Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.10.1941, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 01.10.1941, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Húsaleiguvísitala. Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar er húsaleiguvísitalan fyrir tímabilið 14. maí til 1. október 1941 109 stig og fyrir timabilið 1. október til 14. maí 1942 111 stig, hvorttveggja miðað við grunntöluna 100 hinn 4. april 1939. Au^lýsing um verðlagsákvæði. Verðlagsnefnd hefir, samkvæmt heimild í lögum nr. 118, 2. júlí 1940, ákveðið hámarksálagningu á vörur þær, er hér segir : Félagsmálaráðuneytið, 17. sepíember 1941. Minning Snorra Sturlusonar. Þriðjudaginn 23. sept. voru 7 aldir liðnar frá vígi Snorra Sturlu- sonar. Var svo til ætlazt að þann dag yrði afhjúpað minnismerki Snorra í Reykholti. Er það mikið og veglegt líkneski af Snorra, er Norðmenn gáfu íslendingum. Hefir höfuðsnillingur þeirra í högg- myndalist gert líkneskið. Eru gerð- ar tvær afsteypur af líkneskinu og skyldi annað afhjúpað í Noregi samdægurs. En sakir ófriðarins verður eigi þessu komið í fram- kvæmd. Á mánudaginn 22. sept. var hátíðleg minningarathöfn haldin í Reykholti til minningar um 700 ára dánarafmælið. Var þar margt göfugra manna saman komið úr höfuðstaðnum og Borgarfjarðar- héraði og víðar að. Ræður fluttu þar Jónas Jónsson, alþ.m., sem er formaður Snorranefndar, Árni Páls- son, prófessor, Sig. Nordal, pró- fessor og Esmark sendiherra Norð- manna á íslandi. Hafði ríkisstjóra borizt skeyti frá Nygaardsvold for- sætisráðherra Norðmanna og var það lesið þarna upp ásamt skeyti frá ríkisstjóra íslands. Á þriðju- daginn 23. sept. fór fram hátíðleg minningarathöfn um Snorra í Há- skóla íslands. Flutti Sig. Nordal þar snjallt og stórfróðlegt erindi um Snorra ogverk hans, en Nordal mun allra manna fróðastur, þeirra er nú er uppi, um Snorra og bðk- menntaafrek hans. Þenna dag kom og út ný og vönduð útgáfa af Heimskringlu Snorra á vegum Forn- ritaútgáfunnar íslenzku þetta kvöld var Snorra einnig rækilega minnzt í dagskrá þýzka útvarpsins og m.á vera að svo hafi verið víðar um heim, því Snorri er eini íslend- ingurinn er hlotið hefir sígilda frægð á heimsmælikvarða. Reglusamur maður óskar eftir fæði í prívat- húsi. Greiðsla vikulega. Tilboð leggist i póst- kassann fyrir 1. október merkt: P.O. B. 77. Til leigu. Ágætt land fyrir kart- öflugarða í grennd við bæinn er til leigu. Svæð- ið er afgirt. Bílvegur á staðinn.. Uppl. hjá Ragnari Jónassyni Mjólkursamsölunni. 2 þokar af nýjum svarfdælsk- um k a r t ö f I u m til sölu. T I M B U R : 1. Allur algengur húsa- og skipaviður, svo sem fura, greni, eik (skipaeik), pitch pine og Oregon pine 35 prc. 2. Krossviður, gabon og masonite 35 — 3. Allur annar viður 40 — 4. Sé viður úr 1. flokki keyptur hingað full þurrkaður, skal gilda sama álagning, en sé hann þurrkaður hér, má reikna 10 prc. aukaálagningu eða samtals 45 — Ef timburverzlun kemur fram sem heildsali gagnvart annarri timburverzlun og þurfi af þeim ástæðum að skipta álagn- ingunni, skulu gilda sömu reglur og birtar eru aftan við 8. gr. byggingarvöruflokks í auglýsingu í 39. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 25. júlí þ. á. UMBÚÐAPAPPIR: í heildsölu 14 prc. Þetta birtist hér með öllum þeim, er hlut eiga að máli. Viðskiptamálaráðuneytið, 12. ágúst 1941 Eysteinn Jónsson. /Torfi Jóhannsson. Auglýsing um matvælaskammt. Matvælaskammtur frá 1. október til 31. desember hefir verið ákveðinn fyrir það tímabil, sem hér segir: Kaffi, óbrennt . 1500 grömm Sykur .... 6500 grömm Kornvörur . . 20500 grömm Viðskiptamálaráðuneytið, 18. sept. 1941 Rakarastofan Eftir 1. okt. verður lokað kl. 7 e. h. nema á laugar- dögum kl. 8 e. h. Auglýsið í Siglfirðings. Ritstj. vísar á. Jónas Halldórsson

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.