Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.10.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 17.10.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR Nýjar kápur (rnoderne) fyrir fullorðna og börn, nýkomnar. Margrjet Jónsdóttir. dæmdir 4 karlmenn fyrir vínbrugg- un og 3 konur fyrir vínsölu. Karí- mennirnir fengu 600—1000 kr. sekt hver eða tii vara 30 daga fangelsi. Ein konan fjekk 500 kr. sekt og til vara 20 daga fangeisi, önnur fjekk 1000 kr. sekt og að auki 3 mán. fangelsi og sú þriðja 2 þús. kr. sekt og 4 mán. fangelsi. Úflutningur ísl. afurða, frá árs- byrjun til 1. okt., hefir numið 30,5 milj. króna. Fiskbirgðir voru þá 50 þús. skpd. meiri en á sama tíma í fyrra. Ibúðarhúsið á Ytra-Varðgjá við Eyjafjörð brann 10. þ. m. til kaldra kola. Húsið var úr timbri og ný- lega bygt. Stjórnarskifti urðu í Þýskalandi um síðustu helgi. Er dr. Brúning forseti hinnar nýju stjórnar, eins og þeirrar er frá fór. Alvarlegar ófriðarhorfur eru nú milli Kínverja og Japana, aðrllega út af umráðarjetti járnbrautarstöðv- ar nokkurrar í Mandsjúríu. Hafa Kínverjar skotið málinu til Pjóða- bandalagsins, og hefir það setið á ráðstefnu undanfarna daga og reynt að miðia málum milli aðiijanna. En árangur þeirrar ráðstefnu heiir eng- inn orðið ennþá. Er því alt í ó- vissu um endir þessa ágreinings, og jáfnvel eins líklegt talið, að til ó- friðar muni draga. Selfoss rakst á grunn við Hvamms- fjörð í fyrradag en náðist aftur út lítið eða ekkert skemdur. 2 menn af ”Botníu“ voru í gær sektaðir í Rvík fyrir áfengissmyglun. Bæj a r f rj ettir Sjötug.iafmæli átti sjera Bjarni Porsteinsson prc- fessor 14. þ.m. Aheit cí Hvatiaeyrarkirkju Afh. Tr. Kr.: Kr. 10,00 frá Júlí- önu M. Sigurðardóttur. Fisksölasamlag heflr verið stofnað hjer í bænum. A það fyrst og fremst að standa fyrir sölu á kældum fiski, en mun einnig annast söíu á saltfiski. I stjórn þess eru: Sig. Kristjánsson lcaupm., Jón Cislason vcrslunarstj. og Eyþór Hallsson formaður. Ný bók eftir B. Porsteinsson iirófessor, „Pjóðlegt sönglíf á Islandi" er nú fullprentuð, og kemur senniiega út í næstu viku. Bókin verður borin um bæinn til sölu og er þnss að vænla að sóknarbörn prestsins telji sjer skylt að kaupa bókina. Soffía Isfjörð dóttir Jóns Isfjörðs, andaðist 7. þ. m. Hún var 38 ára og nýiega giftGuðjóni Jónssyni frá Eyrarbakka. Hún er jarðsett í dag. Kúabúið á Hóli. „Siglf.“ hefir frjett að bóndi nokk- ur innan úr Éyjafirði hafi boðið mjólkurbúsnefnd bæjarstjórnar að taka kúabúið á Hóli á leigu með 5000 kr. árlegu eftirgjaldi og með skuldbindingu um að lækka mjólk- urverðið niður í 40 aura líterinn. Pessu boði á nefndin að hafa liafn- að. — Blaðið hefir þegar gert ráð- stafanir til þess að fá bóndans eig- in umsögn um þetta mál, því ef sagan er sönn, þá er fullkomin ástæða til þess að bæjarbúar fái að vita hversvegna nefndin hafnar jafn hagstæðu tilboði „Maðurinn sem hlœru söguleg skáldsaga eftir hið heims-, fræga skáld, Victor Hugo, kemur út bráðlega i ísl. þýðingu eftir Sigurð Björgölfsson, Sögur þessa höfundar eru fyrir löngu orðnar heimsfrægar, einkum þó þessi saga, og hefir á- grip af henni verið sýnt á Bíó, og hlotið mikið lof. Ráðgert er að bókin lcomi út í ódýrum heftum, svo menn eigi hægara með að eign- ast hana. hinkasalan. Fjölmennur fundur sjómanna og atgerðarmanna samþykti nýlega á- skorun á Einkasöluna um að greiða nú þegar að minsta kosti 3 kr, út á síldartunnu. Drengur varð nýlega fyrir bíl og meiddist mikið aðallega á höfðinu. Ekki er bílstjóranum gefin sök á slysinu. Nýja-Bió sýnir í kvöld kl. 8-J- „Gula dans- mærin“, saga um óskir, vonir og heímþrá. Á morgun kl. 6 verður sama mynd sýnd, en kl. 8|- „Pegar ástin vaknar“, afar spennandi mynd í 10 þáttum. $ r Utvarpið næstu viku. Á hverjum degi eru veðurfregnir kl. 10,15. 16,10 og 19.30. Almennar írjettir eru á hverju kvóldi kl. 20,30. Alla virka daga nema laugordaga er þýskukensla kt. 1905 og enskukensla kl. 19,35. Auk þoss það or hjer segir: Sunnudag 18. okt: Kl. 11, Messa og prestavígsla í Dómk. — 18.40 Barnatími. Fr. Hallgr. og Ásta Jósefsd. — 19,15 Hljómléikur (Grammóf.) — 19,35 M. Jónss. próf: Saga nýjatestu- mentisins. — 20, Hljómleikar Grammóf. — 21, — --- 21.25 Danslög til kl. 24. Mánudag 19. okt: Kl. 20, V. k. Gíslason: Eggert Ólafss. 21, Hljómleikar, alþýðulög. 21,20 Asg. Asg.: Heimskreppan. 21,35 Grammóf. Einsöngur. Priðjudag 20. okt: Kl. 18.45 Uppl. úr frönskum bókm. -- 20 Ásg. Ásg: Heimskreppa — 21. Hljómleikar Grammóf. — 21.15 Jón Pálss. hjóðleg fræði Uppl. — 21,25 Hljómleikar. Grammóf. Miðvikudag 21. okt: Kl. 18,45 Uppl. úr frönskum bókm. --- 20, Sig. Einsrson: Frá útlöndum — 21. Hljóml. Grammóf. Fimtudag 22. okt: Kl. 18,45 Uppl. úr frönskum hókm. --- 20. Árni Friðr. Aldakvörf í dýrar. — 21. Hljóml. Grsmmóf. — 21,15 Jón Pálss- þjóðleg fræci Uppl. -- 21.35 Grammófón Föstudag 23. okt. Kl. 18,45 Upp.l. úr frönskum bókm. — 20, J.Jónsson læknir: Umvikivaka. — 21, Hljómleikar (Tvílcikar). Laugardag 24. okt: KI. 18,45 Barnatími: Margr. Jónsd. --- 19,05 Fyrirlestur Búnaðarfj. Ialands. _ 19,35 — - — 20, Haraldur Björnsson: Upplestur. — 21, Páll ísólfss. Orgelleikur -- 21,20 Danslög til 24. Allar venjulegar Kenslubækur sem notaðar eru við barna- skólann, fást hjá Friðb, Níelssyni. Bœjarfógetinn kom með Dettifoss i gær úr ferð sinni til Rvíkur og Vestfjarða. Bankagengi i dag: Sterlingspund kr. 22.15 Ríkismark - 132,77 Sænsk króna - 135,53 Norsk krónn - 126,04 Dönsk króna - 125,85 Dollar - 5,72]

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.