Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.02.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 07.02.1931, Blaðsíða 1
^i***: :Síftí;^^ IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 7. febrúar 1931 10. tbl. Helgi Kjartansson símritari andaðist að heimili sínu hjer í bænum, 5. þ. m. úr berklaveiki. Hann var aðeins 24. ára gamall og hinn mannvænlegasti maður. Símfregnir frá Rvík, Mentaskóladeilan. 3. febr.: Prír fundir hafa verið haldnir út af deilunni í Mentaskól- anum, einn meðal nemenda, annar meðal háskólastddenta, þriðji meðal aðstanidenda nemendanna. Á fundi aðstandendanna varsamþykt að gera ekki tilraun til að rjúfa samtök nem- endanna að svo stöddu, en kosin fimm manna nefnd til þess að leita samkomulags við skólastjörnina. í nefndina voru kosnir Gustav Sveins- son, Jakob Möller, Jón Baldvinsson Sig. Eggertz og Porkell Porkelsson veðurfræðingur. 4. febr.: Sættir eru komnar á í Mentaskólanum. Hafa nemendur lofað að beita ekki samtökum gegn kenslu eða reglugerð skólans nema þeir verði órjetti beittir. Og þar sem kennarafundur áleit fjarstæðu að kennarar beiti nemendur órjetti, en brjef nemenda að öðru leyti fullnægi settum skilyrðum, ákvað kennarafundur að telja málið út- kljáð. Armannsglíman. 3. febr. Sigurður Thorarensen vann Armannsskjöldinn. Jarðskjálftar. 4. febr.: Feikna miklir Iandsskjálft- ar í Nýja-Sjálandi á þriðjudags- morgun, stóðu yfir í tvær stundir. Borgirnar Napier og Gisborne eyði- lögðust að kalla og að minsta kosti 150 manns hafa farist. 5. febr.: Talið er að 300 manns hafi farist í jarðskjálftunum. Hrær- ingar halda áfram. Frá Spáni. 4. febr,: Frá Madríd er símað að undirskrift konungs undir saman- köllun þingsins sje frestað og því borið við, að konungur verði að fara til Lundúna vegna veikinda drotningarinnar. Atvinnúleysið í Englandi. 4. febr.: Pann 26. jan, var tala atvinnulausra manna í Englandi 2.392.065, eða 15,756 minna en vikuna á undan en 1.101.131 meira en á sama tíma í fyrra, Aflasalan. 4. febr.: Júpiter 1701, Venus 2000 Valpole 1730, Geir 830 Ólafur 722, Rán 1344, Skallagrímur 1024 'sípd. Vaxtalækkun. 5. febr.: Ríkisbankinn í Stockholm hefir lækkað forvexti niður í \\ prc. hafii forvextir aldrei verið lægri það sem af er þessari öld. Búnaðarþingið. 5. febr.: Búnaðarþingið var sett í dag. Frá Englandi, 5. febr.: Nokkrar eftirtektaverð- ar kosningar standa yfir þessa daga í Englandi. 6. febr.: Aukakosning í East Toxteth Liverpool fór þannig, að íhaldsmenn fengu 17,040 atkv. en jafnaðarmenn 5,550. Umframatkv. íhaldsmanna eru því 11,490. Kjör á línuveiðurum. 6. febr.: Sáttasemjari ríkisins hefir haldið marga fundi með samninga- nefndum sjómannafjelagsins og línu' bátaeigenda. Á fundi í gærkvöldi slitnaði upp úr öllum samningum. Atvinnubætur í Rvík. 6. febr.: Bæjarstjórn Rvíkur hefir safnað skýrslu um atvinnuleysið í bænum og hafa 324 menn gefið sig fram. Af þeim hafa 63 þegar fengið atvinnu og hafa þeir fyrir 234 börnum að sjá. Innilega þökkum við öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Geirlagar Guð- mundsdóttir. Hólmfríður Sigurgeirsdóttir. Páll Jónsson. Alfa Pálsdóttir.________ Utvarpið næstu viku. Alla daga vikunnar: 19.25 Hljómleikar 19.30 Veðurfregnir 21 Frjettir Pess utan það er hjer segir: Sunnudag 8. febr. 16,30 Pálmi Hannesson: Barnasögur 17 Messa í Dómk. K. Arngr. Húsav. 19,40 Svanh. Þors»einsd. Uppl. 20.10 Söngur Garðar Þorsteinsson 20,30 Guðm. Finnb. íslendingar og dýrin 20.50 Ýmislegt 21.20 Hljóðfaeraleikur Mánudag 9. febr: 19,40 Gísli Jónsson Barnasögur 19,50 Hljómleikar. 20. Enskukensla 1. flokkur 20,20 Kjartan Ólafsson Kvœðalög 20.30 Alexander Jóha«nss. Flugmál ísl. 21,20 Hljómleikar Priðjudag 10. febr: 19.40 Magnús Árnason Uppleitur 20. Þýskukensla. 1. flokkur 20.20 Hljómleikar 21.20 &ig. Nordal Upplestur Miðvikudag 11. febr: 19,40 Aðalsteinn Eiríksson Barnasögur 20, Enskukensla 1. flokkur 20,20 Hljómleikar 20,30 Sig. E. Yfirl. heimsviðburðanna 21,50 Guðrún Árnad. Einsöngur Fimtudag 12. febr: 19,40 Hallgr. Jónss. Barnasögur 20. Þýskukensla 1. flokkar 20.20 Hljómleikar 20,35 Jón Eyþórss. Þœttir úr veðurfr. 21,20 Karlakór Reykjavíkur Föstudag 13. febr: 19,40 Vi'lhj. Þ. Gíslason Uppl. 20, Enskukensla II. Hokkur 20,20 Hljómleikar 21.20 Sig. Skúlason Um galdra 21,40 Dagskrá næstu viku Laugardag 14. febr: 13. Þingsetning. 1 9.40 ¦ Theódóra Thoroddsen Barnasögur 20 Þýskukensla II. fl. 20,20 Hljómleikar 20,30 Páll E. Óla. Jón Sig. á Alþ, 1865 21,20 Danslög til háltatíma

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.