Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.10.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 17.10.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Innilegt þakklceti tíl allra þeirra fjær og nœr, sem sýndu mjer hlýleika og vináttumerki, með skeytum, heimsóknum eðu á annan hátt á sjötugs afmœli 'minu, 14. fiessa mánaðar. B. Porsteinsson. Lög frá síðasta þin£i. 23. Lög u»i fiskimat. Pessi lög koma í stað laga um sama efni frá 1922, sem nú giida ekki lengur. Eftir þeim á allur salt- fiskur, verkaður sem óverkaður, sem íluttur er frá landinu sem ísl. fiskur, að vera metinn og flokkaður eftir gæðum af fiskimatsmanni, undir umsjón yfirfiskimatsmanns. Undanþegnar eru þó smásendingar, 100 kg. eða minni, sendar í tii- raunaskyni eða sem gjöf. Yfirmatsmenn skulu vera 5 og eiga heima í R\ík, á ísafirði, á Akur- eyri, á Seyðisfirði og í Vestmanna- eyjum. Peir eru skipaðir af stjórn- arráðinu og hafa laun sín úr ríkis- sjóði. Undirmatsmenn skipar lög- reglustjóri á hverjum úlfiutningsstað, svo marga sem yfirmatsmaður telur þurfa og eftir tillögum hans. Kaup þeirra greiðir fiskeigandi. Til þess að tryggja sem best sam- ræmi fiskimats í hinum ýmsu lands- fjórðungum, er gert ráð fyrir að fiskifulltrúi Islands áSpániog Italíu haldi fundi áriega með yfirmats- mönnum. Yfírmatsmenn mega enga þókn- un taka, hverju nafni sem nefnist, frá nokkrum aðilja við starf sitt, nema borgun þá, sem ákveðin er í lögum eða erindisbrjefi þeirra. Brot gegn lögum þessum varða 500 til 10000 kr. sektum, og ait að 20 þús. kr, ef ítrekað er. 24. Lög um breyting á lögutn um notkun bifreiða. Pessi lög eru smávægilegar breyt- ingar á bifreiðalögunum, aðallega um aukinn ökuhraða. Okuieyfi er bund- ið við 28 ára aldur neiria við akst- ur leigubifreiða til mannflutninga, þar er aldurstakmarkið 20 ár. — Breidd bifreiða er aukin úrl75 cm. í 186 cm. — Ráðherra hefir heim- iid til að gefa lít gjaldskrá um far- gjöld með leigabifreiðum til mann- liutningaog setja ákvæði um að þær skuli hafa gjaldvísi. Pá er hverjum bíleiganda skylt að kaupa tryggingu fyrir bifreiðsína: Fyrir vörubíl og 6 manna fólksbíla eða minni, kr. 10 þús., fyrir 7—10 manna bila kr. 20 þús., fyrir stærri bíla kr. 30 þús. Skal trygging þessi greiða bætur fyrir tjón eða slys, sem eru innan við 200 kr-. — Pá er bíl- eigendum og gert að skyldu að tryggja bílstjóra sinn.og gildir trygg- ingin fyrir hvern þann maun, er bifreiði nni stýrir. 25. Lög um viðauka við lög um Landsbanka Is/ands. Pessi lög eru framlenging tii árs- loka 1636 á lögum frá 31. maí 1927, unt leyfi bankans til að taka bráða- birgða rekstrarlán végna atvinnu- veganna, án þess þau lán komi til frádráttar á innstæðum bankans. 26. Lög nm Rikisveðbanka Is/ands Samkvæmt þessum lögum skal stofna .banka, er nefnist Ríkisveð- banki íslands; skal heimili hans og varnarþing vera í Rvík. Hlutverk bankans skal vera að kaupa skulda- brjef veðdeildar Landsbankans, veö- deildar Búnaðarbankans og bygg- ingarsjóðs fyrir verkamannabústaði. Fjár til þessa aflar bankinn með því að gefa sjálfur út skuldabrjef, er nefnast skuldabrjef Ríkisveðbanka íslantis, og selja þau á innlendum eða erlendum markaði. Skuldabrjef þessi má gefa út í isl., dönskum, norskum og sænskum krónum, frakkneskum frönkum, sterlingspund um eða amerískum dollurum. Til tryggingar brjefunum eru allareign- ir bankans og ábyrgð ríkissjóðs. 1 stjórn Ríkisveðbankans eiga sæti einn afbankastjórum Landsbankans, einn af bankastjórum Búnaðarbank- ans og einn 'gæslustjóri. Fjármála- ráðherra skipar þessa menn; banka- stjórarnir skulu engin sjerstök laun hafa fyrir störf sín, en ráðherra á- kveður laun gæslustjóra. 27. Lög urn breyting á lögum frá 1912 um forðagæslu. Með þessum lögum er að nokkru hert eftirlit forðagæslumanna og sveitarstjórna með því, að menn ckki vanræki að hafa nægilegt fóður handa skepnum sínum. Er sveitar- stjórnum jafnvel gefið vald til þess með fógetaaðstoð að ráðstafa fjenaði ábúanda, koma honum í fóður, slátra honum eða seija, ef þsss kynni að gerast þörf. — Pá er svo fyrir mælt, að fyrri skoðun forðagæslu- manna skuli lokið fyrir 15. okt.,en hinni síðari fyrir 15. apríl. 25. Lög um löggildingu verslunar- staðar á Rauðuvik við Eyjafjörð. Löggilding þessi öðiast gildi þeg- ar atvinnumálaráðuneytið hefir á- kveðið takmörk verslunarlóðarinnar og birt þau í stjórnartíðindunum. 29. Lög um breyting á lögum frá 1929 um útflutningsgjald af sild. Fyrsta grein er um lækkun á út- flutningsgjaldi af síid úr 1,50 í 1,00 Onnur grein er um að endur- greiða skuli innflutningstoll hvers- konar af kryddi og sykri, sem not- að er við verkun sildar til útflutn- ings, þegar sannað er með vottorði síldarmatsmanns, að síldin sje kom- in á skipsfjöl og hve mikiðafþess- um vörum hafi vferið látið í hverja tunnu. F r j e 11 i r. Breska þíngið var rofið 7. okt. og fara nýjar kosningar fram 27. þ.m. Ómöguiegt er að spá neinu um úr- slit þessara kosninga, því flokkaskip- un öli þar í landi er nú í hinni mestu ringulreið, aðallega vegna samvinnu; eða þjóðstjórnarinnar. Verkamannaflokkurinn, sem gett hefir Mac-Donald flokksrækan a£ þessum sökum, hefir lýst yfir þvi, að hann ætli ekki að innleiða gull- innlausn seðlanna ef hann kemst í þingmeirihluta, en ætli hinsvegar að koma í veg fyrir frekari gengislækk- un pundsins og gera Englandsbanka að rikisbanka. — Hið nýkosna þing á að koma saman 10. nóv. Finnland heflr nú bæst við í hóp þeirra ríkja, sem horfið hafa frá gullinnlausn seðla sinna. Hafði þessi ákvörðun þær afleiðingar, að erlendur gjaldeyrir hækkaði um leið um 25 prc. þar í landi. Hæstirjettur hefir dæmt Kristinn nokkurn Ólafsson frá ísafirðri í 6 mánaða fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi, fyrir að hafa haft í frammi ógnanir með hnífi. Ríkisstjórnin hefir skipað svokall- aða verðlagsnafnd, A nefnd þessi að vinna að því að landsmenn „okri“ ek'.i á gengisfalli ísl. krónunnar, eins og nýji fjárm.r.h. orðar það. 1 nefndinni eru: Porst. Porsteinsson hagstofustjóri, Eysteinn Jónsson skattstjóri og Sig. Jónasson bæjar- fulltrúi. — Ekki er þess getið hvaða kaup nefndin skuli hafa. í Reykjavík hafa nýlega verið

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.