Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.07.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 13.07.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR um þetta mál, eftir að V.v.fél. hafði óskað þess. Fyrirspurn um það, á hvern hátt gaeti talizt að hækkun þess á eftirvinnukaupinu væri réttmæt, svaraði „Rróttur" á þá leið, að það væri vegna þess, að sunnudagurinn væri styttur ofaní 24 stundir, skilyrðislaust, m. ö, o. einnig fyrir þá, sem ekki hefðu 2(3 Siglfirðinga í vinnu, Hér ber þess að gæta, að „Próttur“ var búinn að fá taxtahækkun fyrir styttingu sunnu- dagsins, nefnilega 10 aura viðbót- ina júlí, ágúst og sept. sem áður hefir veriB minnzt á. Hinsvegar er eftirtektarvert, að „Próttur" skyldi sleppa skilyrðinu um að aðeins þeir vinnuveitendur, er hefðu tvo þriðju siglfirzkra verkamanna í vinnu á móts við aðkomumjnn, skyldu verða þessarrsr sunnudagsstyttingar að- njótandi, því ómögulegt er að neita því. að einmitt þetta atriði er mik- ils virði fyrir siglfirzka verkamenn. Pað eru til dæmi þess, að vinnu- veitendur, er áður höfðu nær ein- göngu aðkomumenn í þjónustu sinni, fóru að sækjast eftir Siglfirð- ingum í staðinn, til þess aðkomast undir þessa sunnudagsstyttingu. Pó hefir Samvinnufél, ísfirðinga og lík- lega tvær aðrar söltunarstöðvar not- að nær eingöngu aðkomumenn, og orðið þessvegna að greiða helgi- dagakaup eftir 36 stunda sunnu- degi. En hversvegna vill „Próttur" létta á þeim síldarsaltendum, sem helzt engan Siglfirðing vill hafa í vinnu, eins og t. d. S.f, ísf., sem hefir aðeins aðkomumenn að und- teknum bryggjuformanninum. Gátan er auðráðin vegna þess, að formaður „Próttar" og bryggju- formaðurinn hjá S.f. ísf. er einn og sami maðurinn, Menn sjá af þessu að taxta- hækkunin er einungis gjörð til þess að létta Undir með þeim síldarsalt- endum, sem enga Siglfirðinga vilja hafa í vinnu, en um leið eru auk- in útgjöld færð yfir á þá, sem gjarn- an vilja skuidbinda sig til að hafa að minnsta kosti tvo þriðju hluta verkamanna sinna Siglfirðinga. Um taxta Verakvkennafél. Siglu- fjarðar er það að segja, að í janúar síðastl. átti stjórn V.v.fél. Siglufj tal við kauptaxtanefnd Verkakv.fél. Siglufjarðar, og vildi láta lagfæra taxtann þannig, að meirasamræmi væri í honum. Grófsöltuð síld er langelzta og algengasta verkunarað- ferðin, og hefir taxtinn fyrir þessa aðferð ætíð verið skoðaður sem nokkurskonar undirstaða sem taxt- arnir fyrir aðrar verkunaraðferðir væru miðaðir við. byrsta árið sem matjessíld var framleidd, og fólk var þessari verkunaðferð óvant, þótti hún mjög seinleg, og var taxtinn þá strax ákveðinn 2,50, og var það miðað við, að jafn lengi væri verið að salta eina tunnu af matjessíld og 2\ tunnu af saltsild, En síðan kven- fólkið fór að venjast þessari verk- unaraðferð, gengurvinnan þaðfljótt, að sama stúlka, sem grófsaltar 3 tunnur á klst., matjessaltar tæpar 2 tunnur á sama tíma. Hér kemur það ósamræmi fram, að stúlkan vinnur fyrir 3 krónum um klst. við grófsöltun, en allt að 5 krónum við matjessöltun. A þetta benti stjórn V.v.fél. er það skömmu eftir ára- mót fór að reyna að semja við Verkakvennafélag Siglufjarðar, en kauptaxtanefnd Verkakv.fél. svaraði þegar, að það mundi halda sér fast við taxta síðastliðins árs, og myndi alls ekki ganga að lækkun á nein- UTj lið. Eftir þetta hefði mátt halda, að afráðið væri, að taxti Verkakv.fél. yrði óbreyttur, miðað við síðastlið- ið ár. En í apríl tilkynnir Verka- kv.fél. Siglufj. að samkv. áskorun frá tveim sunnlenzkum verkakvenna félögum, öðru í Hafnarfirði og hinu í Reykjavík, hafi þær ákveðið að hækka taxtann. Eg vil svo ekki fjölyrða meita um þennan hluta kaupdeilunnar, því síldarverkunartaxtarnir hafa um mörg ár verið svo háir að það mega öfgar teljast, og ekki er hægt að benda á neitt tilsvarandi, hvorki annarstaðar á íslandi né í nágranna- löndunum. Hækkunarkröfur verka- kvenna koma því úr hörðustu átt. Til fróðleiks lesendum blaðsins set eg hér samanburð á kaupgjalds- töxtum, og nær samanburðurinn yfir taxta þann er gilti á Akureyri í fyrra og samþ. hefir veriðafbáð- um aðilum að gilda skuli einnig í ár; þá kemur Siglufjarðartaxtinn í fyrra og loks kaupkrötur verka* kvenna nú. Samanburður á kaupgjaldstaxta kvenna við síldarvinnu á Siglufirði og Akureyri árið 1934-35. TÍMAVINNA. Kauptaxti Kautaxti Kaupkrafa 1934-35 1934 1935 A. Almenn síldarvinna. Akureyri Siglufirði Siglufirði a) Dagvinna .... 0,90 1,00 1,00 b) Eftirvinna .... 1,40 1,50 1,50 c) Helgidagavinna 1,75 2,00 2.00 B. íshúsvinna. a) Dagvinna .... 1,00 1,10 1,10 b) Eftirvinna .... 1,50 1.65 1,65 c) Helgidagagavinna 1,85 2,00 2,00 ÁKVÆÐISVINNA við síldarsöltun pr. Kverka og salta .... tunnu. 0,90 1,00 1,10 Kverka og sykursalta 1,05 1,20 1,30 Kverka og krydda 1,15 1,30 1,30 Kverka og magadraga 1,75 2,00 2,25 Kverka og tálkndraga 1,75 2,50 2,50 Slóg- og tálkndraga (matjes) 2,00 2,50 2,50 Hausskera og sykursalta 1,50 1,80 1,80 Hausskera og krydda 1,60 1,80 1,80 Hausskera og slógdraga 2.00 2,50 2,50 Hausskera og slægja . , 2,50 3,00 3,00 Kverka og salta smásíld 3,50 3,50 4,00 Fiaka 7,00 8,50 Rúmsalta 0,60 0,75 0,75 Flokkun ..... 0,30 0,50 0,50 Jafnaðarmenn eru með stofnun hún hlýtur að dragast mjög mikið Síldarútvegsnefndar búnir að setja saman vegna þess að Isl. hafa mist síldarframleiðslunni þær hömlur, að fjölda samninga til samkepnismann-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.