Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.02.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 09.02.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 •• O n g 1 a r og t a u m a r beztir og ódýrastir í Skipaversluninni r Utsvarsgreiðendur og skattgreiðendur athugi, að þeir þurfa nú að greiða útsvör sín og tekjuskatt til þess að fá útsvar og tekjuskatt til frádráttar tekjum sínum. Peir sem hafa ekki fyrir lok þessa mánaðar greitt tekjuskatt sinn og útsvar frá f. á. fá gjöld þessi ekki til frádráttar tekjum sínum, er þeir greiða tekju- skatt og útsvar af næsta sumar. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 9. febr. 1935 G. Hannesson. hefði verið gert hærra undir h«fði en tóbaki og áfengi. Pað er grátlegt að hugsa til þess, að slík ráðsmennska og þetta sé látin viðgangast á jafn stórhættuleg- urn og torveldum tímum og nú eru um öll viðskifti milli þjóða. En nú er eins og sé að rætast hið fornkveðna að „íslands óhamingju verði allt að vopni“, þvi allir þeir, er betur vilja, eru nú lagðir í ein- elti og svívirtir af stjórnarliðinu og jafnvel haft í hótunum um atvinnu- svifti og aðrar ámóta drengilegar refsingar ef andæft er á móti farganinu. Hún er ekk-i alveg út í bláinn vísan, ér eitt af skáldum vorum kvað nýlega: „Stærstu mein þín ef minnzt er á, marghrjáða lar.d, og ólán þín, handjárnaklíku-þýin þá þjóta upp hneyksluð og kenna sín“ Skammsýni stjórnnrflokkanna í viðskiftamálunum kom greinilega í Ijós, er þeir hófu togaradeilunu, og héldu henni áfram, enda þótt vitað væri að ísfisksmarkaðurinn í Eng> landi var svo hagstæður sem orðið gat. Hafa gætnir menn fullyrt og það með óyggjandi rökum, að markaðstjón, það er þessa deila hefir bakað þjóðinni sé óhætt að telja eina miljón króna, aðeins á enska markaðinum. Hefði þó mátt ætla að ekki hefði veitt af þessari miljón til að minnka verzlunarhallann. Nei: Til þess að geta gert marg- píndri útgerð eitthvað til tjóns og torveldis, er jafnvel ekki horft í að færa slíka fórn. Getur nú pólitískt ofstæki og heimska komizt á hærra stig? Fjöldamargt er ennþá ótalið er sýnir óhappaferil stjórnarliðsins í atvinnu og verzlunarmálum. En þess gefst vafalaust kostur að minnast nánar á þessi mál. Og það verður ekki fyr þagnað um ó- sköpin, en hvert einasta manns barn hefir fengið opin augu fyrir ósómanum. Og væntanlega verður þess eigi langt að bíða. En samt sem áður verða menn að hafa það hugfast, að með hverjum deginum sem líður verður viðreisn þjóðarbúskap- arins æ torveldari. Ofsave 3ur gengur um allt land. Brezkur togari ferst með allri áhöfn, I gærkvöldi brast á ofsaveður af vestri (suðvestri) um allt land. Urðu af veðri þessu skaðar víðsvegar um land og er enn ófrétt víða að. Brezkur togari strandaði milli Dýra- fjarðar og Patreksfjarðar og íorust þar allir menn þrált fyrir ítrekaðar björgunartilraunir. I Reykjavík urðu litlarskemmdir og mun minni en búizt var við. Hér á Siglufirði urðu miklar skemmdir. Reif járnplötur víða af húsþökum og sviftust sumstaðar partar af þökunum. Svo var t.d. á sildarfólkshúsi Edwin Jakobsen’s og fauk á gafl „Fróns" og braut kiæðtiingu og grind þarsemákom. Steinklæðingin molnaði og rúður hrukku úr gluggum. M.b. Bjarmi brotnaði ofanþilja allmikið ogsökk. Var eigandi hans, Helgi Asgríms- son, hætt kominn við björgun báts- ins. Veðurofsinn var mestur kl. hálftólf ti! tvö um nóttina. Kl. rúm- lega 12 brotnaði ljósastaur neðarlega í Aðalgötu, laust þá saman ljós- leiðsluþráðum í verzlunar og íbúð- arhúsi Margrétar Jónsdóttur, kaup- manns. Kviknaði fljótt íhúsinuog varð mikið bál, Slökkviliðið slökkti eldinn á stuttri stund og vakti að- dáun allra fyrir dugnað sinn, því vafalaust hefði orðið margfalt meira tjón ef eigi hefði verið slökktur eldurinn svo bráðlega því veður- ofsinn var afskaplegur. Á slökkvi- liðið margfaldar þakkir og heiður skilið fyrir sína framgöngu. Verið einhuga um að líftryggja yður hjá eina innlenda líftryggingarfélagirtu LÍFT RYGGING ARDEILD Sjóvátryggingarfélags Islands h.f. Umboðsmaður á Siglufirði er Porraóður Eyólfsson, konsúll.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.