á Þaralátursskerjum, 21 manns farast. Fisktökuskip Kveldúlfs, „Ulv" kom hingað frá Akureyri aðfaranótt mánudagsins 19. þ. m. og tók hjer um 5000 pakka af fiski. Hjeðan fór skipið kl. 7 á þriðjudagsmorgun 20. þ. m. áleiðis til Rvíkur, en átti að að koma við á Súgundafirði og'taka þar nokkuð af fiski til viðbótar. Pegar skipið fór hjeðan var kyrt veður en nokkuð þungur sjór af norðaustri og loftvog fallandi. Er á dagi/in leið 'fór sjór vaxandi, en veð- ur mátti heita kyrt til kvölds. en þá byrjaði snjókoma með stormi er brátt snerist upp í reglulega norð- austan stórhríð með 4—6 stiga frosti. „Goðafoss" sem þá var hjer á vest- urleið, lá hjer veðurteptur í 3 sól- arhringa. Pegar veðrinu slotaði og skipið kom hvergi fram, fóru menn að óttast um afdrif þess. Ef alt hefði gengið vel fyrir skipinu, hefði það átt að vera við Horn um kl. 7—8 á þriðjudagskvöld, því frá Siglunesi að Horni eru 86 sjómílur. Og i norðaustan sjó og vindi hefði skip- inu átt að vera borgið úr því kom- ið var fyrir Horn. Laust eftir helgina var farið að leita skipsins, fyrst fyrir Vesturlandi, en er það ekki fanst þar, var leitað á Húnaflóa og meðfram Ströndum. I útvarpsfrjett í gærkvöld og fyrrakvöld segir að varðskipið Ægir hafi sent bát í land á Reykjarfirði hinum nyrðri á Slröndum, og þar Innilegasta hj'artans þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar heittelskuðu dótt- ur og systur Kristínar Blöndal. Foreldrar og systhyni. ManaMMBHBHnMi hafi þeim verið skýrt svo frá, að 22. þ. m. að morgni hafi byrjað að reka úr skipinu „Ulv" frá Hauga- sundi, sem muni hafa strandað á Paralátursskerjum. Hildýpi er fram- an við sker þessi og á milli þeirra, enda sjest nú ekkert til skipsins. Pað mun þvi enginn vafi vera á því lengur, að þarna hafi skipið farist og menti allir sem á því voru. Hversvegna lendir skipið þarna, svona langt úr siglingaleið? Pví er ekki gott að svara. En hugsan- legt er að sjór o* straumur hafi borið það þetta út af siglingaleið, og land ekki sjeðst vegna snjókom- unnar. Hitt er þö öllu sennilegra, að alvarleg bilun hafi komið að skipinu, svo sem á vjel eða stýris- útbúnaði, og það síðan rekið þarna upp. E.s. „Ulv" var úr stáli, bygður í Oslo 1902, 1471 brutto smál. að stærð með 707 hk. gufuvjel. Skipið hafði 16 manna áhöfn og hjet skip- stjórinn J. O. Lange, 36 ára gamall og var talinn mjög gætinn sjómað- ur. Kona skipstjórans, 28 ára gömul, dóttir skipseigandans, Kvilhaug í Álasundi, var með skipinu þessa ferð. Frá Akureyri var einn farþegi, Aage Larsen, 21 árs að aldri. Hjeðan voru tveir farþegar: Hregg- viður Porsteinsson kaupm. 50 ára gamall og Jón Kristjánsson sjómað- ur 27 ára gamall. Auk þess var með skipinu um- boðsmaður Kveldúlfs Ólafur Guð- mundsson skipstj'dri. Voru þannig als 21 manns á skipinu. Ekkert lík hafði rekið er síðast frjettist.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.