Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.10.1941, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 01.10.1941, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR slíku óðagoti og ömurlegu vand- ræðafálmi, að slíks munu fá dæmi um svo mikilsverð mál fyrir þjóðar- heildina. Samþykkti þingið hin svonefndu dýrtíðarlög, sem eru svo fávíslega úr garði gerð, að þau eru sannkallaður löðrungur á löggjafana. Þau eru óframkvæman- leg til nokkurs árangurs er til úr- bóta megi verða. Það mun nú svo langt stigið á ógæfuhliðina í þessum málum, að tvísýnt er, að úr verði bætt. Eina ráð, er að nokkru haldi gæti orðið, er talið að hækka gengi krónunn- ar og setja á laggirnar óbrigðult eftirlit með verðlagi innlendra af- urða og útlendrar innflutningsvöru. Hér í landinu eru að minnsta kosti þrjár nefndir, sem ákveða verðlag innlendra afurða, og virð- ast þar algjörlega óháðar stjórn og Alþingi, og hlíta íraun ogveru engura lögum, en geta algjörlega ráðið yfir verðlaginu hvað sem hver segir; enda er afleiðingin komin í ljós. Nú sér stjórnin að við svo búið máeigilengur standa. Hún hefir algjörlega gefizt upp við að hafa hemil á dýrtíðinni og verðbólgunni á innlendu afurðun- um, og mun nú endursenda auka- þingi dýrtíðarlagasmíðina, með þeim vitnisburði er þeim hæfir, og löngu er komið í ljós hvernig er: Háskaleg lög og heimskulega samin. Allt þetta dýrtiðarmál er ömur- leg harmsaga um hugkvæmdarog getuleysi íslenzkra löggjafa og sýnir ljóslega hver atbeini þjóð- inni er að slíkum forystumönnum þegar mest á reynir. Það voru svo sem engin undur þótt þeir yrðu hjartanlega sam- mála um að endurkjósa sjálfa sig til áframhaldandi löggjafarafreka. Guðrún Pálsdóttir frá Kambi. 27. okt. lézt hér að heimili sínu frú Guðrún Pálsdóttir frá Kambi, kona Ásgríms Þorsteinssonar, skip- stjóra. Hún var orðin háöldruð kona, skorti einungis mánuð í 81 árs aldur. Guðrún var fædd á Siglunesi, en hefir búið hér á Siglu- fjarðareyri frá því árið 1880 eða full 60 ár. Guðrún sál var hin mesta greindarkona, góðfús og hjálpsöm og einkar vinsæl. Dugn- aði hennar og hagsýni er við- brugðið, er hún barðist ein með barnahóp þeirra hjóna langtímum saman, er maður hennar var á hákarlalegum eða fiskileit. Var þá oft erfitt fyrir um aðdrætti og ann- að. þegar allt mæddi á einum. Guðrún var síkát og ánægð og ein af þeim mörgu konum hinnar gömlu kynslóðar, er leggja allt í sölurnar fyrir skyldurnar við börn sín og heimili. Þau hjón áttu 6 sonu, og eru nú þrír á lífi. Tvo sonu misstu þau hjónin, Jón og Ólaf, á bexta þrozkaaldri. Drukknuðu þeir báðir, en einn son misstu þau á bernskualdri. Guðrún heitin bar önn heimilis síns fram á síðustu stund, því viljinn og kjarkurinn var hvorttveggja end- ingargott, og skylduræknin og ástin á heimilinu óbiluð. En líkams- kraftarnir voru að þrotum komnir, eins og að líkum lætur, eftir jafn langa hvíldarlitla starfsævi. Allir Siglfirðingar minnast hinnar starfsglöðu heiðurskonu með virð- ingu og þakklæti. Þess væri ósk- andi að sem flestar konur hinnar yngri kynslóðar væru og yrðu henni Iíkar að skyldurækni og starfsgleði. Það væri vorri litlu þjóð meira virði en allir milliríkja- samningar og hlutleysisvernd. 77 ára afmæli átti Guðmundur Bjarnason í Bakka 6. sept. s.l. Heimsóttu margirvinir og kunningjar þau hjónin í tilefni af afmælinu og bárust þeim gjafir, blóm og árnaðaróskir víðsvegar að. Guðmundur er ennþá ern og kvikur á fæti með óbilaðan áhuga á atburðum líðandi stundar og stál- tryggt minni um atburði liðinna ára. Væri þess full þörf, að þeir, er safna vildu drögum til sögu Siglufjarðar finndu Guðm. að máli og ritfestu sagnir hans og heimildir. Einnig væri það ánægjulegt, ef úr því gæti orðið, að rituð yrði æfi- saga Guðmundar, því þar mundi birtast margskonar fróðleikur um menn og málefni síðustu 50 ára. Á afmæli Guðmundar barst hon- um eftirfarandi kvæði frá Hannesi Jónassyni bóksala: GUÐMUNDUR BIARNASON Bakka. 6. sept. 1941 Enn er sól í Siglufirði sannarlega er mikils virði enn að liorfa á annes, tinda enn að hlusta á boðskap vinda, enn að líta á lognsins öldu, leggjast upp að bergi köldu, enn að lifa aftanfriðinn, enn að hlýða á fuglakliðinn. í dag ertu sjö og sjötíu ára. Sannarlega timans bára T TJARTANS PAKKLÆTl til allra minna góðu gömlu vina JL JL er heimsóttu okkur og sendu okkur kveðjur og gjafir á sjöt- ugasta og sjöunda afmœlisdegi mínum. Sérstaklega þökkum við hjónin hina rausnarlegu peningagjöf frá Ásgeiri Péturssyni, og kvœðið frá Hannesi Jónassyni, sem flutti okkur yl og hlýju. Biðjum við guð að launa öllum sem hafa glatt okkur hjónin fyrr og nú. Guðmundur Bjarnason. Rúg- mjöl gott í slátur. Verzlun Halldór Jónasson. Nýkomnar eru hinar marg eftirspurðu Ála- foss buxur á fullorðna og drengi, flibbaskyrtur á drengi, og úrval af bindum. Aðalbuðin. V antar duglegan og ábyggilegan mann strax til að bera út Morgunblaðið. Lárus Þ Blöndal- margt hefir frá þér burtu borið, býsna oft í sundur skorið þœtti, sem að saman festu sifjalið og vini beztu. Þeir eru horfnir yfir ósinn. Otal gleðistunda-ljósin frá liðnum tima leggja bjarma á leið, og auka hjartans varma. Gamall sendir gömlum braginn. Guð þér blessi þenna daginn og alla daga er áttu að lifa, allt sé þér til heilla og þrifa. Verndi þig sá, er veröld styður, Vefjist um þig ró og friöur. Vinsemd hreina hlýtt og þakka. Heill sé Guðmundi í Bakka Hannes Jónasson, Kápu- efni mislit, nýkomin Vöruhús Siglufjarðar Ensk fataefni Verð frá kr. 92,00 í fötin Verzlun Halldór Jónasson. Reynslan er ólygnusl. i Matvörur, kaffi, sykur, búsáhöld, og margar fleiri vörutegundir eru ódýrastar að reynslu kaupanda hjá Halldóri M. Vídalín

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.