Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.05.1940, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 10.05.1940, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR samleg fyrir flokkinn í heild og markað tímamót í pólitískri sögu bæjarins. Um þetta leyti var eins og áður er frá skýrt ástandið þannig, að rauðliðar höfðu ráðið og réðu hér lögum og lofum. Svo var einnig í verkalýðsmálum. Ástandið í þeim var orðið óþolandi. Hversáverka- maður, sem varð uppvís að því að fylgja Sjálfstæðisflokknum að mál- um, átti það á hættu að vera úti- lokaður frá vinnu. Svo langt var gengið, að menn voru neyddir til að segja sig úr F. U. S. til þess að fá vinnu við einstaka fyrirtæki. Félagið sá að svo búið mátti ekki standa og ákvað að taka mál- ið í sínar hendur. Spjaldskrá var gerð yfir allajþá verkamenn, sem vitað var að ekki fylgdu rauðu flokkunum ogákveðið að setja á stofn eigin upplýsingar- skrifstofu fyrir atvinnurekendur þar eð ráðningarstofa sem styrkt var af bænum, var í höndum komm- únista. Er þetta vitnaðist varð óp mikið í herbúðum vinstri manna. Hrópað var um atvinnukúgun og að nú ætti með pólitískum samtökum að útiloka frá vinnu alla sem ekki íylgdu Sjálfstæðisflokknum að mál- um!! (Skarplega athugað). Þeir höfðu með einræðisbrölti sínu og kúgunum ætlað sér að úti- loka þá menn frá atvinnu, sem gerðust svo djarfir að hafa aðra skoðun en þeir. Þegar svo F. U. S. tók að sér að rétta hlut þessarra manna, greip þá ógurleg hræðsla við sinn eigin draug. Þeir sem höfðu kúgað aðra, urðu nú hræddir uin að verða kúgaðir. Óttinn var þó ástæðulaus. Félag- ið ætlaði sér eingöngu að rétta hlut sinna flokksmanna og krafðist einungis jafréttis við aðra flokka. Með þessu vannst það líka, að þeir verkamenn, sem fylgdu Sjálfstæð- isflokknum að málum, fengu nú að njóta vinnunnar eins og verka- menn annarra stjórnmálaflokka og þar með var takmarkinu náð. Þetta er sjálfsagt í fyrsta skipti sem Sjálfstæðismenn spyrntu fæti við ofriki vinstri flokkanna í verka- lýðsmálum. Þeir höfðu hingað til talið sig hafa einkarétt á öllum verkamönnum. Trúir stefnu sinni töldu meðlimir félagsins alla hafa jafnan rétt til vinnunnar, hvaða pólitíska skoðun sem þeir annars hefðu, og nú er svo komið, að jafnvel kommúnistar telja þetta rétt. Sjálfstæðismenn hafa brotið á bak aftur kúgun og ofbeldi vinstri flokkanna og nú hafa Sjálfstæðis- verkamenn sín eigin málfundafélög víðsvegar um landið og Sjálfstæð- ismenn eru nú í stjórn stærsta verkalýðsfélags landsins. Kjörorðið: Stétt með stétt hefir sigrað. F.U.S. getur því verið stolt af þeim af- skiptum, sem það hefur haft af þessum málum. Félagið hefír látið ýms önnur en þessi hin pólitísku mál til sín taka. Sundlaugarmálið var rætt í fé- laginu 1933 og hafði Aage Schiöth forystu í því, Laugarnar í Skútu- dal voru lítilsháttar rannsakaðar og verkfræðingur var fengin til að gera áætlun um leiðslu frá þeim í gamla sundpollinn fyrir framan Höfn. Félagið sötti um dans- skemmtanaleyfi annanhvern laugar- dag til ágóða fyrir sundlaugina, leyfið fékkst ekki nemaþví aðeins, að um það yrði sótt í hvert skipti sem dansskemmtun ætti að vera. Varð því minna úr þessari fjár- söfnun en annars hefði getað orðið, því forystumenn félagsins voru allir bundnir við önnur störf og gátu því ekki hugsað um þetta, eins og ef ákveðin kvöld hefðu verið leyfð. Einn af meðlimum fé- lagsins tók þó að sér að fá dans- skemmtanaleyfi nokkrum sinnum yfir sumarið og safnaðist á þann hátt um 500 kr. sem voru lagðar inn til bæjarfógeta. Pólitískir bitvargar annara flokka sáu ofsjónum yfir þvi, að F. U. S. hrynti þessu þarfa máli áfram og um tíma hafði meirihluti bæjar- stjórnar nær siglt málinu í strand, með pólitísku nefndaþvargi, undir forsæti Framsóknar. Gott málefni verður þó aldrei drepið og nú er sundlaugin komin upp með tilstyrk allra flokka í bænum, enda þótt allir séu kannske ekki ánægðir með þann stað er henni var vaíinn, né með undir- búning þann, er upphitun hennar fékk. Björgunarskútumálið lét félagið sig einnig skipta og safnaði meðal meðlima sinna 200 krónum í björg- unarskútusjóð. Vitanlega eru það ýms fleiri mál sem félagið hefur haft afskipti af á þessum árum, þótt ekki verði fleira rakið hér. Að öllum þeim málum hefur félagið unnið mark- víst og aldrei mist sjónar á stefnu- miðum flokksins. Enn er þvi takmarki semfélagið setti sér í bæjarmálum ekki náð. Það líður nú á seinnihluta þess kjörtímabils, sem núverandi bæj- arstjórnarmeirihluti fer með völd. Ungir Sjálfstæðismenn! Vinnið ótrauðir að næsta kosn- ingum. Látið sigurinn frá 1934 e'nd- urtaka sig 1942. Fram, fram! Aldrei að víkja. Krummi krúnkar úti, kallar á nafna sinn: »Kuusinenr Kuusinen, Kuusinen«. Á B. M. skrifar í síðasta tbl. »MjöInis«, um siðferðispostula þeirra kommúnista, Kuusinen. Fyrirsögnin á greininni minnir á örvæntingaróp i vitstola manni, sem sér í anda Kuusinen — með geislabaug um höfuðið og út- breiddan faðminn, sem segir: »Komið til mín, allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir og eg mun veita yður hvíld«. Maðurinn horfir hugfanginn á sýnina, hann má alls ekki við því að bíða lengi eftir hvíldinni, hann ætlar að leggja strax af stað. Hann grípur pennann og skrifar. Árangurinn varð greinin í Mjölni, vanskapað hugarsmíð, sem alls ekki nær tilgangi sínum. Hvernig á líka öðruvísi að fara, þegar hugsanagangurinn er lamað- ur, trúin blind og dómgreindin engin. Maðurinn er orðinn að apparati, eftir að hafa sogið lyga og æsingadúsu Kommúnistaflokks- ins, síðan sá flokkur hóf feigðar- göngu sína hér á landi, þar sem hann hyggst að bera þau blóðhráu öfugmæl, sín á borð fyrir Sigl- firðinga, að Rússar hafi engra hernaðarskaðabóta krafizt af Finn- um. Hvað kallar hann þetta. 1. Rússar fá allt svæðið milli Kirjálabotns og Ladogavatns og spilduna norður eftir, svo allt Ladogavatn verður fyrir innan landamæri Rússlands. Einnig fá Rússar Víborg. (Á þessu svæði eru Mannerheim- víggirðingarnar).

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.