Siglfirðingur - 18.03.1943, Blaðsíða 2
2
SIGLFIRÐINGUR
Fréttir úr herbúðum þeirra „vinstri“
Hvad dvelur Orminn langaf
KEMUR EKKI RAUÐ RÍKISSTJÓRN?
Það flaug fyrir hér um daginn,
að nú væri að komast á laggirnar
rauð ríkisstjórn — eða, svo maður
viðhafi hæverrskt orðbragð um
svo háleitan hlut, — vinstri stjórn.
Það fer betur í munni, og þjóðinni
svona yfirleitt er meinilla við
,,rauða“ pólitík. Þetta þótti að vísu
ekkert ósennilegt, því að það er á
allra vitorði, að 9 manna
nefndin svonefnda hefur setið á
sátafundi síðan um nýár. Hitt er
aftur annað mál, hvort nefnd sú
hafi alltaf setið á friðstóli. í
nefnd þessari, ,,rauðu“ sáttanefnd-
inni, eða ,,vinstri“ ef menn vilja
það heldur, eiga sæti 3 höfuðgæð-
ingar hvers hinna þriggja ,,vinstri“
flokka: Framsóknar, ferata og
Kommúnista. En forlíkunin virðist
ganga treglega, því einn ákafur
vinstri maður komst svo að orði
í gær viðr þann er þetta skrifar,
að nú væri ,,allt að fara í helvítis
blossa í nefndinni. Kommúnistar
vildu ráða og „þeir ættu að ráða“,
sagði hann, „'af því að þeirra
stefna væri svo jákvæð!“ (Drott-
inn mi nn góður!) Hinsvegar sagð-
ist hann hafa það fyrir s att, að
Framsóknarmenn vildu líka ráða,
sérstaklega af því, að þeirra eigin
sögn, að þeir væru svo þaulvanir
stjórnmálamenn og hefðu stjórn-
viðræðu og kann full skil á dægur-
málum þjóðarinnar og fylgist með
þeim af mikium áhuga, auk þess
sem hann hefur miklum fróðleik af
að miðla frá fyrri tímanum. —
Hann er virðulegur fulltrúi hinnar
horfnu kynslóðar, virtur af öllum
sem hann þekkja og að verðugu,
þótt auður og metorð eigi þar
enga hlutdeiid í. —
Eg spurði Jónas á afmæiisdag-
inn, hvers hann saknaði mest í fari
þjóðarinnar, af kostum eldri tím-
ans. — Hann svaraði: „Eg sakna
drengskaparins; mér finnst hann
minni í seinni tíð, og ég tel það
illa farið“. — Margir geta víst tek-
'ið undir þetta með Jónasi, og allir
hafa gott af að hugleiða s var öld-
ungsins, sem lýsir mjög vel skap-
gerð hans. —
Fjöldi gesta heimsótti Jónas á
afmælinu, og honum bárust fjöl-
mörg heillaskeyti hvaðanæva, enda
niðjar hans eigi færri en 4 tugir,
og eru það 7 synir, 30 barnabörn
og 3 barnabarnabörn.
Siglfirðingur óskar Jónasi til
hamingju og þakkar honum trú-
lega unnið æfistarf og óskar hon-
um þess, að æfikvöldið verði hon-
um bjart og fagurt.
að „þessu landi“ samfleytt í 15 ár
og „verkin“ þeirra „töluðu" enn
út um hinar dreifðu byggðir. Her-
mann væri gáfaðasti stórpólitíkus
er þetta land hefði átt, hann hefði
næstum því verið orðinn dús við
Churchill og Roosevelt og fundið
upp spakmælið um „smásjá
tveggja stórvelda". Aftur á móti
væri kominn stór rosabaugur um
hina pólitísku sól Jónasar, enda
hefði hann verið kosinn formaður
flokksins með miklum minnihluta.
Enda væri hann alls ekki svo örf-
hentur í pólitíkinni, gamli maður-
inn. Hinsvegar væri ekki dælt orð-
ið að eiga við Eystein litla, því að
hann væri nú farinn að predika
„frjálsu leiðina“ í dýrtíðarmálun-
um. Vér héldum að sá rauði væri
að ljúga þessu og fórum að leita í
Tímanum — og — viti menn! Þar
stóð svart á hvítu svolátandi.
klausa eftir Eystein meðal margs
annars, því að hann er þeirra dýr-
tíðarsjení, Framsóknarmanna:
„Also sprach" Eysteinn: „. .. .Það
væri ástæða til að harma það, að
ríkisstjórnin skyldi ekki hafa
reynt þessa samkomulagsleið (þ. e.
„frjálsu leiðina“) áður en hún
lagði þessar tillögur sínar (þ. e.
dýrtíðarfrumvarpið) fram, því að
oft reyndist betra að ná samkomu-
lagi áður en deilur voru hafnar".
Þetta var þá satt! Eysteinn var þá
snúinn inn á frjálsu leiðina!
Um Kratana var hann sagnafár.
Þeir væru „til í allt“ eins og fyrri
daginn, fyrir góð orð og bítaling,
og þætti ekki hundrað í hættunni
að „setja sinn mann inn í ráðu-
neytið“. Það mætti alltaf „draga
hann út“ aftur, eins og þeir hefðu
plagað að gera við Stefán Jóhann.
Annars eru þetta gleggstu frétt-
ir, sem borizt hafa úr rauðu —
nei, vinstri herbúðunum um fæð-
ingahríðar að vinstri stjórn. Svo
mikið er víst, að ekki „bólar á
Barða“ enn. Nú segir Dagur, hátt-
virt málgagn vinstri stjórnarinnar
tilvonandi, að Bandaríkjastjórnin
sé búin að setja dýrtíðarmál ís-
lendinga undir smásjána hans Her-
manns. Hefur Dagur þetta eftir
New York Times frá 5. jan. s.l.,
og þýðir kafla úr grein, er þar er
um þessi mál. Þar segir svo meðal
annars: Viðskiptamálin á íslandi,
en þar hefur til skamms tíma ekki
verið beitt verðlagseftirliti, veldur
ríkisstjórnum Bretlands og Banda-
ríkjanna töluverðum áhyggjum.
En eins og kunnugt er, hafa þessi
lönd bæði s etulið á e yjunni, „hern
aðarlega gesti“, til þess að vernda
ísland fyrir ágengni Möndulveld-
Silíurfiskinn á diskinn
i
Húsmæður til sjávar og sveita!
„Kennið börnunum að borða síld!“
Síldarbærinn framleiðir bezta matarsíld. Síldin er vítamín
mesti, hollasti, bezti og ódýrasti maturinn. — Aukið síldar-
notkim, sparið fyrirhöfn, kaupið siglfirzka saltaða og krydd-
aða matarsild, tilbúna á diskinn.
INGÓLFUR ÁRNASON
anna. Utanríkismálaráðuneytið í
Washington hefur nú í undirbún-
ingi álitsgerð um þessi mál, og er
þess að vænta, að af því leiði uppá-
stungur um endurbætur, sem Al-
þingi (íslenzka þingið) gæti sætt
sig við, og með því móti tækist að
festa (stabilize) ástandið.“
Þetta eru býsna eftirtektarverð
orð og það því fremur, sem þessi
,,rosafrétt“ er tekin upp í „vinstri-
blað“, sem veit hvað það má bjóða
sér, að minnsta kosti þangað til
vinstri stjórnin er setzt á stóla
sína.
------o-------
ÚR BÆNUM
Kirkjan.
Föstumessa næstk. sunnudag kl.
5. Takið Passíusálmana með.
.★
Nýja-Bíó
sýnir myndina „Tom, Dick og
Harry í kvöld (fimmtudag) og
annað kvöld. Er það bráðskemmti-
leg amerísk mynd með Ginger Rog
ers í aðalhlutverkinu.
★
I. O. G. T.
Stúkufundur í kvöld (fimmtu-
dag) kl. 8Vo. Félagsmenn áminntir
um að fjölmenna. Ritari.
★
Hjónaefni.
S.l. sunnudag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Guðrún Reykdal
og Ragnar Jónasson.
★
Dánardægur.
Rósa Einarsdóttir, kona Krist-
jáns Kristjánssonar, andaðist að
heimili þeirra hjóna í Kópavogi í
fyrradag. — Allir Siglfirðingar
þekktu þau Rósu og Kristján. —
Þessarar merku konu verður nán-
ar getið síðar.
★
Söfnun.
Siglfirðingar skulu minntir á, að
listar til Bíldudalssöfnunarinnar
liggja frammi á bæjarfógetaskrif-
stofunni, lögregluvarðstofunni,
Verzl. Sv. Hjartarson, matvöru-
verzl. Gests Fanndal og matvöru-
deild Kaupfélags Siglfirðinga.
★
Afmæli.
49 ára afmæli átti í gær Hafliði
Smekklásar
Hengilásar
Láshespur
Hurðarlamír
Skáplamir
Blaðlamir
Tréskrúfur
Hilluknektl
Rörtengur
Verzlun Sig. Fanndal.
KERRUPOKAR
liálifóðraðir og
alfóðraðir.
VALUR
Jónsson, skipstjóri. Siglfirðingur
óskar honum allra heilla.
★
Slysavamadeild Sigluf jarðar
hélt aðalfund sinn nýlega. —
Stjórn var kosin þessi: Gunnar
Jósepsson, formaður, Jón Jóhanns
son, ritari, Ólafur H. Guðmunds-
son, gjaldkeri. Vilji menn leita að-
stoðar deildarinnar til hjálpar
bátum eða annars þess, er deildin
gæti aðstoðað við, ber að hringja
til Gunnars Jósepssonar, formanns
deildarinnar, í eitthvert þessara
þriggja símanúmera: 107, 247 eða
87. Náist ekki í hann, skal hringja
í þá Jón Jóhannsson, sími 149 eða
Ólaf H. Guðmundsson, sími 93 og
75.