Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.08.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 10.08.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR manna stjórn í hverjum kaup- stað auk allra starfsmanna. Um 50 manns eða fleira, „Rauðku"-nefndin. 5 manna stjórn og 4 skrifstofumenn, alls 9 menn: Fiskimálanefnd. 7 manna stjórn og 6 starfsmenn, alls 13 menn. 9. Mjólkurverðlagsnefnd, 5 menn. 10. Mjólkursölunefnd. 5 menn. 11. Kjötverðlagsnefnd, 5 menn. 12. Innfiutnings- og gjaldeyris- nefnd, Par eru nú launaðir Um 20 menn, en voru hálfu færri ernúvsr- andi stjórn tók völdin. 13. Búnaðarmálastjórn. Sigurður Sígurðsson og Metúsalem Stefánsson settir á 3: 10 þús. kr. eftirlaun til þess að koma Steingrími fyrv. Hólaskólastjóra að em- bætti. 14. Síldaruppbótarnefnd, 5 menn. 15. Stjóm sildarverksmiðjanna. Par fjölgað um 2 menn. 16. Útvarpsráð fjölgað um 2 menn 17. Útvarpið. Settur nýr tónlistar- stjóri, 8—10 þús. kr. árslaun- um; ráðinn til margra ára og auk þess ráðinn varaþulur með 6 — 7 þús. króna launum. 18. Berklavarnarstjóri. 10 þúsund króna árslaun auk ferðakostn- aðar. 19. Tryggingarmalanefnd, 5 menn og 1 starfsmaður, 20. Skuldaskilasjóður bátaútvegs- manna. 3ja manna stjórn og 1 starfsmaður. 21. Spítalanefnd, 5 menn. 22- Fasteignanefnd 3 menn. 23. Lögfræðinganefnd 3 menn. 24. Bifreiða- og raftækjaeinkasala 3: 30 starsfmenn. 25. Aldurstakrnark opinberra starfs- manna. Fjöldi starfsmanna á eftirlaun. 26. Smjörlikiseftirlit 2—3 starfs- menn, 27. 6000 kr. uppbót til forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins. 28. Sendimenn til útlanda í ýms- um erindum um 20 manns. ÓDÝRT MATARKAUP: K J ö T, 50 aura pr. % kg. SALTKJÖT, spikf eitt, 60 aura % kg. Nýja Kjötbúðin. Parna er komin um 300 manna bitlingasveit, sem áætlað er að kosta muni að minnsta kosti á aðra milj., allir skipaðir í tið núver. stjórnar. Auk þess er vitað, að fjöldi nefnda og nýrra embætta eru í uppsiglingu. Kjósendur ættu að fylgjast vel með í þessum málum, því enda þótt sumt af þessu sé þarft, þá er fleira hreinn óþarfi og sumt til stórrar bölvunar. En allt miðar þetta til aukinna álagna á almenn- ing, sem á þessu hausti og kom- andi vetri gefst sennilega alveg upp — gefur upp alla vörn. Stutt athugasemd. í heiðruðu blaði yðar frá 20. júlí þ. á„ ritar herra Sveinn Bene- diktsson grein, er hann nefnir „Próun síldarverksmiðja ríkisins". Par er meðal annars minnst á, hvern þátt Hafnfirðingar áttu á sínum tíma í því, að ríkisstjórnin keypti Dr. Pauls verksmiðjuna, en þar er ekki allskostar rétt skýrt frá hjá greinarhöfundi. Sá sem kom fram með tillöguna og reifaði málið í félagi sjálfstæðismanna í Hafnar- firði var herra Beinteinn Bjarna- son útgerðarmaður. Fékk málið síðan góða lausn á Alþingi, sem þá stóð yfir, eins og í greininni getur. Afkoma Hafnfirðinga er að miklu leyti, eins og annara landsmanna, komin undir góðri lausn síldarmál- anna og margir hafa verið þar áhugasamir um lausn á þeim mál- um. Má þar nefna. auk Beinteins Bjarnasonar, Ólaf Pórðarson, skip- stjóra, Loft Bjarnason og Björn Porsteinsson, útgerðarmenn. og Óskar Jónsson, framkvæmdastjóra o. fl., og síðast en ekki sízt syni Einars heitins Porgilssonar, sem Klukkur í funkisstil, nýkomnar. Kristinn gullsmiður. r Kaupi tómar hálfflöskur. Hertervig. Stálburstar margar stærðir. Einar Jöhannsson & Co. Gulrófur og rabarbari. Nýja Kjötbúðin. Grænmeti væntanlegt með íslandinu. Nýja Kjötbúðin. ásamt h. f. Alliance hefir reist myndarlega síldarverksmiðju við Reykjarfjörð. Með þökk fyrir birtinguna. P.t. Hnifsdal 2. ágúst 1935, Bjarni Snœbjörnsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.