Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.03.1940, Side 2

Siglfirðingur - 21.03.1940, Side 2
2 SIGLFIRÐINGUR 2. Að samkomulag fengist við frystihús- eða húsa-eiganda í bænum um kaup eða framlag á nefndri eign, sem hlutafjár- framlag í væntanlegu hluta- félagi. 3. Að hægt væri að fá einhverja eign á hentugum stað, helzt með hæfilegu húsi (vegna hins gífurlega hækkaða byggingar- kostnaðar) sem framlag að verulegu leyti, og þá eftirstöðv- ar með góðum skilyrðum. Um þessar 3 leiðir virðist okkur rétt að taka fram eftirfarandi: Ad: l.Þar sem okkur vur kunnugt ym, að þeim eignum hafnar- og bæjarsjóðs, sem vegna húsbygginga og legu helzt þættu tiltækilegar, var þegar ráðstafað á annan hátt fyrir yfirstandandi ár, en við hinsvegar teljum lífsnauðsyn að hrinda þessu máli í fram- kvæmd nú þegar, er sú leið þegar útilokuð. Ad: 2. Um þær tilraunir, sem nefnd- in og einstakir meðlimir hennar hafa gert til þess að fá samkomulag um þetta atriði, væri mjög freistandi að vera langorður, en for- maður nefndarinnar mun skýra þetta í framsögu, og skal því aðeins drepið áþað helzta hér. Formaður nefnd- arinnar hefir þráfaldlega átt tal við eiganda þeirra frysti- húsasem tileru á staðnum.hr. Ásgeir Pétursson. Kvaðst hann hafa leigt íshúsið und- ir Bökkum — sem ekki hef- ir verið starfrækt undanfar- in ár — til 5 ára, en til mála gæti komið sala á gamla ís- húsinu fyrír kr. 250.000 — tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur — án bryggju eða nokkurs aðgangs að sjó. Nær þetta vitanlega engri átt, ekki sízt með tilliti til þess að allan aðgang að sjó vantar og einnig allt vinnupláss, auk véla og margs fleira, sem of langt yrði upp að telja. Þá hefir nefndir einnig átt tal við þá, sem tekið hafa íshúsið undir Bökkum á leigu, en þeir hafa engan kost gefið neinnar samvinnu. Ad: 3. Nefndin hefir náð samkomu- lagi við hr. Friðrik Guðjóns- son, um að hann selji vænt- anlegu hlutafélagi nyrðri part söltunarstöðvar sinnar með hinu nýju steinhúsi og 2 bryggjum ásamt söltunar- stöð fyrir kr. 100.000 — eitt hundrað þúsund krónur. — Nokkurn hluta þessa fjár mun hann leggja fram sem hlutafé, en afgangur fæst sem lán til 12 ára. Nefndin telur þetta mjög hagkvæm kjör, ekki sízt með tilliti til þess, að hægt mun að leigja síldarstöðina eina fyrir 5—10 þús. krónur árlega, staður- inn afar hentugur og vinnu- skilyrði öll sérstaklega góð, og húseignin vel fallin til þessarar starfrækslu.— Ann- ars mun formaður nefndar- innar skýra þetta nánar í framsögu. Til viðbótar því sem sagt hefir verið hér að framan Ad. lið 2 og 3, vill Viefndin taka fram eftirfar- andi: Nefndin lítur svo á, að séð frá hagsmunasjónarsviði bæjarbúa, sem að undanförnu hafa geymt matvæli sín í umræddu frystihúsi Ásgeirs Péturssonar, geti það orð- ið til mikilla óþæginda, ef mat- vælafrysting og -geymsla þessi legðist niður. Þá má einnig geta þess, að fryst hefir verið á hverju hausti allmikið af kindakjöti í þessu húsi, sem selt hefir verið sumarið eftir síldarskipum þeim, sem veiði sína stunda frá Siglufirði. Mundi það valda miklum erfiðleikum, að verða að vera án þess. Síldarskipin myndu tæplega sætta sig við, að þurfa að sækja kjöt til Akureyrar, að sínu leyti eins og útgerðar- menn hafa orðið að senda fisk sinn til hraðfrystingar þangað. Þá ber einnig seinast en ekki sízt að taka til athugunar, að sem stendur mun vera svo beitulítið í landinu, að til vandræða horfir, ef þorskveiðar yrðu stundaðar að nokkrum mun á komandi vori. Nefndin vill því leggja áherzlu á, að slíkt verði athugað mjög gaum- gæfilega áður en tekið yrði af plássi þessa húss til hraðfrysting- ar, hvort nokkur skilyrði verði þá fyrir hendi að hægt verði að fram- kvæma þetta þrennt í því húsi eða annarsstaðar: 1) Að frysta nægilega síld til beitu. 2) Að frysta kjöt og geyma til sölu handa bæjarbúum og að- komuskipum. 3) Að frysta og geyma ýms mat- væli bæjarbúa. Um 3. grein. Grein þessi skýrir sig sjálf, því auðsætt er, að ef veruleg at- vinnubót á að verða af þessu fyrirtæki á yfirstandandi ári, verð- ur að vinna bráðan bug að því, að koma því upp, og þá ekki síður til þess, að nýta þá hagstæðu sölumöguleika, sem nú eru fyrir hendi. Um 4. grein. Grein þessi leiðir af fyrri sam- þykkt bæjarstjórnar og þarfnast ekki skýringa. Að lokum vill nefndin getaþess að samkv. þar um gerðri samþykkt fór formaður til Reykjavíkur og hefir hann ásamt Erlendi Þor- steinssyni unnið að rannsókn máls- ins og undirbúningi. Hinsvegar hefir Gunnar Jóhannsson unnið að því, meðal annars, að útvega upp- lýsingar um bátafjölda á Siglufirði, framleiðslúmagn hráefnis o.fl. Hef- ir einnig verið leitast við, eftir þvi sem unnt hefir verið, að láta hann fylgjastmeð gjörðum nefndarmanna hér syðra og allar meiri háttar að- gerðir bornar undir hann. For- maður nefndarinnar mun svo skýra nánar, eftir því sem þörf þykir, frá störfum nefndarinnar. II. Með tilliti til samþykkta nefnd- arinnar undir lið I. vill nefndin taka fram, að hún getur ekki lagt til að sinnt verði erindi þeirra Jóns Ásgeirssonar og félaga dags. 3. febr. 1940, um styrk til hraðfrysti- húss, en erindi þetta var framsent til nefndarinnar tíl umsagnar 7. febr. s. 1. III. Formaður og ritari vilja láta þess getið, að þó þeir ekki hafi bókað fundi hér í Reykjavík, hafa þeir hittst svo að segja daglega allan tímann og hitt fjölda manna og rætt við og fengið ýmsar upp- lýsingar þessu aðlútandi. Hafa þeir meðal annars, í samráði við G. Jóh., látið þá Ben. Gröndal og Axel Kristjánsson gera, hvorn í sínu lagi, kostnaðaráætlun fyrir nefnt fyrirtæki. Ennfremur sent beiðni til Fiskimálanefndar, innfl. beiðni til Gjaldeyris- og innfl.- nefndar. Átt viðtöl við nefndar- menn Fiskimálanefndar, skrifstofu- stjóra Fiskimálanefndar, formann Gjaldeyrisnefndar og atvinnumála- ráðherra. Þá hefir einnig verið rætt við Gísla Halldórsson verkfræðing, Elías Þorsteinsson Keflavík og Friðrik Sigfússon, frystihúsaeigend- ur og ýmsa fleiri, sem upplýsing- ar gátu gefið um þau efni, er nauðsynlegt var að fá vitneskju um. Þá hafa þeir einnig staðið í samningum við útgerðarmann Friðrik Guðjónsson og hefir hann fylgst með i þessum málum öllum. Fleira ekki. Fundi slitið. Aage Schiöth. Erl. Þorsteinsson. Gunnar Jóhannsson. Með fyrirvara. Framleiðslumagn. í viðræðum þeim, sem við Erl. Þorsteinsson áttum við fiskimála- nefnd og aðra aðilja, er við eigum undii' að sækja um framgangþessa máls, urðum við varir við þá stað- hæfingu, að 5 tonna sólarhrings- framleiðsla á hraðfrystum fiskiflök- um mundi nægja Siglufirði. Þeir sem kunnugir eru staðháttum hér munu þó allir vera á eitt sáttir um, að með þessuframleiðslumagni sé aðeins stígið stutt spor í þá átt, að fullnægja söluþörf þess skipa- stóls, sem hér er. Vitanlega verður aldrei hægt að segja neitt með Munið eftir að panta deserinn. Hafið þið séð Páskaeggin? Hertervigsbakaríið. Munið að panta til páskanna í tíma. Efnagerð Sigiufjarðar Stórar og góðar sítrónur nýkomnar. Kjötbúð Sigiufjarðar vissu um framleiðslumöguleika á fiski, hvorki hér eða annarsstað- ar, en nokkuð verður þó að byggja á tölu báta og skipa, stærð þeirra og veiðimagni á undanförnum árum. Alls eru hér sem stendur skráðir 57 trillubátar, 10 bátar undir 30 tonnum og 16 skip stærri en 30 tn. (Vegna örðugra aðstöðu hafa menn neyðst til að selja báta sína til annara verstöðva á undanförnum árum). Ef gei't er ráð fyrir, að þessir trillubátar, ásamt bátum undir 30 tonn, stundi héðan samtímis róðra og trillubátar fiski að meðaltali 800 pd. en hinjr stærri bátar 5000 pd. í róðri verður þessi veiði sam- tals 47.5 tonn. Úr þessum fiski mundi fást sem svarar 15—16 tonn af flökum til hraðfrystingar og get- ur því hver og einn gert það dæmi upp með sjálfum sér, hvort hér muni vera hægt að sjá hraðfrysti- húsi með 15 tonna sólarhrings- vinnslu fyrir nægilegu hráefni. í aflahrotum mundi berast miklu meira af fiski á land en 15 tonna

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.