Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.04.1931, Side 2

Siglfirðingur - 11.04.1931, Side 2
2 SIGLFIRÐINGUR Skíðamótið. Við höfðum boðið Skíðafjelagi Reykjavíkur, U. M. F. í Eyjafirði og hjer í grend að taka þátt í mót- inu. Einnig hafði mótið verið til- kynt i útvarpinu. Vegna æfingajleysis o. fl. fór það því miður svo, að engir aðkomu- menn komu til að keppa á mótinu svo Siglfirðingar urðu að keppa við sig sjálfa. Mótið hófst föstud. 27. f. mán. Undanfarna daga hafði verið versta veður, en á föstud.morgun vöknuðu menn við það að sólin .skein inn um gluggann og þutu þá allir áhuga- menn í ofboði á fætur og sögðu við þann sem þeir hittu fyrst, „nú verð- ur mótið í dag“! Kl. að ganga 1 var Suðurgatan öll orðin full af fólki og hjelst sá straumur frameftir til kl. 1 þá var komið um 1000 manns fram að Nautaskálarhólum, þar sem mótið hófst með stökki í I. fl. Veður var logn, sólskin og heið- skírt loft með 3 stiga frosti. Færið í skíðabrautinni var fremur gott, þó tafði nýji snjórinn dálítið renslið eftir að sólin fór að skína. Svo þeg- ar á daginn leið skánaði færið aft- ur og var ágætt eftir kl. 3. Pátttakendur í I. fl. voru 14. Fólk var afar spent yfir því hver af þeim 4 bestu, Jóhanni Rorfinnssyni, Jóni Stefánsöyni, Olafi Einarssyni eða Guðl. Gottskálkssyni mundi verða hlutskarpur. Hr. H. Torvö opnaði mótið og stökk 32 metra. Síðan kom hver af öðrum og set jeg hjer á eftir lengstu stökk 5 keppenda: Jóhann Porfinnsson 26,5 m. 28 m. Jón Stefánsson 25 m. 27 m. Jón Sigurðsson 22 m. 25,5m. Ottó Jóakimsson 22,5 m. 26,5m. Guðl. Gottskálksson 21,5 m. 23,5m. I þetta sinn voru þeir Olafur Ein- arsson og Meyvant Meyvantsson sjerstaklega óheppnir. Stökkin voru skíðamönnunum yf- irleitt til sóma, enda gerður góður rómur að afrekum þeirra. Staðan var góð þegar tekið er tyiit til þess hve sumir keppendur voru á vondum skíðum og með slæma bindinga. Byltur voru 7 af 28 stökkum. Strax að loknu stökki hjá 1. fl. hófst stökk í II. fl. Keppendur 18. Skíðabrautin var spölkorn sunnan við I. fl. brautina. Undanfarna daga hafði verið rigning svo loftkastið hafði að mestu bráðnað niður. Var síðan bygt upp rjett fyrir mótið en lítið reynt. Pegar í fyrri umferð mátti sjá það, að keppendur komust fæstir tiœgilega laugt til þess að fall- ið er niður kom ekki yrði of hart. Peír duttú þvi flestir þegar niður kom. Alment bjuggjust menn við að þeir Björn Olafsson, Jóhannes Jónsson, Jón Einarsson, Kári Sum- arliðason og Oskar Sveinsson kæmu til með að eigast við um 1. verð- laun. Svo fór þó eigi. Hepnin var ekki með þeim ,í þetta.sinn. Úrslit flokksins urðu þessi: Ketill Ólafsson 13 m. 13 m. Björn Ólafsson 15 m. ÓIi Fersæth 12 m. Kristján Porkellsson 12 m. Eftir að stökki í þessum flokki var lokið hófst sljett brekka fyrir stúlkur i hliðinni rjett fyrir sunnan og ofan Nautaskálarhólana. ICeppendur voru 19. Færð í brekkunni var laus nýr snjór með hjarnblettum á stöku stað. Pað var því erfitt að standa brekk- una til enda — ca. 350 m. — enda fóru leikar svo að fiestar duttu eftir að þær höfðu komist 100—200 m. Aðeins ein, Kristin Aðalbjörns- dóttir, 11 ára, kornst alla leið. Nú var kl. orðin hálf fjögur. Móti dagsins var lokið og höfðu menn skemt sjer ágætlega. Unaðsleg sjón var að sjá mannfjöldann í sólskin- inu ganga í .endalausri skrúðgöngu undir 14 fánum .sem sómdu sjer svo prýðilega við mjallhvítan snjó- inn og unaðslega umhorfið í veður- bliðu dagsins. Menn hlökkuðu til næsta dags. Laugard. 28. mars rann upp með sama veðri og'föstud. og hjelst það allan daginn. Mótið byrjaði með stökki í III. fl. Pátttakendur 25. Pað var sönn ánægja að sjá snáðana hve þeir voru djarfir og liðlegir íþrótta- menn. Úrslitiu urðu þannig hjá 5 þeim bestu: Jón Porsteinsson 7,5 m. 7 m. Eðvarð F'ersæth 7,5 m. 6,5 m. Asgrímur Stefánsson 5,5 m. 5,5 m. Jónas Asgeirsson 7 m. 7 m. Daniel Bjarnason 7 m. 7 m, Að loknu stökki drengjanna fór fram stölck kvenna á sama stað. Pátttakendur 13. Eftir aldri og æf- ingu stóðu þær sig yfirleitt vel. Úr- slítin urðu þessi: Unnur Möller 5 m. 5,5 m. Nanna Pormóðs 7 m. Fjóla Steinsdóttir 6 m. Kristin Aðalbjörnssd. 6 m. Sigríður — 5 m. Að loknu kvennastökkinu hófst 10 Skóverkstæðið i Túngötu 10 er til leigu frá 1. maí til hausts og lengur ef um semur. Jón G. Isfjörð. km. kappganga. Keppendur 9. Far- ið var af stað á Hafnarhæðinni og komið úr göngunni inn á sama stað. Norðmenn hafa það sem þeir kalla „Kombinert-renn“. Pað er 17 km. ganga og stökk. Fyrir samanlögð af- rek i þessu tvennu veita þeir „Konge- pokalen" og eru það viðurkend bestu verðlaun á kappmótum sem hægt er að fá sem afreksmaður á skíðum. Til þess að fá hjer ofurlitla byrj- un í þessu efni var ákveðið að veita 4 verðlaun auk „Konge- pokalen“ fyrir samanlögð bestu af- rek í stökki i I. fl. og 10 km. göng’u. Pað er rjctt að geta þess að í III. fi: voru drengir yngri en 12 ára, í II. fl. voru drengir 12—15 ára, í I. fl. voru piltar eldri en 15 ára. Menn voru mjög spentir fyrir því hvernig gangan mundi fara. P'lestir bjuggust víst við að Jóhann Porfinnsson mundi verða sigurveg- ari þar eð hann skaraði mjög fram úr í stökki. Klukkutíminn sem kepp- endur voru á leiðinni var óvenju fljótur að líða fyrir áhorfendur, því allan tímann tók fjöldinn "ekki aug- un af íþróttamönnunum. Fyr en varði var Guðlaugur Gottskálksson kom- inn að markinu, eftir 48 58 sek. Næstir voru: mín. og Meyvant Meyvantsson 50,17 Jóhann Porfinnsson 53,16 Jón Stefánsson 53,31 Jón Sigurðsson 54,55 Pegar farið var að leggj a saman bestu afrek í stökki og göngu í I. flokki urðu þessir hlutskarpastir: Guðl. Gottskálksson 297,5 stig. Jóhann Porfinnsson 296, — Jón Stcfánsson 293,5 — Jón Sigurðsson 280, — Otto Jóakimsson 268,5 — Ura kvöldið útbýtti jeg verðlaun- um i Bíó, og flutti um leið erindi um þróun skíðaíþróttarinnar, kosti hennar og nauðsyn fyrir þjóðfje- lagið frá heilbrigðislegu sjónarmiði. Öllum sem studdu að því að mót þetta tókst eins vel og raun varð á þakka jeg kærlega fyrir sína góðu hjálp. f. h. Skíðafjelags Siglufjarðar, Guðm. Skurphjeðinsson.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.