Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.02.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 07.02.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Hvað vantar bæinn okkar? i. Hann vaníar lögboðna ræstingardaga. Ekki als fvrir löngu heyrði jeg á tal nokkurra af hinum yngri for- eldrum þessa bæjar. Gekk samtalið út á það, hvað hægt værí að gera til þess að bærinn yrði dálítið þrifa- . legri, hreinni og meira aðlaðandi fyrir ókunnuga. heldur en raun hef- ir á orðið, sjerstaklega að sumrinu þegar útlendir og innlendir menn eru hjer dagiegir gestir í tuga tali. Rað mun ekki ofsagt, þó því sje haldið fram, að hingað tii hafi lítið verið gert í því efni, að gera bæ- inn nokkurn veginn þolanlega útlít- andi bæði að einu og öðru ieyti; gera hann þannig, að við þyrftum ekki að skammast okkar fyrir að vera fæddir hjer og iqppaldir. Til þess að bæta að nokkru úr þessn, dettur mjer í hug að benda á þá leið, að hjer yrði lögboðinn einn dagur að vorinu, þar sem allir húsa- og lóðaeigendur væri strang- lega skyldaðir til að hreinsa lóðir sínar vel og rækilega undan vetr- inum. — Pessa fastákveðnu hreins- unardaga væri gott að haía fleiri, t. d. 3—4 á ári, en einn væri betri en enginn. — A eftir hverjum lireinsunardegi ætti svo þar til kjör- in nefnd að ganga um bæinn og athuga hvert nokkur hafi vanrækt skyldur sínar í þessu efni. Og þeir sem kynnu að finnast sekir ættu fyrst og fremst að fá einhverja dá- litla sekt, og svo ætti bærinn að láta hreinsa viðkomandi lóðir á kostnað eigendanna. Pað skal fúslega \iðurkent, að hjer eru margir húseigendur, sem hafa fullkominn þrifnað á lóðum sínum og kringnm hús sín, en því verður samt ekki neitað, að alt of víða er þessu mjög svo ábótavant. Og eitt er víst. Ef allir væru einhuga um það að hafa bæinn okkar svo þrifalegan sem kostur er á og vildu eitthvað ieggja á sig í því efni, þá yrði kostnaðurinn við það mjög hverfandi. En ávinn- ingurinn yrði mikill. Við stæðum einu spori framar á menningar- brautinni og bærinn fengi brosmild- ari svip í augum gesta vorra. Vilja ekki rjettir aðiljar taka þetta mál til athugunar? Borgari. TIL K YNNING frá Fjelagi vjelbáta útgerðarmanna á Sigluf. 1. Um ráðningskjör formanna, vjelstjóra og línustúlkna 1931: Formenn: Kjör formanns skulu vera 1-J- hlutur með sama frádragi og í núgildandi hlutakjörum háseta. Vjelstjórar: Kjör vjelstjóra skulu vera 1] idutur með sama frádragi og í núgildandi hlutakjörum háseta. Línustúlkur: Kjör línustúlkna skulu vera kr. 150.00 um mánuðinn og ekkert frítt og bcr skylda til að vinna að útgerð bátsins á hvaða tíma sem er, 2. Um ákvæðisvinnu: Beiting: Fyrir að beita stokkinri kr. 0.25. Upppstokkun: Fyrir að stokka upp stokkinn kr. 0.30 Áhnýting: Fyrir að hnýta á 100 öngla kr. 0,30. Siglufirði 31. jan. 1931. Stjórn Fjelags vjelbáta útgerðarmanna á Siglufirði: Sv. Hjartarson, Jón Gíslason Bergur Guðnwndssoti. (fjehirðir) (formaður) (ritari). Hf. Eimskipafjelag Islands A Ð A L F U N D U R Aðalfundur Hlutafjelagsins Eimskipafjelags Islands verður haldinn í kaupþingssalnum i húsi fjelagsins í Reykjavík, laugar- daginn 27. júní 1931 og hefst kl. 1 e. h. -v 1. Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá. starfstilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1930 og efna- hagsreikning með athugasemdum enduiskoðanda. 2. Tekin ákvörðun um tillögu stjórnarinnar um skiftingu árs- arðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn fjelagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt fjelagslögunttm. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðenda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu fjelagsins í Reykjavik, dagana 25. og 26. júní n. k. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð, til þess að sækja fundinn, á aðalskrifstofu fjelagsins í Reykjavík. Stjórnin. P E R U R allar stærðir ÍBÚÐ er til leigu nú þegar í Túngötu 20. Nánari upplýs- ÁSGEIR BJARNASON ingar í síma 81 og 85.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.