Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.05.1940, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 10.05.1940, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 2. Finnar leigja Rússum Hangö á suðvesturodda Finnlands til 30 ára fyrir 8 milj. finnskra marka á ári (ca. 750.000.00 ísl. kr.) Rússum er heimilt að hafa þar flotastöð. 3. Rússar falla frá kröfum sínum um Petsamo í Norður-Finnlandi, en Finnar leyfa Rússum óhindr- aða flutninga á rússneskum vörum gegnum landið tilNorð- ur-Noregs og til baka með ann- an varning. Finnar skuldbinda sig til þess að hafa engin her- skip í Petsamo. Þetta eru hernaðarskaðabætur þær, er Rússar fengu fyrir það, að spúa óhamingju og neyð yfir frið- sama menningarþjóð. Mér finnst þær spá góðu um sannleiksgildi skrifa Á. M. B. En það er skiljanlegt að þeir haldi því fram, að Rússar hafi ekki krafizt neinna skaðabóta, sem standa í þeirri trú, að Rússar hafi ekki átt í stríði við Finna. Einnig ætlar hann, að læða þeirri hugsun inn hjá almenningi, að ís- lendingar hafi haft hægara um sig, þegar að Þjóðverjar tóku Dan- mörku og Noreg, en þegar Rússar réðust inn í Finnland — af pólitisk- um ástæðum. Hann er hissa á því, að íslendingar skyldu ekki safna fé og fötum og senda það frænd- um okkar nú í neyð þeirra, eins og við gerðum með Finnlands- söfnuninni. Þetta er að vísu ágætt hjá honum, en hann verður að taka það með í reikninginn næst, að íslendingar lesa fleiri blöð en blöð kommúnista og þeir hlusta líka á fleiri útvarpsstöðvar, en Moskvastöðina. En þar sem Á. M. B. virðist vera undantekning á þessu, vil eg upplýsa hann um það, að Þjóðverjar voru búnir að taka alla Danmörku og allar helztu borgir Noregs, áður en nokkur vissi af, og hefði því hjálpin lent hjá þeim, hefði hún verið send til þessara landa. En eg get vel skilið Á. M. B., þetta er mannkærleikur- inn sjálfur í eigin persónu og er því von, að honum hafi gramist, þegar íslendingar sendu Finnum hlý klæði, en vesalings kollegar hans dóu úr kulda og fengu ekkert. Hvað viðvíkur dómí Norræna- félagsins á þeim kommúnistum, læt eg forráðamenn þess félags um að svara, en mér finnst þeir hafa " ■!— IIIIIIII ■! II11 lllllllllHII llllllllll lllirMIKIIHMI—IM Útsvarsskráin. Skrá yfir aðal niðurjöfnun útsvara í Siglu- fjarðarkaupstað fyrir árið 1940 liggur frammi almenningi til sýnis í verzluninni »Geislinn« í næstu 2 vikur frá kl. 6 að kvöldi þriðju- daginn 30. apríl n. k. Kærur yfir útsvarinu skulu vera komnar á bæjarskrifstofuna fyrir kl. 12 á hádegi mið- vikudaginn 15. maí n. k. Siglufirði 27. apríl 1940 Niðurjöfnunarnefndin. f engið nógu þungan dóm hjá al- menningi í Finnlandssöfninni, með því að hver einasti Siglfirðingur, sem gat losað sig við — þó ekki væri nema smápeningar — gerði það af samúð til Finnlands og fyr- irlitningu á kommúnistum. Eg kalla það pólitískan dauða- dóm á kommúnista, þegar Sigl- firðingar láta fyrirlitningu sína á þeim í Ijósi með fjárframlögum, og það er það, þó að rök Á. M. B., sem aðeins eru leturbreytingar segji »það er ekki rétt«. Kn. Tíu ár. Tíu ár eru liðin síðan Félag ungra Sjálfstæðismanna í Siglu- firði var stofnað. Tíu ár er ekki langur tími, þegar um félagsskap sem þennan er að ræða, félagsskap sem á fyrir sér langa og glæsilega framtíð og sem þegar á þessum bernskuárum hefir sýnt, að kjarkur og þróttur, árvekni og dugnaður félagsmanna hefir gert það fært um að geta unnið að verulegu leyti hlutverk innan Sjálfstæðis- flokksins, auka fylgi hans ogþá um leið vinna að uppbyggingu hins íslenska sjálfstæða ríkis, þar sem keppt er að því marki, að létta af þjóðinni þeim fjötrum, sem sífellt hafa verið lagðir á hana á undan- förnum árum, gera þjóðina sem heild og hvern einstakan þegn sjálfstæðan og óháðan, keppt að markinu: frjáls maður í frjálsu landi. Eftir önnur tíu ár verður skrifað um afmæli félagsins og störf þess og afrek í þjóðmálum rakin. Er það hlutverk hinna siglfirsku æsku- manna, sem unna sönnum dreng- skap, athafnafrelsi og jafnrétti ein- staklingsins, en fyrirlíta kúgun og ranglæti, erlendan undirlægjuskap og dindilmennsku, að sjá um að bjart verði yfir þeirri sögu, fylkja sér um Félag ungra Sjálfstæðis- manna og halda merki sjálfstæðis- ins hátt, sækja ávalt fram enhopa hvergi, þó óbyrlega kunni að blása stundum. Heill þjóðarinnar er kom- in undir því, að stefnumál Sjálf- stæðisflokksins verði ríkjandi. Mun- ið, að enda þótt í bili hafi verið gengið til stjórnarsamvinnu við andstæða stjórnmálaflokka, þá ber okkur að halda öllum okkar stefnu-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.