Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.03.1940, Síða 1

Siglfirðingur - 21.03.1940, Síða 1
Siglufirði, fimmtudaginn 21. marz 1940 13. árgangur i Hradfrystihús málid. Það hefir verið bæjarbúum mik- ið áhyggjuefni, enda þrásinnis komið fram í ræðum og ritum þeirra manna, sem eitthvað hugsa um atvinnulífið í bænum, hve margarhendureru hér atvinnulausar yfir mestallan þann tíma ársins, sem sildveiðanna nýtur ekki. Forráðamönnum bæjarins hefir fyrr, sem nú, verið þetta ljóst og reynr að ráða bót á, en árangurinn hefir ekki ætíð verið sem ákjós- anlegastur. Stoínun og starfræksla eins eða fleiri hraðfrystihúsa mundi vissu- lega vera spor í þá átt, að ráða bót á þessu. Á síðari árum hefir eftirspurn á hraðfrystum fiski farið sívaxandi. Því ber þó ekki að neita, að stríðs- ástand það, sem nú ríkir, hefir orðið þess vaidandi, að sala á hraðfrystum fiski til Englands hefir á síðustu mánuðúm farið fram úr því, sem ætla má, að hægt sé að selja þangað á friðartímum. En hvorttveggja er, að ástæða er til að ætla, að þessi aukni markaður muni haldast að afloknu stríði, og að þá muni einnig opnast markaðir á meginlandinu, sem nú eru lok- aðir. Hraðfrysting á matvælum, hverju nafni sem nefnast, eru að ryðja sér meir og meir til rúms um all- an heim og enginn vafi leikur á því, að innan fárra ára mun sú breyting verða á, að dregið verður úr útflutningi isaðs og saltaðs fiskjar og útflutningur á hraðfryst- um fiski stóraukast. Með það fyrir augum, að at- huga og gera tillögur um stofnun hraðfrystihúss í Siglufirði sam- þykkti bæjarstjórn 3. febr. s.I. eftir- farandi tillögu: »Bæjarstjórnin samþykkir að leggja fram allt að kr. 45.000,00 — fjörutíu og fimm þúsund krónur — þar af kr. 20.000,00 úr bœjarsjóði og kr. 25.000,00 úr hafnarsjóði, sem hlutafé í hlutafélag, sem stofn- að grði til þess að koma á fót og reka hraðfrystihús hér í Siglufirði, og samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd, og þrjá menn til vara, til þess að. undirbúa málið og leggja tií- lögur sínar fyrir bœjarstjórn«. í nefnd þessa voru kosnir Ei 1. Þorsteinsson, Gunnar Jóhannsson og A. Schiöth. Samþykkti nefndin á fundi 22. febr., að eg færi til Reykjavikur til þess að vinna að þessu máli. Þykir mér rétt, að birta tillögur þær, sem nefndin hefir komið sér saman um, að Ieggja fyrir bæjar- stjórn, ásamt meðfylgjandi greinar- gerð og fer það hér á eftir: 3. fundur var haldinn að Hótel Borg, Reykja- vík, 12. marz 1940. Á fundinum mætti A. R. Schiöth og Erl. Þor- steinsson, en símasamband var haft við G. Jóhannsson. F y r i r t e k'i ð : I. að ganga frá tillögum og álits- gerð til bæjarstjórnar út af samþykkt bæjarstjórnar 3. febr. s.I. um stofnun og starfrækslu hraðfrystihúss í Siglufirði. Svo- hljóðandi tillaga kom fram: Nefndin samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: 1. Að þegar verði stofnað hlutafélag, er byggi og starf- rœki hraðfrystihús í Siglu- firði, er framleiði allt að 10 tonn af fiskiflökum á sólar- hring með geymslupláss fyr- ir a. m. k. 300 tonn. 2. Að vœntanlegt lilutafélag kaupi af Friðrik Guðjónssyni útgerðarmanni i Siglufirði, nyrðri hluta sildarstöðvar lians, eftir nánara samkomu- lagi, fyrir allt að W0.000 — eitt hundrað þúsund krónur. 3. Að þegar verði hafist handa um kaup á nauðsynlegum vélum til starfrœkslunnar og byrjað á því, að einangra steinhús á umrœddri síldar- stöð. 4. Samkv. lið 1—3 leggur nefndin til, að bæjar- og hafnarsjóður leggi fram allt að kr. 45.000 — fjörutiu og fimm þús. kr. — sem hluta- fé, samkv. áður gerðum samþykktum bœjarstjórnar. Með tillögum þessum viljum við láta fylgja eftirfarandi greinar- gerð: Fyrir nokkrum árum var all blómleg vélbátaútgerð i Siglufirði. Svo sem kunnugt er, hefir útgerð þessari hnignað ár frá ári. Liggja til þess margar ástæður, sem of Iangt yrði að rekja hér, en eina af aðalástæðunum má þó telja þá, hve útgerðarmenn hafa átt örðugt með að Iosna við afurðir sínar fyr en seint og síðarmeir, að mikill kostnaður hafði lagst á þær. Vegna sívaxandi atvinnuleysis í bænum hafa þó margir verkamenn farið þá leið, að kaupa smávélbáta — trillubáta — og gera þá út, til þess á þann hátt að skapa sér atvinnu. Útgerð þessi hefir þó steitt á sama skeri og útgerð hinna stærri vélbáta, sem hefir farið fækkandi ár frá ári, sem sé erfiðleikana að losna við aflann Hafa þessir örðugleikar gengið svo langt, að útgerðarmenn, jafnt smærri sem stærri, hafa orðið að flytja afla sinn til Akureyrar, tii þess að selja hannþar til hraðfryst- ingar. Er slíkt ekki vansalaust, að Siglufjörður, sem hefir verið, er og á að vera útgerð'arbær, skuli ekki hafa sæmilegt hraðfrystihús á staðnum, en leggja þann skatt á framleiðendur, að greiða dýrt flutningsgjald fyrir að koma fersk- um fiski til Akureyrar. Dylst eng- um, hversu mikil þörf er hér á öflugu hraðfrystihúsi eða húsum, sem gætu tekið afla jafnt hinna stærri sem smærri báta og komið í sæmilegt verð, enda myndi slíkt fyrirtæki verða lyftistöng fyrir bæ- inn atvinnulega séð. Bæjarstjórnarfundur um hraðfrystihúsmálið, verður haldinn n. k. laug- ard. kl. 1 e. h. íAlþýðu- húsinu. 1. tölublað Um einstakar greinar tillggunn- viljum vér taka fram eftirfarandi: Um 1. grein. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru, þá eru nú hér á Siglufirði 57 trillubátar, 10 vél- bátar minni en 30 smál. brúttó. V Auk þessa eru 16 bátar og skip stærri en 30 smál. brúttó, og hafa nokkur þeirra útbúnað til veiða með það sérstaklega fyrir augum að veiða fisk til hraðfrystingar (dragnót, troll). Heyrst hefir, að nú sé á döfinni að hér komi upp frystihús, sem geti unnið allt að 5 tonn af fiskflökum á sólarhring. Þó að svo verði, sem alls ekki er víst enn, er það augljóst mál, að þetta er allsendis ónóg til þess á nokkurn hátt að nægja til þess að vinna úr þvi hráefni, sem fyrir hendi er. Hinsvegar skal það þeg- ar fram tekið, til þess að fyrir- byggja allan misskilning, að allar horfur eru á þvi, að fiskverkun og hagnýting öll beinist í þá átt að koma fiskmeti öllu til neytenda í fersku ástandi (þ. e. ísuðu eða hraðfrystu) og engin hætta á of- fyllingu markaða — að svo komnu máli — enda engin afgerandi aukn- ing, sem í tillögum okkur felast í því sambandi. Samkvæmt kunn- ugra manna áliti má geymslupláss eigi vera minna en tillögur okkar gera ráð fyrir. Til viðbótar því, sem að framan greinir umþörf þessa fyrirtækis, má benda á, að vélar allar úr íshúsinu í Bakka hafa verið fluttar burtu, svo að það er þegar úr sögunni. Reyndar má með nokkrum sanni segja, að það hafi við litlum fiski tekið af bæjarbúum, en aðallega af aðkomubátum, en á það má einnig benda, að engin ástæða er til að ætla, að útgerð aðkomubáta minnki við byggingu og starf- rækslu sliks fyrirtækis, sem hér um ræðir, heldur hið gagnstæða. Um 2. grein. Þegar um það var að ræða að velja stað handa fyrirtæki þessu, fannst okkur að um 3 leiðir væri að ræða: 1. Að bærinn legði fram einhverja eign sína.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.