Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.12.1936, Síða 1

Siglfirðingur - 18.12.1936, Síða 1
Blað Sjálfstæðismanna í Siglutirði. IX. árg. Siglufirði, föstudaginn 18. des. 1936 35. tbl. Hversvegna bœndum BER AÐ MÓIMÆLA nýju jarðrœktarlögunum. Pað verður að telja sómi Búnað- arfélags Siglufjarðar, að þar skyldu. á aðalfundi þess, nú nýlega vera samþykkt mótmæli gegn nýju jarð- ræktarlögunum. Pað eru nú komn- ar fram órækar sannanir fyrir því, að með þessum nýju lögum hefir Framsóknarflokkurinn gengið í lið með sósíalistum til þess smátt og smátt að skerða, og loks aðafnema, hinn forna óðalsréttt íslenzkra sjálfs- eignabænda, en hinsvegar að stuðla að því, að allar óðalseignir hverfi undir ríkið og þokist, eftir því sem árin líða, beint inn í þjóðnýtingar- farganið, sem er eitt af aðalstefnu- málum sócíalista og kommúnista. Er í þessu mikilvægasta máli íslenzks landbúnaðar áfromin fullkomin sam- fylking milli kom múnistisku flokk- anna og Framsóknar og gengur þó Framsóknarflokkurinn þarfram fyrir skjöldu og snýr eggjum rauðliða beint að brjóstum bændanna, sem hann um eitt skeið þóttist sjálfkjör- inn til að Verja allskonar réítar- skerðingum úr þeirri átt. Sann- ast átakanlega á þessum flokki hið fornkveðna að „heggur sá er hlífa skyldiMá með sanni segja, að þarna hafi Framsóknarflokkur- inn selt frumburðarrétt sinn ihend- ur verstu fjandmönnum bændastétt- arinnar og þegið að launum loforð frá þeim um veikan stuðning í valdasessi, en um leið fyrirlitningu og fylgisleysi sinna beztu manna, er um heilan áratug hafa verið flokksins meginstoðir og styttur. Esda eru þeir nú sem óðast að fylkja sér gegn sínum fyrra flokki til þess að varðveita og verja hag og heiður hinnar íslenzku bænda- stéttar. Skal nú í stuttu máli skýrthvers- vegna bændsstétt landsins (sumir þrátt fyrir pólitísk handjárn) hafa risið gegn lögum þessum. 1. Peginn styrkur til jarðabóta er veittur gegn „veði“ í jörð- unum og á „fylgiféð" svonefnda í sumum tilfellum að renna til sveita og bæjarsjóða. Eiga þó bændur samkvæmt lögunum að greiða skatta (þ. á m. eignaskaít) af fé þessu. sem þó er raunveru- leg eign ríkisins. 2. Styrkurinn til bráðnauðsynleg- ustu jarðabótanna, túnaslétlanna, er lækkaður að miklum mun frá því sem áður var. Hlutur hinna verst settu smábænda versnar, en stórbýlin geta fengið allt að 20 ptc. hækkun. 3. Réttur þeirra leiguliða er opin- berar jarðeignir hafa til ábúða er skertur um þriðjung. 4. Réttindi búnaðarfélags íslands til að ráða sínum eigin málum er að mestu leyti af því tekinn og verður nú eftir nýju lögunum að vera algjörlega á valdi póli- tísks ráðherra. 5. Val búnaðarmálastjóra er ógilt nema samþykkt sé afsama póli- tíska ráðherra. 6. Með þessu móti geta búnaðar- málastjóri og ráðherra komið fram flokkspólitísku vali á starfs- mönnum félagsins. 7. Skilvisi bænda í búnaðarfélögum eru torlryggð. Peir eru skyldað- ir til að kaupa blað félagsinsog blaðgjaldið gert að skattgjaldi og lagður við réttindamissir ef eigi er greitt. 8. Kosningafyrirkomulag i Búnað- arfélaginu brýtur í bág við lýð- ræðisskipulag, þar eð kosninga- rétturinn og kjörgengið fer eftir tölu hektaro og kúgilda og er því rammasta mótsögn við ^allt lýðræðishjal stjórnarflokkanna. 9. Vilji Búnaðarfélagið ekki láta kúga sig til undirgefni við jarð- ræktarlögin og taka nð sér from- kvæmd þeirra, þá tekur land- búnaðarráðherra hana í sínar hendur. 10. Pví er hótað, ef Búnaðarfélag- ið lætur ekki kúgast, samkv. á- varpi stjórnarsinna á síðasta búnaðarþingi, dagseltu 16. sept, s. 1.: a. Að taka ráðunauta búnaðar- sambandanna undir sérstaka deild í stjórnarráðinu, b. Að taka búfjárræktina (naul- gripa og hrossaræktarfélögin og sauðfjárræktarbúin) undir -ijórnarráðið. c. Að taka fóðurbirgðafélögin og allar búfjársýningar undir forsjá stjórnarráðsins. d. Að Búnaðarfélag íslands megi ekki hafa forgöngu um fræðslu trúnaðarmanna sinna. e. Að taka forráð námskeiðanna fyrir þessa menn undir stjórnarráðið. f. Að taka sandgræðslumálin úr

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.