Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.03.1943, Page 3

Siglfirðingur - 18.03.1943, Page 3
SIGLFIRÐIN GUR 3 i a « tt' át >*» H &'# mr -'rf « «w V4 *m •* «*'*'r Trjáviður er mikilvæg- asta styrjaldar-hráefnið. J ÍÖ&# r* Eftirfarándi er lausleg þýðing, eða öllu heldur end- sögn á grein í janúarhefti ritsins ,THE ROTARIAN' i;4, Greinin er eftr Egon Glesinger. Skáld nokkurt komst svo að orði að það væri aðeins á færi guðs eins að búa til tré. En það sem nú er hægt að búa til úr trjánum, það er ekkert smá- ræði. Öll þau ósköp mundu jafnvel gera Jules Verne orðlausan og hissa. Efnafræðingarnir hafa skyggnzt inn í boli trjánna og orð- ið þess vísari, að þar er slík efna- gnægð að vænlegt er til framleiðslu ýmsra bráðnauðsynlegra hluta og tækja, sem mjög er vant í núver- andi styrjaldarrekstri, og sem ennfremur mun hafa mikil áhrif á öll viðskipti á komandi friðartím- um. Öll þekkið þið viðarkol og haf- ið heyrt getið um kolaefnið. Að- ferðum sem enn eru notaðar við framleiðslu þessara efna var lýst af forn-Grikkjanum Theophrastusi oTx ári f. Kr. En hafið þið heyrt tíðindin sem nú eru sögð um bindiefni (lignin) og tréni trjáviðarins og vetnis- greining hans? Það er anuðsynlegt að kunna nokkur skil á {>essu þrennu ef skilja á rekstur núverandi styrj- aldar. Hérumbil þriðjungur af efnis- magni trjáviðarins er bindiéfnið. Það mætti líka kalla pað „band- vef“ hans, þvi það samtengir og þéttir hinar örsmáu tref jar trénis- ins (cellulose) sem heita má að sé tveir þriðju hlutar viðarins. Til að greina bindiefnið frá trén- inu þarf ýmsar sýrur, mikinn þrýsting og hita. Þetta er kallað vetnisgreining (hydrolysis). Vér vitum næsta lítið um bindi- efni viðarins (ligninið). Einu sinni var það eitt aðal efnið í pappírs- deiginn. Nú e» það notað sem bindiefni við vegagerð, til að líma niður gólfdúka, í lút við litunar- efnagerð og sútun o. fl. Trénið er aftur á móti bezt þekkt af baðmullinni, sem er því nær hreint tréni. Það er mjög ó- dýrt, til af því yfirfljótanlegar gnægðir og mjög þægilegt að breyta því og kljúfa í önnur efni. Má nefna sem dæmi: *I. að við vetnisgreiningu verð- ur trénið að þesskonar sykri er myndar kornsætu. Þýzkir vísinda- menn útbjuggu haglega gerðar til- færingar til að framleiða með syk- ur þenna, en þá kom snjall vís- indamaður til sögunnar úr Vest- urheimi og fann upp ofur einfalda vél er framkvæmdi verk þetta bæði fljótar og betur. Ef mokað er sagi í vél þessa öðrum megin kem- ur hreinn og klár sykur úr henni hinum megin. Þegar sykur þessi er fenginn er auðvelt að breyta honum í vín- anda, — ekki þó svokallaðan tré- spíritus, sem er eitraður, — held- ur kornvínanda (etylalkohol) sem er til margra hluta nytsamlegur. Annarskonar efnagreining breyt ir trjásykrinum í ger, og enn er gerinu breytt í eggjahvítublandin þvagefni, sem eru að efnasamsetn- ingu skyld ammoníakinu, sem all- ir þekkja, þó ekki sé af öðru en lyktinni. Kjöt og aðrar fæðuteg- undir úr dýraríkinu eru mjög hlaðin þessu efni. Þetta minnir á sögu, sem bend- ir á mikilvæg" atriði í þessu sam- bandi, enda þótt hún sé að líkind- um ekki sönn: Einu sinni eigi alls fyrir löngu hafði maður nokkur tekið eftir því, að eyddir og orpn- ir plankar er rifnir hofðu verið upp úr gömlu hesthúsgólfi breyttu ekkert lögun þótt þeir lægi úti og yrðu fyrir áhrifum sólar og regns. Hvernig stóð á þessu? að var vegna þess, að plankarn- ir höfðu gegnvætzt af þvagefnum dýranna. Þetta leiddi til tvenns- konar mikilvægra uppgötvana: 1. Viður, sem gagnvættur er eggjahvítublöndnu þvaðefni, spring ur hvorki né rifnar en heldur ná- kvæmlega lögun sinni þótt hann verði fyrir áhrifum lofts og allra veðra. 2. Sé trjárengla soðin í slíkri upplausn við 212° E- er hægt að vefja hana saman, snúa hana, beygja og móta eins og togleður af því að bindiefni viðarins hefir mýkzt og linazt við áhrif þvag- efnisins. En þegar viðarrenglan er orðin þurr, verður hún jafnföst í sér og áður en heldur þeirri lögun er henni var gefin meðan hún var lin. Að fenginni þéssari vitneskju tóku rannsóknarfúsir menn til starfa og eftir miklar og marg- ar tilraunir, komu fram á sjónar- sviðið ný og ný efni unnin úr tré. Ef trjáflögur gagnvættir efni, er mýkir bindiefni viðarins, eru sett- ar undir þungt farg, verða þær harðar sem stál. Séu þær lagðar saman tvær eða fleiri og sérstak- lega ef önnur snýr langs og hin þvers eins og í vanalegum kross- viði, verður efni þetta vitanlega enn sterkara. Efni þetta þolir allar loftslagsbreytingar og hvaða veð- ur sem er, brennur ekki og olíur og sýrur hafa lítil sem engin áhrif á það. En samt er það auðunnið með vanalegum trésmíðaáhöldum. Og með auknum þrýstingi má gera það enn sterkara en stál. Úr pappa eða pappír, sem einnig er búinn til úr tré, má gera þynnur með líkri aðferð. Þær eru gagn- vættar í trébindiefni og fergðar undir 150 kg. þunga. Verða þær þá rafgular, gagnsæjar og beygj- anlegar, vatnsheldar og eldtraust- ar, helmingi léttara en álm, en með þenslumætti stálsins. Nú eru flugvélar byggðar þannig bæði í Bretlandi og Ameríku að þetta ,,viðarstál“ er haft í skotvopna- undirstöður og skrúfublöð og vængirnir þaktir hinum hörðu og sveigjanlegu gagnsæju þynnum. Þarna eru líka byggðar flugvélar þvínær eingöngu úr efni þessu, ekki einungis æfingaflugvélar, heldur og einnig eltiflugvélar og smásprengjuflugvélar. Flugvélar þessar eru mjög létt- ar og geta því borið þeim mun meira eldsneyti ef um langflug er að ræða. Þær eru hraðfleygar, því h*orki samskeyti né raðir nagla- hnoða auka á mótstöðu loftsins og mjög fljótlegt er að gera við skemmdir á þeim, því þótt kúlur eða sprengjubrot hitti skrokk eða vængi fer það í gegn án þess að springi eða rifni út frá ,,sárinu“. Skammt er að minnast skipsins er flutti Mac-Arthur hershöfð- ingja frá Bataanskaga til Ástralíu. Skip þetta var byggt úr „viðar- stáli“. Amerísku skipasmíðastöðv- arnar smíða nú slík smáskip unn- vörpum. Þau eru kölluð ,,P. T.“. Hvert þeirra getur haft meðferð- is tvö eða þrjú tundurskeyti. Þau eru þriðjungi léttari og þriðjungi sterkari en samskonar skip úr stáli. Rengur öll og bönd í tundur- duflaslæða og fleiri smáskip ’ flot- ans eru nú höfð úr slíku viðar- stáli úr amerískri hvíteik. Það er haft fyrir satt að í alla þá bílaskrokka, sem þurfa til að byrgja heilan her að bílum, fari 275.000 smálestir stáls, sem spar- ast vitanlega séu þeir byggðir úr „tréstáli.“ Nú er líka svo komið, að þetta er gert, og fjöldi venju- legra flutningabíla iðnfyrirtækja KVENSOKKAR ódýrir en góðir. V ALtJR SgÍ&EflF . heima fyrir eru byggðir úr sama efni og menn láta breyta bíl- skrokkunum gömlu, fá tréstál í stað hins eldra stáls. Gerir það bílana miklu léttfærari og eykur að sama skapi burðargetu þeirra. Trévínandinn er notaður við vinnslu gerfigúms og líkindi eru til að nota megi bindiefni viðarins (ligninið) í ennþá endingarbetri hjólbarða en unnir eru úr gúmí, enda búa nú Þjóðverjar til ókjör slíkra hjólbarða er reynast ágæt- lega. Meira en hálf milljón Evrópu- bifreiða nota nú tréúrgang og við- arkol til eldsneytis. Er þessu brennt í geymi utan á bifreiðinni er framleiðir gas er vélin fær í benzín stað. Það er opinberlega til- kynnt að þetta trjáviðargas spari Þjóðverjum árlega á aðra milljón smálesta af benzíni, líklega álíka mikið og þeir eyddu í allri fransk- belgísku sókninni 1940. 1 Banda- ríkjunum mundi 10 dala virði af trjáviði framleiða jafnmikla véla- orku og 30—40 dala virði af benz- íni með núgildandi verðlagi. Þetta er staðreynd, er ætti að geta orðið hagnýt við notkun flutningabíla og dráttarvéla. IJr einu teningsfeti af viðarúr- gangi má vinna 1 gallon af vín- anda. Vínanda er einnig hægt að vinna úr trjádeigsgeri. Efnafræð- ingar Bandaríkjanna staðhæfa að 1 gallon trjávínanda sé hægt að framleiða fyrir 15—18 sent. Vínandinn er notaður í reyk- laust púður, og olíusæta (clycerin) sem einnig er unnið úr tré, er not- uð í nitoglyserin, sem er eitt með ægilegustu sprengiefnum. í Svíþjóð og Þýzkalandi eru úr- gangstrjábútar seiddir í þurkofn- um við háan hita til að nú úr þeim tjörunni, en hún er ágætt efni í smurningsolíur og sparast þá til þeirra hluta jarð- og steinolía. Trjásykurkvoða er krystölluð og unninn úr lienni neyzlusykur. Þetta er gert í Þýzkalandi og gefst ágætlega. Þar er einnig trjáger með miklu próteinmagni unnið til nautgripafóðurs. Þar er líka mik- ilsverður fóðurbætir'unnin úr sagi og trjásykurkvoðu. Framh. — Kennið börnunum að borða síld!

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.