Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.11.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 11.11.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Rað var dýrlegt! Og skórnir fölgrænir og hvítbryddir, hárið greitt og eg allur þveginn og strokinn. Eg man ekkert hvað eg fékk að borða, en hitt man eg meðan eg liíi, hver áhrif það hafði á mig, er mamma þuldi mér nokkrar vísur er hún kunni úr nýju kvæði um jólin, eftir „mikla skáldið okkar fyrir sunnan“, eins og hún komst að orði: „Ljá mér, fá mér litla fingur þinn, ljúfa smábarn; hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörðu, sjá! Lát mjg horfa á litlu kertin þín. Ljósin gömlu sé eg þarna mín. Eg er aftur jólaborð þitt við, < eg á enn minn gamla sálarfrið. Petta skildi eg að vísu ekki orði til orðs, en and- inn sem umvafði orðin settist að í sál minni. Hann Matthias með bróðurson sinn, Matthías Eggertsson, síðar prest í Grímsey. skildi eg eins og barn og meðtók hann eins og barn. Pað jólakvöld dvaldi Matthías eins og óþekktur dul- arfullur gestur í baðstofukytrunni minni og gerði mér kertaskarið mitt bjartara og stærra og sál mína hlýrri og lotningarfyllri. Síðan hefir mér þótt vænna um hann en Grím og Jónas. Pví miður sá eg aldrei skáldið persónulega. En eigi að síður virðist niér öll hans stórbrotna persóna standa skýrar fyrir hugskotsaugum mínum en margra annara andans manna, er eg hefi haft persónuleg, náin kynni af. Eg lærði snemma þjóðhátíðakvæði skáldanna er sungin voru um land allt af tveim kynslóðum. Sum þessara kvæða eru nú að falla í gleymsku og fyrnsku, en önnur eru að verða sígild. En hæst gnæfir þar þó lofsöngurinn, hinn voldugasti allra þjóðsöngva. Fellur þar saman ljóð og lag og mundi hvorttveggja gert hafa höfundana ódauðlega, þó þeir hefðu ekkert annsð lát- ið eftir sig liggja. Mattías er eina skáldið er þjóðin hefir valið heitið lárviðarskáld. Pað er æðstur vegsauki er hún getur sýnt skáldum sínum. Hún hefir verið spör á- tillitinu og engan fundið verðugan til svo veglegrar sæmdar annan en hann, ennþá sem komið er. Og verður þó þess eigi dulizt, að margt er nafnið glæsilegt í hópi íslenzkra skálda. En nafn Matthíasar verður þar alltaf nomen aureum. Pað þurfti ekki að segja það, að þjóðin væri fljót an átta sig á því, hvern snilling hún hafði eignazt þar sem Matthías var, en það munaði um viðurkenning- una þegar hún loksins kom. Pað er víst engin vafi á því, að ekkert íslenzkt skáld hefir átt jafnmiklum og almennum vinsældum að fagna í lifanda lífi eins og Matthías. Hann átti því fátíða láni að fagna að verða eftirlæti og stolt sinnar þjóðar Iöngu fyrir andlát sitt. Hvað er það þá, er svo hefir dregið hugi þjóðar- innar til þessa skálds? Pví er fljótsvarað: Pað er þekking hans á þjóðinni og sögu hennar, ótæmandi andagift hans og hugarflug, og — umfram allt — samúð hans. Pað eru ekki mörg skáld vor, er allt þetta hafa til að bera í jafnríkum mæli, og að minnsta kosti þekki eg ekkert islenzkt skáld er komist, þar nándar nærri víð Matthías. Sigurður próf. Nordal lýsir hönum svo: „Séra Matthías var höfuðskáld íslendinga um hálfa öld og orti eftirmæli tveggja kynslóða. . . . Hann er merki- legt dæmi manns. sem er óháður öllum „skólum“ og stefnum, í einu trúmaður og frjálslyndur, hcimsborg- ari og rótgróinn íslendingur, ber alla sögu þjóðarinn- ar lifandi í huga sér og heyrir þó grasið vaxa í kring um sig. Samúð hans var svo rík, að heiía má, að erfiljóð hans sé jafnólík og ■ mennirnir, sem hann orti um — og bera þó öll glögg merki andagiftar hans“. Einn merkasti þáttur í skáldskap Matthiasar eru erfiljóð hans ef svo mætti kalla. Reyndar eru minn- ingakvæði hans um látin stórmenni sögunnar, eða vini hans og menn þá aðra, er hrifið hafa huga hans, hátt — ógnarhátt — hafin yfir allan venjulegan erfi- Ijóðakveðskap. Par er venjulega brugðið upp mynd af mönnunum er þeir voru staddir á örlagaþrungnustu stundum og vegamótum lífsins og um þá farið mjúkum höndum samúðarinnar. Eru mörg þau kvæði meitluð af snilli og speki með slíkum glæsileik, er ekki á sinn líka í íslenzkum kveðskap. Og enda þótt margur hafi ort fagurlega um fallinn bróður, gnæfir Matthías þar þó hæst allra. Eins og kunnugt er, eru mörg þessi kvæði á hvers manns vörum. Og einmitt af minningarkvæðum Matt- híasar hefir alþýða manna skapað sér ákveðna skoð* un og ákveðna mynd af mörgum afreksmönnum lið- inna kynslóða. Pá er ekki síður mikils um vert allan þann auð, er hann hefir gefið þjóð sinni í þýðingum sínum, Væri synd að segja, að hann réðist þar að, er garðurinn væri lægstur. Hann þýddi Friðþjófssögu Tegnérs, sem íslenzka alþýða hefir Iesið upp til agna í þrem útgáf- um, og hefir svo verið sagt, að þýðing sú væri víða snjallari frumritinu. Pá hefir hann þýtt Machbeth,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.