Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.10.1936, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 31.10.1936, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Norrœni dagurinn og samvinna Norðurlanda. Pað hefir orðið að samþykkt meðal deilda Norræna félagsins, að helga sér 27. október til út- breiðslustarfsemi, og var sá dagur nú helgur haldinn um öll Norð- urlönd af félagsmönnum. Víðast- hvar niunu skólar þá hafa haldið helgan dag, og þar verið brýnt fyr- ir nemendum þýðing þess starfs, er félagið leggur stund á, en það er að efla andlegt og viðskiptalegt sam- band Norðurlanda allra. Pess væri full þörf, ef svo mætti fara, að á kæmust hagkvæmir við- skipta og verzlunarsamningar milli íslands og allra Norðurlanda. Ekki sízt væri þess þörf 3Ö jafn- virðiskaup yrðu meiri en áður hefir tiðkazt milli Danmerkur og Islands og Noregs og íslands. Hefir allt til þessa verzlunarjöfniíður vor við Dani verið oss mjög óhagstæður og sömuleiðis við Noreg. Pað er nú hafi við orð, að Danir muni ætla að sjá aumur á oss og kaupa mun meira en áður af af- urðum vorum. Er ekki nema gott um það að segja, ef úr verður meira en pólitískt orðagjálfur. sbr. árangurinn af flest öllum störfum Dansk-íslenzku nefndarinnar. Hinsvegar er ekfert vit í því, að skipta fremur við Norðurlönd en önnur lönd, nema hagkvæmara sé. Menningarlegt og bókmenntalegt samband Norðurlanda hefir lengi staðið með blóma og hafa íslend- ingar þar frá fornu fari lagt lang- mest af mörkum, að tiltölu við fólksfjölda og þeirra fornu bók- menntir staðið himinhátt yfir bók- menntum hinna frá sama tíma, að listrænni snilli. Enda hafa frænd- ur vorir gerzt óþarflega ásælnir um það, að tileinka sér vora fornu snillinga og verk þeirra. Er það því harla ómaklegt, að minnsta kosti af íslendingi, að kveða svo að orði, að vér höfum alla okkar menningu sótt til írænda vorra, en þeir lítt eða eigi til vor. Pað er að minnsta kosti heldur strembinn Skandinavismus til þess að ná tökum á íslendingum svona almennt, Og sannast bezt að segja, þá virðist fullrnikill agitations eða áróðursblær hafa verið á allri „norrænu“ dýrðinni nú í sambandi við þenna síðasta norræna dag. Að vísu er það gott og blessað og jafnvel aðdáunarvert, að heyra þrjá konunga tala i útvarpið á einni klukkustund, og svo auk þeirra Ás- geir og Harald auk fjölda smærri spámanna, en tæplega þarf íslenzka þjóðin að vænta sér neinnar yfir- náttúrlegra fjármálahagsbóta né við- skiptagæða af því einu saman. Hitt er annað mál, að ekki er nema skyldugt og sjálfsagt af oss íslendingum, að styrkja Norræna félagið um allt það er oss má til gagns og frama verða og miðar að því að íslendingar megi, þegar þar að kemur, verða algjörlega frjáls og fullvalda þjóð. Og einmitt í því að undirbúa þau úrslit til far- sællegra lykta, mun, ef vel er á haldið af ísfendinga hálfu, Norræna félagið geta á marga lund létt oss róðurinn. Hér á Siglufirði var Norræna dagsins minnzt í skólunum og með samkomu í kirkjunni. Gerðist þá barnaskólinn deild í Norræna fé- laginu. Mun það geta orðið skól- anum nokkur styrkur. rar sem Sjálfstœðis- menn ráða. Reykjavík er nú eini bærinn á landinu, sem kalla má fjár síns ráðandi sakir skulda. Enda hefir fjármálastjórn bæjarins hingað til verið laus við sósíalistiskan meiri- hluta. En þeir bæir, þar sem sós- íalistar eru einráðir, eru svo djúpt sokknir i fjárhagslega eymd og skuldabasl, að þeim verður tæplega bjargað úr þeirri eymd á næstu áratugum. Eignir Reykjavíkurbæjar voru i árslok 1935 22 miljónir króna og skuldlausar eignir 18 miljónir. Ars- reikningur bæjarins var hallalaus, þrátt fyrir háar afskrif tir eigna, geysilega framfærzlubyrði, sem nam á aðra miljón króna og stóraukin framlög til meniiingarmála og verk- legrar hjálpar. Sósíalistar og Tíma-framsóknar- menn hafa aldrei linnt á rógi og níði um höfuðstaðinn og lýst þar öllu í mesta eymdarástandi, en prís- að hafa þeir og lofsungið fjármála- sukkið í sínum eigin hreið.rum. Ekki hefir þetta þó borið tilætl- aðan árangur, þvi allir, sem til höfuðstaðarins koma og fylgjast dá* lítið með, undrast framkvæmdirnar og framfarahuginn. Fólksstraumur- inn beinist þangað meir en í nokk- urn annan stað á þessu landi, og þrátt fyrir fjöldann, mun flestum þykja þar lífvænlegra til afkomu, en víðast annarstaðar. Ekki hefir hvað minnst verið aðstreymið í höfuðstaðinn úr sumum háborgum sósíalistanna, t. d. Isafirði. Pannig hefir alþýðan svarað róg- inurn um Reykjavík og þegjandi kveðið upp dóminn um það, hvorir betur kunni með féð að fara, Sósar eða Sjálfstæðismenn. Fréttir. Rirkjan. Mes=a fellur niður á morgun. Síðastliðið mánudagskvöld var, að tilhlutun bæjarstjórnarinnar, prófessor Bjarna Porsteinssyni, haldið veglegt samsæti. Fjöldi Siglfirðinga heiðruðu hinn aldraða heiðursborgara með nærveru sinni og hefðu þó fleiri verið ef hús- rými hefði verið stærra og hentugra. Margar ræður voru haldnar til heiðurs prófessornum og karlakórinn Vísir söng lög eftir hann. Elnnig sungu þeir Daníel Pórhallsson og Sigurjón Sæmundsson einsöngva og tví- söng eftir tónskáldið. Kirkjunefndin hérua hefir ákveðið að halda hér fræðslukvöld við og við í vetur_ þeg- ar ástæður leyfa. Fyrsta fræðslukvöld-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.