Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.11.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 11.11.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Fjölbreytni er mikil í sálmakveðskap séra Matthías- ar, ýmist eru sálmar hans frumortir eða þýddir, og eru margir sannkallaðar perlur. Feir snerta ýmsar hliðar trúarlítsins og mannlífsins, þeir eru ýmist fræð- andi, vekjandi, huggandi eða hvetjandi. Peir eru jafnt fyrir unga og gamla eins og þá sem eru í blóma lífs- ins. Hver maður íinnur í sálmum hans bergmál sinna eigín hugsana og getur látið þá svala trúarþörf hjarta síns. Mikið af kveðskap séra Matthíasar er hreint trúar- legs eðlis, eins og sálmar hans og trúarljóð, og meg- inþátturinn i öllum kveðskap hans er í raun og veru trúarlegs eðlis, því hvarvetna kemur fram hin bjart- sýna lífsskoðun hans og trú hans á sigur hins góða. Pað er trúin, vonin og kœrleikurinn, sem eru aðal- einkennin á kveðskap séra Mutthíasar. Flestum munu vera kunnir einhverjir sálmar eftir séra Matthías; eru 26 af sálmum hans prentaðir í Sálmabók vorri bæði þýddir og frumsamdir, en 46 í sálmasafni H. Níelssonar: „Pitt ríki komi", einnig þýddir og frumsamdir. Pá er víða í smærri sálma- söfnum fleiri og færri sálmar eftir hann. Mörg af trú- arljóðum hans eru einnig á hvers manns vörum, næg- ir þar að nefna Þjóðsönginn „O, Guð vors lands“. Pað mun óhætt að fullyrða að minning séra Matt híasar Jochumssonar, sem trúarskálds, mun lengi lifa með þjóð vorri; ekkert sálmaskáld hefir komizt nær hjarta þjóðarinnar en hann, síðan Hallgrím Péturs- son leið. Sálmar hans eru á hvers manns vörum og eru sungnir við guðsþjónustur meir en flest:r aðrir sálmar. Pað er bezta sönnunin fyrir hinu trúarlega gildi þeirra, og með því hefur hann reist sér hinn veg- legasta minnisvarða meðal þjóðar sinnar. Óskar J. Porláksson. II. PJÓÐSKÁLDIÐ. Eftir SIG. BJÖRGÓLFS. Pað er ekki tilgangurinn með þessum línum að skrifa mikið um skáldskap Matthíasar Jochumssonar, Pað þyrfti stærra rúm til þess en hér er fyrir hendi. Pessa væri þó full þörf. Að vísu hefir líklega verið meira skrifað um Matthías en flest íslenzk skáld síð- ustu tíma, en þó svo sé, hefir almenningur þess lítil not, því allt þetta er á tætingi hingað og þangað. Almenningur hefir ekki tíma til þess að leita sér upp- lýsinga um skáldskap hans og viðhorf samtíðar hans við honum. Til þess þurfa menn að leita og þreifa sig áfram gegnum 70 ára bókmenntir þjóðarinnar, og einmitt þær bókmenntir, sem örðugt er fyrir almenn- ing að fá aðgang að, og hv-ergi eru til nema á tveim- ur, þremur stöðum á landinu eg tæplega það. Af þessu leiðir að margur íslendingurinn er miður kunnur Matthíasi en vert væri og skyldugt, því að svo stórbrotnum anda, hámenntuðum spekingi og arn- fleygu höfuðskáldi, er vert að kynnast. Pað er meira en á við margra ára skólasetu méð vafasömum ár- angri, að bergja á þeim lindum.er hann hefir töfrað fram úr bergi íslenzkrar tungu. Pær lindir þrotna ekki. Par mun þjóðin svala fegurðar- og listaþrá sinni á ókomnum öldum. Reitur sá, er Matthías hefir numið sér, og skilað þjóðinni blómum vafinn, þar sem áður var auðnin ein, er stór og víðlendur. Sfærri en allra annarra sam- tíðarmanna hans og reyndar þótt enn lengra væri jafnað. Pegar eg var á barnsaldri hafði eg, sem nærri má geta, lítið vit á skáldskap og bókmenntum, En þó voru þrjú skáld er heilluðu mig ósjálfrátt, og snurtu barnssál mína til sterkra áhrifa. Ekki var mér auðið að gera mér þess grein hvernig þetta varð, eða af hverju mér var meiri nautn og svölun að því að heyra og lesa þeirra ljcð en annarra, og eg býst við Matthías 31 ár« og fyrsta konan hans, Elín Sigríður. að það mundi þvælast fyrir mér enn að skilgreina þau áhrif. Ahrif hreii.nar listar segja til sín og leyna sér ekki, enda þótt fyrir manni vefjistað lýsa þeim. Sá unaður, er þau veita, er ofar öllum orðum. En suðrænn ljúfleiki Jónasar, römm, norræn forn- eskja Gríms og stórbrotin og arnfleyg andagift Matt- híasar heilluðu sál mína, og barnshugur minn undrað- ist fegurðina, kraftinn og spekina. Og eitt er vist: Pessari heilögu þrenningu á eg meira að þakka en sjálfum mér. Hún hefir framar öllu öðru skapað og gróðursett t sál minni það litla brotabrot, sem þar er af andlegum verðmætum. En það sem gerði mér Matt- hias kærari hinum, var, umfram allt, barnshjartað, er sló bak við spekina og andagiftina. Pegar eg var á sjötta árinu var eg hjá bláfátækri móður minni og gladdist af litlu. Pað var á aðfangadag jóla. Skammdegið grúfði yfit lágri baðstofukytru. Allt var hvítþvegið er þvegið varð. Hátíðabragur og helgi var að síga inn í þetta fá- tæklega hreysi með skammdagishúminu. Eg var klædd- ur í nýja vaðmálstreyju með gylltum hnöppum á.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.