Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.08.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 08.08.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Hafnarmál Siglufjarðar. Höfnin er verðmætasta eign bæjarins. Pessvegna verður að skipuleggja framtíðarfyrirkomulag hennar sem fyrst. Niðurl. Okkur er það öllum Ijóst, að við lifum, og munum framvegis lifa svo að segja eingöngu á gæðum þeim, sem hafið veitir. Af þessu leiðir aft- ur það, að okkur er afar áríðandi að muna — og muna vel — hversu dýrmæt eign höfnin er. Pað er að vísu svo, að nú eru erfiðir tímar, sem gera verðmæti hafnarinnar ekki eins auðsæ. En „skyn og skúrir skiftast á.“Ogbrátt mun draga úr þeirri kreppu, sem nú heltekur allar framkvæmdir. Og þá munu vakna nýjar vonir og nýtt áræði. Pá mun hefjast nýtt framtak, ný fyrirtæki og nýjar framfarir, sem meiri eða minni afnot þurfa góðrar og stórar hafnar. En þá þarf höfnin líka að hafa þau skil- yrði til að bera, að hún geti veitt auknum og bættum framförum nauð- synlegan stuðning. — En það getur hún því aðeins gert, að forráðamenn bæjarins sjeu svo fyrirhyggjusamir, að búa hana í tíma undir þetta sitt milsverða hlutverk í framförum kaup- staðarins. Pegar talað er um það, að h ö f n* i n eigi að vera einn aðalþátttakand- inn í framtíðarframförum bæjarins, þá vaknar fyrst hjá manni þessi spurning: Er höfnin vel sett eins og hún er nú? Er hún næg'lega stór? Er hún nægilega trygg til varnar lífi og eignum manna? Nei. Pað vantar mikið á að svo sje. Fyrir það fyrsta, þá er höfnin, eins Pg hún er, alt of lítil, og með alt of lítilli strandlengju. Nú þegar er hver nothæfur meter strandlengj- unnar í notkun og ekkert handa nýjum íbúum eða til nýrra starfs- sviða. Par að auki er höfnin als ekki frygg, þar sem hún er óvarin með öllu fyri ísum og brimi, þangað til komið er alveg inn fyrir eyrina. Einhverjir munu máske segja, að allur fjörðurinn sje ein höfn, og þá vanti ekki strandlengjuna. En því er að svara þannig, að öll austur- ströndin, frá og með Siglunesi og inn að og með Staðarhóli, er óbyggi- leg, nema að einhverju leyti yfir hásumarið. Sama er að segja um vesturströndina inn að Dr. Paul. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að hafa fastar framleiðslustöðvar bæði útí Bakka og yfir á Staðarhóli, en sú reynsla, sem þar hefir feng- ist, hefir orðið ærið dýrkeyft. Hún hefir fyrst og fremst kostað æði mörg mannslíf, og auk þessa nokk- uð á aðra miljón krónur. Og ár- angur þessara tilrauna þekkjum við öll, svo óþarft er að fjölyrða um hann. Að öllu þessu athuguðu, þá er ekki um það að villast, að fram- tíðarhöfn Siglufjarðar verður fyr- ir innan eyrina, — pollurinn og f j ar ð a r b o tn i n n innan við línu frá núverandi hafnarbryggm og yfir í Neðrí-Skútu. Framtið Siglufjarðar liggur til suðurs en ekki til norðurs. Hjer verður ekki farið út í það, hvernig nöfnin eigi að koma til með að líta út, hvar eigi að dýpka og hvar eigi að fylla upp og gera hafnarbakka. En hjer skal bent á þá leið, sem heppilegust virðistvera til að fá gott skipulag á þá höfn, sem um' aldir alda á að færa íbú- um Siglufjarðar gæði lífsins í ríkum mæli. I sumar — núna strax — ætti áð láta framkvæma rannsókn á botni fjarðarins, innan við Anleggið og alla leið inn hjá Kríuhólma, með því að bora niður í sandinn. Með þvi ættu að fást leiðbeiningar um það, hvar heppilegast væri að moka upp og gera höfn, og hvar að fylla upp og gera land. Par næst kæmi svo skipulagning- in; tillögurnar um það, hvernig höfn- in skuli vera. Væri þá sjálfsagt að bjóða það út til frjálsrar samkeppni og gréiða góð verðlaun fyrir 2—3 bestu tillögurnar. Pað mundi örfa menn til þess að taka á þvi sem þeir eiga til, og auk þess fengjust fleiri hugmyndir, heldur en ef ráð- inn yrði einn maður til þess. Svo þegar ákvörðun hefir verið tekin um framtíðar skipulag hafnar- innar, þá ætti að vera hægt að byrja á verkinu, þannig, að smátt og smátt sje unnið að því, eftir því sem kring- umstæður leyfa og tekjur hafnarinn- ar hrökkva til. Siglfirðingar ættu sjálfir að sem mestu' leyti að vinna verkið, með þvi móti kæmu tekjur hafnarsjóðs þeim að tvöföldum not- um. Höfuðatriðið er þetta: a. Slá þarf SIGLFIRÐINGUR kemur út á laugardögum. Kostar inn- anlands 4 kr. árgangur, minnst 52 tbl. 10 au. blaðið í lausasölu. Utan- lands 5 kr. árgangurinn. Auglýsinga- taxti: 1 kr. sentimeter dálksbreiddar. Afsláttur ef mikið «r auglýst. Útgefandi: Sjálfstœðismannafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðslum,: Friðb. Níelsson Pósthólf 118. Sími 13- LIFUR NÝJA O G GAMLA kaupi eg alt árið. O. TYNES. sem allra fyrst föstu, hvar og hvern- ig höfnin á að vera í framtíðinni, og b. Byrja strax að því loknu á verkinu og verja til þess tekjum hafnarinnar eftir því sem þær hrökkva til. I þessu sambandi verður ekki hjá því komist að benda á það, hve ó- vægilega hefir verið farið með hin- ar miklu tekjur hafnarsjóðs, þar sem hverri stórupphæðinni eftir aðra hefir verið varið til ýmisl. þess, sem ekki virðist koma hafnarmálunum neitt við. Ætli það hefði ekki verið nokkru hyggilegra, og í eðli sinu rjettara, að verja tekjunum beint i þágu hafnarinnar. Pað hefði vel mátt vera komið nokkuð 4 veg með stóra og góða framtíðarhöfn hjer fyrir innan eyrina, ef öllum tekj- unum hefði verið haldið til þess. Að öðrum kosti hefði mátt leggja þær á vöxtu og geyma þar til bygg- ing hafnarinnar byrjaði. Er hjermeð alvarlega skorað á þá menn, sem þessi mál hafa pú með höndum, að láta ekki lengur drag- ast að gera ákveðnar ráðstafanir í þessa átt. Drátturinn er þegar orð- inn óforsvaranlega langur, og sann- arlega kominn timi til þess aðbæta fyrir undangengnar vanrækslur, víxl- spor og hrein og bein axarsköft á þessu sviði. Og eitt er alveg vist, og því meg- um við ekki gleyma. Siglufjörður er tiœgilega stór hatida okkur, þrátt fyr- ir alt, ef við erutn ttægilega stórfyr- ir hann.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.