Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.03.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 21.03.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Kirkjumálið enn. Formaður sóknarnefndar, hr. S. A. Blöndal, skrifar langa grein í síðasta tölublað Siglfirðings og þyk- ist vera að gera grein fyrir gjörðum nefndarinnar i kirkjubyggingarmál- ínu, en segir þar auðvitað ekki neitt sem allur bærinn ekki vissi áður, enda hefði hann aldrei lagt í slíka greinargerð, hefði jeg ekki gefið honum tilefni til þess. En hvað segir svo formaðurinn? Hann stað- festir alla mína frásögn um aðal- gang málsins og endar svo með persónulegum dylgjum um mig sem jeg mun víkja nánar að síðar. Útboð kirkjunnar var þannig, að gera átti tilboð um að skaffa kirkj- una að öllu leyti tilbúna, að undan- skildri lóð, útgreftri, hurðum og giuggum, sem sóknarnefnd ætlaði að leggja til, kirkjubyggjanda að kostnaðarlausu. Að öðru leyti átti að fullgera kirkjuna undir málningu innan og utan. I3að er rjettilega framtekið hjá formanni, að útboðið gerði ráð fyr- ir tvennskonar þakhellum, og var þá í lófa lagið fyrir nefndina að á- kveða ög tiltaka það í samningnum, hvora tegundina hún heldur vildi. Verðmunur er heldur ekki tilfinn- anlegur, því sama er flutningsgjald- ið á báðum tegundunum, og er það meiri hluti verðsins. A þakhellun- um hefir það því varla getað byggst að nefndin snjeri sjer til Einars og Jóns. Og ekki tók Jens neitt fram um þessar þakhellur; þó fanst nefnd- inni hans tilboð helst geta komið til greina. Mjer fanst ekkert óeðlilegt þó nefndin, eftir að hafa fengið tilboðið frá Jens, færi að íhuga hve mikið þyrfti af sandi, möl og grjóti, úr því hún ekki var búin að gera sjer grein fyrir því áður en hún bauð verkið út, sem þó hefði verið miklu eðli- legra. Um áætlanir þær á efni þessu sem formaður birtir í grein sinni, ætla jeg ekkert að segja, það eru liðir sem ekkert koma þessu máli lengur við, en sanna sig sjálfir á sínum tíma. Pegar hjer er komið sögunni hjá formanninum, hefir nefndin tekið þá ákvörðun, að hafna öllum tilboð- unum sem bygð voru á útboðslýs- ingunni, en snýr sjer til byggingar- meistara Jens Eyólfssonar í Rvík og fer að makka við hann án nýs útboðs í von um að koma kirkj- unni upp án þess að fara fram úr því umboði, sem nefndin hafði frá söfnuðinum. A safnaðarf. hjer 33. apríl s.l. er samþykt tillaga frá hr. Pormóði Ey- ólfssyni, sem heimilar sóknarnefnd að byrja á kirkjunni á næsta vori, fari kostnað'urinn akki fram úr eitt hundrað frúsund krónum og að fengnu 25 þúsund króna láni úr sameinuð- um kirkjubyggingarsjóði. Nú veit það allur bærinn og miklu fleiri, að kirkjan kostar mikið á annað hundr- að þúsund kr. og lánið er lík« ó- fengið, svo útkoman verður sú, að allur bærinn veit að sóknarnefndar- formaðurinn, hr. Sophus Auðunn Blöndal og meðnefndarmenn hans, eru hjer að vaða ’út í það sem þeir hafa ekkert umboð til frá söfnuð- inum. Formaðurinn viðurkennir það sem jeg sagði, að nefndin hafi haldið Jens Eyólfssyni á „snakki“ þangað til seint í janúar. „Hvað var þá til ráða?“ segir Sophus. Pá var ein- mitt sjálfsagt að bjóða bygginguna út aftur. Ur því nefndin hafði á- kveðið að breyta um útboðsgrund- völl og leggja nú sjálf til ísl. efnið, þá var byggingin komin í alt ann- að horf en áður og nýtt útboð sjálf- sagt. Atvinnubæturnar rýrnuðu ekk- ert við það, þó einum mánuði hefði verið eitt til útboðs og ákvörðunar, því hægt var að byrja strax á út- vegun ísl. efnisins. Og jafnvel þó varið hefði verið 40 dögum til út- boðsins, þá hefði verið hægt aðgera samning um sjálfa bygginguna eftir nýju útboði jafn snemma og samn- ingurinn var gerður við þá Jón og Einar, eða 28. f. m. Hjer virðist því hafa legið annað á bak við, það, að Einar og Jón og enginn annar skyldi fá bygging- una. En afhverju? Pað veit enginn. Háttvirtur forinaður segir: „Eins og tilboðin sem birt eru hjer bera með sjer, virðist ekki koma til greina að snúa sjer til annara eu Jóns og Einars, ef von ætti að vera til þess, að verð kirkjunnar .gæti þokastnið- ur undir það sem Jens hafði boðið. Peirra tilboð var, og hafði altaf í augum nefndarinnar verið það næst aðgengilegasta“. Næsta tilboð segir hann að hafi verið kr. 7000 hærra. Petta er nú eins og allir sjá fálm út í loftið hjá Blöndal, eins og svo margt annað í grein hans, og hjer getur hann ekki einu sinni farið rjett með tölur. (Einar og Jón kr. 107.000, Byggingarfjelag Síglufjarðar kr. 115.000. Mismunur kr. 8000 en ekki sjö þúsund). Alt er þetta handa þvottur hjá Blöndal. Hann hefir einhverra hluta vegna ekki sjeð okk- ur þessa smáu Siglfirðinga, og þess vegna hefirekki veriðum aðra að gera, en fyrst Jens Eyólfsson og næst Ein- ar og Jón. Jeg fyrir mitt leyti furða mig nú ekkert á því, þójafn mikill maður sem S. A. Blöndal er, sjái ekki þessi smámenni, sem hjer áttu hlut að máli. Framh. Pjetur Bóasson. Seki og áminningu fjekk bifreiðastjóri einn í Berlín, fyrir að aku þannig um götur borgarinnar, að leirgusur slettust á fólk á gangstjetlinni. oo Náttúrufræðingurinn heitir nýtt rit sem þeir Guðm. Bárðarson og Arni Friðriksson gefa út. í því birtast smágreinar við alþýðu- hæfi um ýms efni í dýrafræði, grasafræði, jarðfræði, landafræði. eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði, og öðrum greinum náttúru- fræðinnar. oo * Árið 1930 druknuðu 72 menn hjer við land, þar af 16 útlendingar. Af þeim 56 innlendu mönnum, setn drúknuðu, fórust 18 með „Apríl", 20 menn fórust af jvjelbátum stærri og minni, 3 menn tók út af togara, 1 fjell útbyrðis af verslunarskipi. 4 fjellu út af bryggju, 2 druknuðu í vötnum, 6 fórust af róðrarbátum og 2 við bað. oo Ur Dýrafirði er skrifað: Verklýðsfjelagið á Þingeyri feldi tillögu um að mótmæla brottrekstri Ásgeirs Bl. Magnússonal úr Mentaskóla Akureyrar. Ásgeir á hjer heima «g hjer búa foreldrar hans, heiðurs og sæmdarhjón, sem liðið hafa mikið út sf þessu máli. Mönnum hjer leiðist hvernig Einar Olgeirsson og fieiri snáðar hafa for- skrúfað þennan efnilega ungling. oo Nýlega var blaðið „Polonia" t Katto- witz geft úpptækt og er það Í 210sinni setn það blað er gert upptækt. I oo Fyrir nokkru tók gift kona, 4 barna naoð- ir, þátt í þolsundib' Ástralíu. Fyrstu verð- laun voru 6000 kr. og önnur verðlaun 2000 kr. Maður konu þessarar hafði verið at- vinnulaus lengi og var heimili þeirra orðtð bjargarlaust. Hugkvæmdist konunni þá að reyna að ná í verðlaunin til bjargar heim- ilinu. Er hún gafst upp hafði hún synt tæpa 48 tíma og fjekk önnur verðlaun. Fyrsto verðlaun fjekk fræg sundkona, sem hjelt út 23 mín. lehgur. — En er hún frjetti um ástæður giftu konunnar, jafnaði hún verð- laununum á milli þeirra. oo í London voru nýgift hjón að berjast fyrir lífinu. Kom þeim saman um það, að hann færi til Ástralíu til atvinnuleitar, en að hún rjeðist sem þjónustustúlka á vcit- ingahús á meðan. — Leið svo og beið og maðurinn var vinnumaður í Ástralíu en konan afgreiddi á hótelinu. — En alt t einu fær hann þá fregn, að hann hafi erft fjarskyldan vellríkan baron. Meðal eign- anna var stór höll t London og margar stórjarðir víðsvegar í Englandi. Og auk auðæfanna varð afgreiðslustúlkan barónsfrú og vinnumaöurinn baron, mcð rjetti til setn í lávarðadeild þingsins. —

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.