Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.06.1931, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 06.06.1931, Qupperneq 1
Kosningarnar 12. júní. Kosningarrjetturinn er dýrmætasti rjetlur mannanna. Með honum er mönnum fengin í hendur æðstu yf- irráð lands og þjóðar. Pað er þess- vegna eitthvert ábyrgðarmesta verk einstaklinganna, að ganga að kjör- borðinu og ákveða forlög þjóðar- innar. En kosningarjetturinn er ekki aðeins ábyrgðarmikið og voldugt afl í höndum kjósendanna, hann er ennfremur og miklu frekar þegn- skylda, sem svo mikil ábyrgð fylgir að skjóta sér undan, að enginn góð- ur borgari ætti að geta verið þekt- ir fyrir að láta þá skömm um sig spyrjast. A kjördegi eru öll landsins börn, sem náð hafa ákveðnum aldri, köll- uð á kjörfund til þess að greiða at- kvæði um framlíð þjóðarinnar — framtíð mína og framtíð þína. — Kölluð til að dæma um það, hvort landi voru og þjóð hafi verið stjórn- að svo, að viðunandi sje, eða hvort setja skuli aðra til þess starfa. I þeim dómi eiga allir kjósendur að taka þátt. Að sitja heima á kjördegi er ekki minni smán í augum al- þjóðar nú á dögum, en það þótti í gamla daga, að bregðast loforði sínu. Pað eru til margskonar dómar. Allir dómar eru ábyrgðarmiklir, á þeim veltur að jafnaði velferð eins eða fleiri manna að einhverju Ieyii. Pað mur.di þykja ámælisvert athæfi ef tilkvaddur dómari skoraðist und- an að gera skyldu sína. Við kosn- irigar eru kjósendurnir hinir til- kvöddu dómarar um stjórnarfar landsins. Á dómi kjósendanna vell- ur ekki aðeins velferð einstakra stjórnmálamanna, heldur allra latids- manna. Á kjördegi taka kjósendurn- ir öll ráðin í sínar hendur. Pá á- kveða þeir hvaða stefna skuli upp tekin og hverri kastað fyrir borð. Pað veltur því á miklu hvernig kosið er. ' Pá ber h verjum þeim kjósanda, sem vill þjóð sinni reglulega vel, að athuga grandgæfilega hverja beyi að kjósa í hvert sinn. Er þá fyrst að gera sjer ljóst, hvernig þeir menn hafa reynst, er með stjórn landsins hafa farið þá um sinn. Nú er ástandið þannig, að nú er þjóðin almennt óánægðari með for- ráðamennina en nokkru sinni áður. Nú er því meiri ástæða en nokkru sinni fyr til að velta valdhöfuuum og velja nýja forráðamenn. Efkjós- endurnir bera saman stjórn lands- ins á árunum 1924—1927 og svo aftur á árunum 1927 —1930, þá er ekki hægt hjá því að komast, að veita því athygli, hversu langsamlega landinu vargætilegar og betur stjórn- að á fyrra tímabilinu, þrátt fyrir það að á því síðara voru miklu meiri góðæri bæði til lands og sjátar. Ef vel á að fara fyrir þjóðinni okkar — og það viljum við eflaust öll — þá verðum við að taka upp söniu stjórnmálastefnu eins og 1924—1927. þar sem jöfnum höndum er lögð á- hersla á að lækka skuldirnar og vinna að framförum til sjáfar og sveita. Til þess að stjórna landinu á þess- um grundvelli, er ekki nema um eina stjórnmálastefnu að ræða, stefnu Sjálfstæðisflokksins. — Sjálfstæðis- flokkurinn er sá sjórnmálaflokkur sem saman stendur af nýtustu son- um þjóðarinnar, þeim mönnum, sem sýnt hafa það í verkum sínum að þeim er best treystandi til að fara svo með stjórn landsins, að til varanlegrar velferðar verði þjóðinni í heild og hverjum einstaklingi. Enda fer nú fylgi þessarar stjórn* málastefnu hraðvaxandi, þrátt fyrir að mikið er gert af hálfu hinna þriggja flokkaanna, til þess að villa þjóðinni sýn í sljórnmálunum. Siglfirskir kjósendur, menn og konur! Nú eru örlög þjóðarinnar lögð í hendur yðar. Nú ber yður að nota svo atkvæðisrjettinn, að börn yðar og barnabörn hafi ekki ástæðu til að ásaka yður í gröfinni Ódýrastar Milliskyrtur 3,75 Sokkar 0,75 Treflar 3,50 Peysur brúnar 8,50 Alpahúfur 1,00 Vasaklútar 0,30 FATABÚÐINNI. fyrir það, að þið hafið slept góðu tækifæri til að búa vel i haginn fyr- ir þau. Gerið ykkur það ljóst, að með núverandi stjórnarfari er stefnt að því, að börn og barnabörn yðar standi straum af því, sem valdhafarn- ir eyða. Skuldirnar miklu og allir vextirnir eru lagðir á herðar kom- andi kynslóð, nema söðlað sje um í tíma og byrjað að rjelta við. Pað er hverju orði sannara, að nú er þjóð vor fjárhagslega illa sett, mikl- ar skuldir, háir vextir, lágt afurða- verð og lamað framtak einstakling- anna. En við megum ekki láta það hugleysi ásannast, að við ekki bor- um að hefjast handa til viðreisnar. Nú eigum við að sýna, að við viljum sjálf byrja á viðreisninni. Við eigum að sýna það nú við kosn- ingarnar, að við getum ekki verið þekt fyrir að arfleiða sonu vora og dætur að skuld hjer, skuld þar og skuld alstaðar, veðsetningarfjötrum, okurvöxtum, óreiðu á opinberu fje og gjörspiltu stjórnarfari. — Hrind- um öllu þessu af herðum vorum og arfleiðum börnin að öllu því besta, sem við eigum til. Kjósum nú þá menn eina á þing, sem treysta má að stjórni landinu með fullri athug- un á þörfum allrar þjóðarinnar, en ekki aðeins einstakra stjetta eða at- vinnuvega. Kjósum öll fulltrúaejni Sjdlfstœðismanna. Með því eina móti

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.