Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.07.1931, Side 1

Siglfirðingur - 11.07.1931, Side 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 11. júlí 1931 33. tbl. Síldarleit úr lofti. (Utvarpserindi.) Eftir dr. Alexander Jóhannsson: Erindi þvi sem hér fer á eptir, beini jeg einkum til síldveiðimanna. Eptir nokkra daga hefjast sildveið- ar og þareð einnig í sumar verður haldið uppi síldarleit úr flugvjel, er vert fyrir sjómenn að kynnast nið- urstöðum þeim, er fengist hafa á síðustu tveim sumrum um síldarleit úr lofti, og einnig þeim rannsókn- um, er ýmsir vísindamenn hafa gert um göngu síldar við ísland, lífskil- yrðum og háttum. Pað liggur í aug- um uppi, að þótt sumum síldveiði- mönnum-sje ýmislegt kunnugt um háttu síldarinnar af margra ára reynslu, er þó ætíð mikils virði að kynnast niðurstöðum vísindanna, þvi að vísindin eiga að vera grundvöll- ur skipulags atvinnuveganna og ekki er síður þörf á því í þessu landi en annarstaðar. Pegar litið er til þess, að útfluttar fiskafurðir nema um 50 til 60 mi!j. kr. árlega, má furða sig á því, að þjóðin skuli hafa ráð á því að eiga enga visindalega rann- sóknarstofu fyrir fiskiveiðar. Raunar eigum við því láni að fagna að eiga fræga vísindamenn á-þessu sviði og á jeg þar einkum við dr. Bjarna Sæ- mundssen, sem msð óþreytandi elju hefur unnið að fiskirannsóknum um margra áratugi, og nú hefur bæst við nýlega Árni Friðriksson meist- ari, sem hefur þegar gert merkar at- huganir um fiskigöngur og er lík- legur til að verða ágætur starfsmað- ur í þágu íslenskra fiskirannsókna. Nú er í ráði að lcoma upp mjög bráðlega vísindalegri rannsóknarstofu fyrir landbúnaðinn og gáfu Pjóð- verjar á Alþingishátíðinni í fyrra öll áhöld til þessara rannsókna. Pegar bygging verður reist til þessara rann- sókna, ætti að skipta henni í tvent, nota annan helminginn til landbún- aðarrannsókna, en hinn helminginn til fiskirannsókna og er þá sjálfsagt að fela fiskifræðingum vorum for- N Y K O M I Ð mikið úrval af BUXUM og BLÚSSUM á yngri börn úr besta efni og í öllum litum. Ullarvöruhúsið. stöðu þessara rannsókna. Um leið væri æskilegt að breyta stjórn og skipulagi Fiskiveiðafjelags Islands og fela fiskifræðingum vorum einnig stjórn þessa fjelags, því að visinda- legir sjerfræðingar eiga vitanlega að ráða þessum málum. Ætti þetta að verða krafa allra fiskimanna, að rannsóknarstofa sú, er bráðlega verð- ur reist fyrir atvinnuvegina samkv. lögum frá alþingi, nái einnig að jöfnu til fiskirannsókna og að for- staða þessarar deildar og eins Fiski- fjelag Islands verði fengin í hendur vísindamönnum þeim, er jeg hefi áður nefnt. Auk áðurnefndra fiskifræðinga vorra, er fengist hafa við síldarrann- sóknir, hafa nokkrir danskir vísinda- menn fengist við síldarrannsóknir hjer við land og eru þeir einkum þrýr, A. C. Johansen, P. Jespersen og Ove Paulsen, er allir hafa birt ítarlegar skýrslur um rannsóknir sín- ar í Meddelelser fra Komnissionen for Havundersögelser í Kaupmanna- höfn. Vísindamennirnir greina á milli vorgotsíldar, er hrygnir á vorin í mars og apríl í 5—6 stiga sjávar- hita og sumargotsíldar, er hrygnir síðari hluta sumars í júlí og ágúst í 8—9 stiga hita. Dr. Bjarni Sæmunds- son skýrir frá því í Andvara þessa árs í skýrslu sinni um fiskirannsókn- ir, að síld gjóti í sumar í Isafjarðar- djúpi og í fjörðum þess, að minsta kosti í hlýjum árum og nær því hrygningarsvæði sumargotsíldarinnar alla leið frá Gerpi sunnan megin lands til Rits og ef til vill norður að Straumnesi við Aðalvík. Pað er þó einkum vorgotsíldin, sem veidd er hér við land, þegar hún er búin að ná fullum þroska Ódýrastar Barna-kjólar u cc Barna-kot C/2 <J 'oA Barna-smekkir o- 0) c jsá Barna-leistar 0> E co Barna-gummibuxur Barna-sokkar FATABÚÐINNI. (5—12 ára gömul) og er talið, að vorgotsíldin hrygni alla leið frá Lóns- vik og vestur á Breiðafjörð. Seltan í sjónum og straumar ráða miklu um göngu síldar og þegar mest veið. ist af henni frá því í júnilok og fram i septemberbyrjun, fer síldin inn á firði og flóa til þess að afla sér fæðu og fita sig, en síldin lifir 'aðallega á tveim flokkum krabba- dýra, krabbaflóm og ljóskröbbum eða randátu og ljósátu, og finnast nálega 15 tegundir af randátu við ísland og nálega 8 tegundir ef ljós- átu, en auk þessa er til svonefnd brúnáta, svartáta, slímáta og glæ- áta, en svonefnd grænáta er skemd, sem kemur fram í síld undir viss- um kringumstæðum, einkum síðari hluta sumars. Grænátan kemurein- ungis fram, þegar augnsili er ísíld- inni. • Pareð göngur síldarinnar haga sér mjög eftir fæðu síldarinnar, væri mjög æskilegt að vita eitthvað um hreyfingar og lífsskilyrði rauðátunn- ar og einkum hvað verður um hana #

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.