Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.07.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 13.07.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 anna á hafinu. Vegna rúmleysis get eg ekki farið ítarlega útí þetta mál hér. Vil þó benda aðeins á eitt dæmi. Hingað til hafa Svíar keypt aila þá kryddsíld er þeir þurftu af okkur íslendingum. í norska blaðinu „Fiskets Gang” frá 29. maí stend- ur sú fregn, að Svíar hafi gert samning við Finna um kaup á 20 þús. tn, af kryddsíld; þetta sé í fyrsta sinn sem Svíar kaupi krydd- sild af Finnum og að samningar standi yfir milli þeirra um mikið stærra parti af saltsíld. Vegna þess að Svíar kaupa þessar 20 þús. tunnur af Finnum, en ekki af okkur eins og venja var áður, tapar verkaffðurinn í landi þessu; Verkakonur samkv. taxta 1,80 pr. tn. 36,000 Verkamenn vegna bryggju- vinnu 36,000 Alls kr. 71,000 Á þessu eina partíi missir verka- lýðurinn í landi tekjur sem nema yfir 70 þús. kr. auk þess sem sjó- menn tapa á að verða af sölu fersk- síldarinnar til kryddunar. Við skul- um reikna að eitt mál fari í hverja kryddsíldartunnu, (til þess að reikna ekki of lítið) og sjómenn fái einn þriðja í sinn hlut, þá verður tap hásetanna við þetta ca. 27 þús. kr. f*að verður því nær 100 þús. kr. sem verlcalýðurinn tapar á að við skulum verða af þessari sölu. En því miður er þetta ekki eina tapið. Eg undirritaður get lagt fram bréf og skeyti sem sanna, að eg hefi tapað af sölu á 14,500 tn. af salt- síld, vegna þess að Norðmenn komu með lægra boð en eg mátti bjóða samkv. ákvæðum Síldarút. vegsnefndar. Lesendur geta sjálfir reiknað út tapið sem hlý/t af að missa af þessari sölu, ogmörgfleiri dæmi munu vera til svipuð þessu. En hverjum er nú þetta allt að kenna? Eg vona að enginn af lesendum blaðsins sé svo skyni skroppinn, að hann ekki viti, að þetta eru verk Jafnaðarmanna og Framsóknar á haustþinginu 1934. Jafnaðarmannaflokkurinn kom þessum endurbótum fram með aðstoð Framsóknar, og hefir á þennan hátt gert siglfirzkum verka- lýð stórkostlegt tjón. Er alveg undravert, hve mikið Jafnaðarmenn hafa eyðilagt á skömmum tíma. Peir hafa ekki kinokað sér við að bæta aðstöðu útlendinga á hafinu með því að hækka síldarverðið um 30—40 prc. í fyrra höfðu ísl. 101 skip er veiddu síld til söltunar, en útlendingar voru hér á 210 skipum. Hinn I. apríl kunngerir Sildarútvegsnefnd að fersksíldar. verðið eigi að hækka um 30—40 prc. og 2. apríl stendur þetta í norskum blöðum, svo að Norð- menn fengu mjög góðan tíma til að undirbúa sig. Undarlegt má það heita, ef sigl- firzkur verkalýður ekki sér, að Jafnaðarmenn hafa hér gert honum mikið tjón með öllum þessum vit- firringsráðstöfunum. En enn kyn- legra er það þó, að verkaJýðurinn hér skuli svo ráðast heiftarlega á það litla, sem eftir er af síldar- framleiðslunni í okkar höndum og reyna með óhóflegum kröfum að eyðileggja það líka. Vinnuv.fél. Siglufj. hefir farið þess á leit við Vinnuv.fél. íslands, að það sendi um þessa kaupdeilu við Alþýðusambandið. Samninga- tilraunir þessar væru löngu byrjað- ar ef „Próttur" og Verkakvennafél. Siglufj. hefðu fengizt til að leggja málið að sínu leyti í hendur Al- þýðusambandsins. En með því að neita að gera það, er auðsætt að verkalýðsfélögin vilja að til yinnu- stöðvunar komi- Pað um það, En það er létt að reikna út, að eftir að söltun hefst, og ef veiði er sæmileg, tapa verkamenn og verkakonur um 20 þús. kr. áhverjum degi sem ekki er unnið. V.v.fél. Siglufj. hefir gert sitt ítr- asta til að leysa þessa deilu á frið- samlegan hátt, t. d. setið á rökstól- um með báðum verkam.félögunum, og er ómögulegt annað að segja, en að litlu muni til samkomulags við Verkam.fél. Siglufjarðar og er von- andi að það geti tekizt. Er mikið örðugra að eiga við „Prótt”, og mun það vera vegna þess að hann er eins og viljalaust verkfæri í hönd- um slæpingja nokkurs frá Reykja- vík, sem hér hefir verið að þvælast á götum bæjarins í allt vor. Hvað Bílstjórafélag Siglufjarðár snertir, þá virðist ríkja sama menn- ingarástand hjá því og Prótti, að hafa ekki fundið sig knúða til að svara bréfi er V.v.fél. skrifaði þeim fyrir nokkrum vikum. Annars, þar sem í augl, V.v.fél. frá 5- júlí, var talað um taxta er samningslega gilti við félagið 1834, gat ekki verið um að ræða, að auglýsingin næði til Bílstjórsfélagsins, vegna þess, að það hafði enga samninga við V.v.fél. síðaslliðið ár. Pað hefir því verið kjánaskap að kenna, að Bílstjóra- félagið lét Prótt tæla sig til að skrifa undir auglýsingu frá 6. júlí. Meðlimum Vinnuv.félags Siglu- fjarðar er það Ijóst, að velgengni verkamanna er einnig velgengni þeirra. Pessvegna vill Vinnuv.félagið tryggja Siglfirðingnm minnst tvo þriðju af vinnu á öllum söltunar- stöðvum, en eins og áður er getið, vill Próttur sleppa þessu ákvæði, og setja 20 aura hækkunina í stað- inn. Ymsir foringjar verkamanna hér telja mjög vafasamt, að þessi nýi taxti sé nokkuð betri fyrir verkamenn en sá gamli, og er því hastarlegt að sú stifni skuli gera vart við sig hjá verkamannafélög- unum, að þeim skuli ekki vera sama þótt sú leiðin sé heldur valin sem siglfirkir vinnuveitendur vilja heldurúrþví þær eru taldar jafngóðar. Eg fyrir mitt leyti hefi ekki tal- að við einn einasta verkamann, sem ekki er ánægður með sama kaup og í fyrra, Verð eg því að líta svo á, að ef til vinnustöðvun- ar kemur, þá hafi vinnuv. verka- með sér en ekki móti, Pessi stað- reynd, að verkamenn vilji gjarnan vinna og séu ánægðir með kaup- taxtann frá í fyrra, mun einnig vera átstæðan til þess, að fulltrúi Alþ.samb., Jón Sigurðsson, þorir ekki að stofnað verði til almenns verkamannafundar til að skera úr um þetta mál, vegna þess, eins og hann segir, að verkamenn hafi ekki vit á að taka ákvarðanir um þetta. En Jóni er sama þótt siglfirzkir verkamenn tapi nokkrum dögum um hábjargræðistímann. Hann hef- ir sín föstu árslaun fyrir því, 4800 kr. frá Alþýðusambandinu og 3000 kr. frá Ríxisverksmiðjunni. Siglfirzkur verkalýður má ekki, sjálfs sín vegna, ganga inn á þá braut, að þvinga kauptöxtum sín- um upp á vinnuveitendur. Vinnu- veitendur eru neyddir til að vera á verði um að kaup hækki ekki svo, að atvinnuvegunum sé stefnt í voða, Pegar samkomulag er um kauptaxta, er ekki nema sjálísagt að vinnuveitendur láti siglfirzka verkamenn sitja fyrir allri vinnu, enda er það heppilegast fyrir bæj- arfélagið í heild. En þegar verka- lýðurinn notar þá aðferð að þvinga fram ósanngjörnum kaupkröfum, getur hann tæplega búizt við að vinnuveitendur verðlauni hann neitt sérstaklega með því að láta hann sitja í fyrirrúmi um alla vinnu.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.