Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.04.1943, Page 1

Siglfirðingur - 21.04.1943, Page 1
16. árgangur I Miðvikudaginn 21. apríl 1943 Dýrtíðarfrumvarp þingsins. 13. þ. m. urðu þau tíðindi á Al- þingi, að þar voru afgreidd dýr- tíðarlög eftir langar þrautir og þjáningar, Eins og allir vita lagði stjórnin fyrir þingið frumvarp til laga er frá hennar hálfu var til- raun til að vinna bug á dýrtíðinni. Þetta var í öndverðum janúarmán- nði. Frumvarp þetta vakti þegar miklar umræður og foringjar verkálýðsflokkanna gáfu þegar út skipun til allra stærri verkalýðs- félaga í landinu að mótmæla frum varpinu kröftuglega. Verkalýðsfé- lögin brugðust vel við og mótmæl- in drifu hvaðanæfa til þingsins. Mö*rgum þótti þó undinn allbráður bugur að mótmælunum, því þau fóru að berast þinginu löngu áð- ur en almenningur ætti þess nokk- urn kost að kynna sér frumvarp- íð og meira að segja áður en að þingmenn höfðu haft tækifæri til að kynnast því til hlítar. Þetta kom nú raunar ekki að sök í þetta sinn af því að svo vildi til, að frumvarpið var meingallað og hefði orðið óvinsælt meðal allra stétta, en hinsvegar sýna þó mót- mælin, að ekki er mikið á þeim að byggja þegar • þau eru þvinguð fram áður en fólkið veit hverju það á að mótmæla. Og það sýnir hinsvegar að kommúnistar, en þeir munu hafa staðið fyrir mótmæla- kröfunum, sjást lítt fyrir í þessum sökum, og svo gæti farið, að þeir tækju upp á því að krefjast þess að fólkið mótmælti því sem því væri lífsnauðsyn á að fá samþykkt. Þeir, sem taka ásig þá ábyrgð að að skipa almenningi að mótmæla í blindni því sem enginn veit hvað er, geta alveg eins verið vísir til að skipa því að mótmæla öllu, sem þeim er ekki til pólitísks ávinnings, enda þótt það horfi til nauðsyn- legra bjargráða. En nóg um það að sinni. Eins og lögin komu frá þinginu, eru þau næsta ólík því, er stjórnin ætlað- ist til í fyrstu með sínu frumvarpi, enda hefir sjálfsagt verið á því eitthvert flaustursverk, því að stjórnin sendi inn til þingsins breytingartillögur við sitt eigið frumvarp,’ sem gjörbreyttu því, enda þótt viðhorfin til dýrtíðarinn- ar né dýrtíðin sjálf hefði í engu breytzt. En ekki fengu breytinga- tillögur stjórnarinnar heldur byr í þinginu. Þingið breytti sjálft frum- varpinu, og voru þar mestar og flestar breytingatillögurnar frá fjárhagsnefnd neðri deildar. Það sem mestum mótmælum olli hjá þinginu, og allir virtust á eitt sátt- ir um að væri ekki tímabært, var lögfestingarákvæði kaupgjaldsins. I þess stað lagði nefndin til svo- hljóðandi tillögu: „Ríkisstjórnin skal leita samninga við Alþýðu- samband íslands og önnur sam- bönd launþega um, að þau, fyrir hönd stéttafél., og að fenginni heimild frá þeim, fallist á, að í næsta mánuði skuli greiðsla verð- lagsuppbótar á kaupgjald og laun fara fram eftir þeirri vísitölu, sem er byggð á verðlaginu 1. dag þess mánaðar.“ Þá var annað þrautasporið að koma sér saman um einhverja skipan á verðlagi landbúnaðaraf- urða. En loks tókst þó nefndinni að koma sér saman um svohljóð- andi tillögu um þau mál: „Skipa skal sex manna nefnd, er finni grundvöll fyrir vísitölu fram- leiðslukostnaðar landbúnaðaraf- urða, er fara skal eftir við ákvörð- un verðs landbún.afurða og kaupgj. stéttafélaga, er miðist við það, að heildartekjur þeirra, er vinna að landbúnaði, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinn- andi stétta. Skal í því sambandi tekið tillit til þess verðs, sem fæst fyrir útfluttar landbúnaðarafurð- ir. Nefndin skal skipuð hagstofu- stjóra og sé hann formaður nefnd- arinnar, forstöðumanni búreikn- ingaskrifstofu ríkisins, tveim mönnum eftir tilnefningu Búnað- arfélags íslands, einum eftir til- nefningu Alþýðusambands íslands og einum manni tilnefndum af Bandalagi starfsmanna ríkis- og bæjarfélaga. Nú verður nefndin sammála úm vísitölu framleiðslu- kostnaðar landbúnaðarafurða og hlutfalls milli verölags á landbún- aðarafurðum og kaupgjalds stétta félaga, og skal þá verð landbúnað- arafurða ákv. í samræmi þar við, meðan núverandi ófriðarástand helzt. Þó er ríkisstjórninni heimilt að ákveða lægra verð á einstökum vörutegundum gegn framlagi úr ríkissjóði. Nefndin skal ljúka störf um og skila áliti til ríkisstjórnar- innar fyrir 15. ágúst 1943. ..." En þar til verðlag landbúnaðar- urða hefir verið ákveðið, samkv. ofansögðu er ríkisstjórn heimilt að ákveða verðlag þeirra á þessa leið: Útsöluverð mjólkur lækki í kr. 1.30 pr lítra, og verð annarra mjólkurafurða í samræmi við það. Lækkun á verðinu til framleið- enda verði hlutfallslega jöfn þeirri lækkun á vísitölu kauplagsnefnd- ar, sem verður í næsta mánuði eftir að mjólkurverðlækkunin kem ur til framkvæmda, og verðið á þeim breytist síðan í samræmi við breytingar vísitölunnar, en að öðru leyti verði verðlækkunin á mjólk og mjólkurafurðum greidd úr rík- issjóði, svo að verð í heildsölu á dilkakjöti verði kr. 4.80 pr. kíló og aðrar kjöttegundir í samræmi við það. Ákvæðin um verðlækkun þess- arar greinar og ríkisframlag falla úr gildi eigi síðar en 15. sept. n.k. Þá bætti nefndin inn í frumvarp- ið ákvæðum um það, að „ríkis- stjórn sé heimilt að leggja fram úr ríkissjóði 3 milljónir króna í sjóð til tryggingar launþega gegn atvinnuleysi og nefnist hann At- vinnutryggingarsjóður. Þá skal milliþinganefnd sú, sem skipuð hefir verið samkvæmt þingsályktun 4. sept. 1942 til þess að athuga atvinnumál o. fl. ^l||||||||ll!lllllllll[l!!llllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllll!l!IIIIIIIIII11tlllllllil!llllll{1 | | SIGLFIRÐINGUR [ fæst í | | Aðalbúðiimi, | Verzlunarfélaginu | 1 og Verzl. Valur = '—' = 12. tölublað BanmnKr; FYRIRSPURN TIL MJÖL^VIS Ábending Siglfirðings imi FYLGISLEYSI KOMMÚNISM- ANS Á NORÐURLÖNDUM, virðist 'hafa liitt pólitískt líaun á ritstjóra Mjölnis. Ritstjórinn reynir að eyða þessari STAÐ- REYND með þýðingarlausu spaugi! Ætli ritstjórinn væri ekki fá- anlegur til þess að skýra fyrir lesendum sínuni, HVERS- VEGNA frændur vorir á Norð- urlöndmn liafa hundsað Komm- únismann frá upphafi? í samráði við Alþýðusamband ís- lands setja reglugerð um hlutverk og starfsemi sjóðsins. Skal því lok- ið fyrir 15. ágúst n. k. og skal þá reglugerðin staðfest af félagsmála ráðherra. Flest allar þessar breyt- ingatillögur nefndarinnar voru samþykktar. Var höfð við dýrtíð- arfrumvarpið sama aðferðin og vant er „þar í sveit“ um flest öll stórmál: Það var keyrt í gegn um þingið í dauðans fáti síðasta dag inn er þingið sat. Mjög eru menn ósammála um það, hvort þetta frumvarp sé í raun og veru nokk- ur lausn á dýrtíðarvandamálunum. Sumir, og þá helzt bændur og búa- lið munu telja að því allmikla bót, en aftur á móti munu skattþegnar kaupstaða og bæja mjög á annarri skoðun, og verkalýðurinn yfirleitt líka. Skattar þyngjast mjög þótt eigi verði því neitað, að fyrir lægri launastéttirnar sé mikil bót á orð- in frumvarpinu frá því, sem það kom frá höndum stjórnarinnar. Og það er víst óhætt að segja það ákveðið, að frumvarp þetta muni sæta strangri gagnrýni í ýmsum efnum. Og það er víst líka óhætt að spá því með nokkrum líkum, að jafnvel þetta þing sem nú sit- ur, og settist á rökstólana daginn eftir samþykkt frumvarpsins muni jafnvel breyta því ekki óverulega Frh. á 4. síðu.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.