Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.08.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 08.08.1931, Blaðsíða 1
i' . ¦:¦¦¦ - ¦¦'"-.*¦.¦¦ ¦ : ' ¦, '¦< .<->.'/ ¦—.¦'\ : ... $ "f^S^'' ,; IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 8. ágúst 1931 37. tbl. Alþingi. Störf þingsins ganga'fremur hægt ennþá, „þumlungast áfram sinn vana gang". Nokkuð heíir það þó flýtt fyrir, að fjárveitinganefnd Nd. var miklu fljótari að athuga fjárlaga- frumv. heldur en venjulega, vegna þess að það var svo að segja sam- hljóða því frumv. sem var fyrir þing- inu i vetur. Heíir 3. umræða fj'árl. í Nd. staðið yfir meirihluta þessar- ar viku, og lauk henni í fyrri nótt. Um 130 brt.tl. höfðu komið fram við þessa umræðu. Samþyktar voru allar till. fjárv.n. um hækkun á tekj- unum, samtals 860 þús. kr. Þá var samþ. till. sömu nefndar um 90 þús. kr, hækkun á áætlaðri vaxta- greiðslu. Styrkur til Eimskip var hækkaður úr 85 þús. kr. uppí 150 þús. kr. með því skilyrði, að ríkis- stjórnin haíi rjett til að athuga rekst- ur þess etc, og er þessi viðbótar- klausa frá Tr. Þ., nú fjármálaráðh. Þá var og samþ. að ábyrgjast lán til Síldareinkasölunnar. Eins og fjárlögin liggja nú fyrir, eru tekjurnar kr. 11,266,348 en gjöldin kr. 10,455,577. En þegar frá eru dregnar fyrningar etc., verður sjóðs- afgangur kr. 20,568. Þannig voru fjárlögin afgr. til Ed. með öllum atkv. gegn 5. Þessir voru á móti: Haraldur, Hjeðinn, Jóh. Jósefsson, Magnús Jdnsson og Vilmundur. Við umræður fjárlaganna hefir það vakið einna mesta athygli, að fjárveitinganefnd hafði borist um það upplýsingar frá stjórninni, að hin „jtarlega^ og glögga" yfirlitsskýrsla Einars Árnasonar á þinginu í vetur, hefði ekki reynst rjett. Hann gerði þar ráð fyrir rúml. 80 þúskr. tekju- afgangi, en varð um ein milj. kr. halli auk þeirra 5—6 miljóna, sem greidd voru með lánum. Það verður ekki um það deilt, að þessi raunalega útkoma hjá hinum raunalega ráðherra er að mestu fyr- ir alskonar misnofkun á ríkisfjenu, sem þingið hefir enga heimild veitt til. Þessvegna fluttu Sjálfstæðismenn fjárv.n. Magnús Jónsson og Pjetur Ottesen, svohljóðandi brt.tillögu: „Aftan við 24. gr. fjárl. komi ný grein er hljóði svo: Allar gjalda- heimildir laga þessara eru hámarks ákvæði, og er óheimilt, nema um óvænta og bersýnilega nauðsyn sje að ræða, að fara fram úr þeim, nema greiðslan fari fram samkv. öðrum heimildum eða fram sje tek- ið, að fjárveitingin sje áætluð". En þessa tillögu, eins sjálfsögð og hún virðist vera, steindrap Framsókn við 2. umræðu fjárlaganna. Aftur á móti yar samþ. við 3. umræðu svohljóð- andi ákvæðifrá Tr. Þ: „Efhorfureru á því, að tekjur ríkissjóðs verði lægri en áærlað er, veitist ríkisstjórninni heimild til að draga úr þeim greiðsl- um, sem ekki eru lögum eða samn- ingum bundnar, alt að 20 prc." Er bersýnilegt, að stjórnin er með til- lögu þessari að skapá sjer eínskon- ar útgöngudyr til þess að geta ráð- ið ríkissjóðnum að eigin vild eins hjereftir sem hingað til. Enlangter nú gengið í þvi, að traðka lögum og venjum, ef þingið má ekki lengur ráða því, hvernig tekjum ríkisins er varið. Við þessa umræðu upplýsti M. Guðm., að stjórnin hefði á þessu ári orið að taka $ miljón kr. lán til þess að standast útgjöld frá degi til dags. — Sami þm. upplýsti, að fyrstu 6 mánuði ársins hefði útgjöld rikissjóðs orðið rúmlega 6 miljónir kr., en tekjur á sanxa tíma \\ milj. kr. En ef reikningar síðasta árs væru rjettir, þá hefði átt að vera um 4,f milj. kr. í sjóði, og hefði þá stjórn- in átt að hafa rúmlega 9 miljónir kr. handbærar til þess að standast 6 milj. kr. úrgjöld án þess að taka lán. Eitthvað værí nú bogið við þessa sjóðsreikninga, úr því stjórn- in þyrfti að taka lán þegarnógætli að vera í sjóði. Ein lög hafa verið afgreidd. Eru þau um heimild kauptúna og sveita til að setja hjá sjer lögreglusam- þyktir. BALL! BALL! Kvenfjelagshúsið fæst leigt fyr- ir Böll og fundarhöld. Veitingur á staðnum. Upplýsingar í síma 85. A ö v ö run. Skuldir frá uppboði mínu frá 24. febrúar verða teknar lögtaki að 8 dögíim liðnum. Porst. Pjetursson. N.d. henr afgreitt til E.d. frumv. um Ríkisveðbanka Islands, um stækkun lögsagnarumd. Rvíkur, um innfl. á sauðfje til sláturfjárbóta, um heimild til að ákveða mánaðaraf- borgun útsvara. Þá hefir E.d. afgreitt til Neðrid. till. um ábyrgð á Rússavíxlum og um lækkun á síldartolli úr kr. 1,50 niður í 1,00 af tn. Miklar umræður urðu um hina merku þingsál.tillögu Jóns Porláks- sonar, um Grænland. Var málinu vísað til utanríkismálanefndar þings- ins og umræðum frestað. Forsætis- ráðherra og forseti sam. þings lof- uðu því báðir, að tillögunni skyldi ekki verða stungið uncjir stól. Pa er. komið nefndarálit um til- lögu stjórnarinnar um milliþinga- nefnd til þess að athuga skipun Al- þingis ogkjördæmaskipunina. Legg- ur nefndin til að hún verði samþ., þó þannig, að milliþinganefndin verði skipuð, en ekki kosin afAl- þingi, og skal 1 skipaður eftir till. Alþýðusambandsins, 2 eftir tillögu miðstj. Framsóknar og 2 eftir tiH. miðstj. Sjálfstæðisflokksins. Með þessu móti má gera ráð fyrir að eitthvert gagn kunni að verða af starfi nefndarinnar, en eins og nefnd- in fyrst átt að vera til orðin, var víst lítil von til slíks.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.