Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.04.1943, Side 2

Siglfirðingur - 21.04.1943, Side 2
2 SIGLFIRÐIN GUR Fyrsti Pálmasunnu- dagurinn. ---0O0--- Ýmislegt úr lífi Gyðinga á síðustu dögum Krists. ^ ^ ^ ‘ --o Lauslega þýtt. E. B. NISSEM Rómverskur herforingi reið austur eftir veginum, frá Akka. Vorsólin var hátt á lofti. Geislar hennar spegluðust í skyggðum hjálmi og brynju riddarans og spjótum fylgdarliðsins. Þeir riðu nú eftir djúpum dal í Galeleufjöll- unum og hitinn var mikill. Berar klettahlíðarnar endurvörpuðu brennandi heitum geislunum. For- inginn reið á undan fylgdarliði sínu og var í djúpum hugsunum. I gær steig hann á land í Akka. Og nú var hann á leið inn í landið, til að framkvæma skipun hins volduga Tiberíusar keisara. Hann átti að afla nákvæmra upplýsinga um á- standið í Palestínu. Keisaranum bárust daglega kærur og kvartan- ir frá Gyðingunum yfir umboðs- stjórninni rómversku þar í landinu, og Rómverjar, er heim komu frá Gyðingalandi, kvörtuðu sáran yfir þessari frávita Júðaþjóð, sem ó- gerningur var að gera til hæfis og illmögulegt að lynda við. Foringi þessi hét Valeríus. Hann átti forn- vin einn og æskuleikbróður þarna í Gyðingalandi. Hann var höfuðs- maður í Galileu í umboði hins róm- verska lénskonungs, Heródesar Antipasar. Og hann bjó þarna austur í bæ einum er hét Kapern- aum. Jæja. Hann var þá kominn í land hinnar einkennilegu og þver- lyndu Júðaþjóðar. En fallegt var þarna! Þessi dalur var óslitinn aldingarður. Blómaskrúðið þúsund litt blasti við allstaðar milli á- vaxtaekranna. Það var ekkert und- arlegt, þótt þetta töfraland gæti framfleytt miklum fólksfjölda. En sennilega var það orsök allsnægt- anna, að Gyðingarnir voru svona óþjálir í sambúðinni. Rómverjar reyndu að gera þeim allt til hæfis. Þeir voru undanþegnir herskyldu, og þeir voru látnir frjálsir um trú- arbrögð sín, sem ekki var þó venja Rómverja í lénsríkjunum, því næst keisaraskattinum var sú krafan hörðust, að lénsríkin legðu til liðsmenn í keisaraherinn, og að hinir rómversku guðir væru dýrk- aðir að minnsta kosti jafnhliða heimaguðunum. En þrátt fyrir all- ar ívilnanir frá Rómverjanna hálfu, gerðust Gyðingar æ óviðráð- anlegri og ofstopasamari. Stöðugt voru uppþot og óeirðir daglegir viðburðir. I þessu litla kotríki urðu Rómverjar að hafa öflugt setulið til að halda öllu í skefjum. Hálfa legíon (um 3000) hermanna varð að hafa undir vopnum að staðaldri. Það var eins og enginn Rómverji mætti hreyfa sig í þessu landi, svo að eigi yrðu árekstrar við ill- skiptna ofstopamenn Gyðinganna, og trúarkenjar þeirra. Allt þetta átti Valerius að rannsaka og gefa um það, skýrslu til keisarans. Og um þetta var hann nú að hugsa. Um þetta ætlaði hann að leita sér upplýsinga hjá vini sínum, höfuðs manninum, áður en hann gengi á fund landshöfðingjans, Pontíusar Pílatusar. Ójá. Þarna fór veginum að halla niður á við frá Galíleuhálendinu. Og þarna sást blika á silfurskyggð an flöt Genesaret-vatnsins. Og nú lá vegurinn meðfram vatninu áleið is til borgarinnar Tíberías, er Heródes hafði nýlegá látið reisa og gefið nafn keisarans. Þar sást þegar blika á hvolfþökin og turn- ana á hinum rómversku goðahof- um. Þessi hof urðu til þess, að Gyðingar forðuðust borgina eins og heitan eldinn. Þarna við vega- mótin hófst frjósöm slétta við vatnið, fegurri en allt, er Valeríus hafði áður séð þarna, og beint í norður lá vegurinn til Kaper- naum, sem var stærsti bærinn við vatnið, því að um hann lá lestaveg- urinn frá Damaskus til Akka. Nú var krökkt á vegi þessum af fólki og flutningalestum og vögnum. Aðalatvinna bæjarbúa var þá veið- in í vatninu, því vatnið var frægt fyrir fiskignægð, og fiskur var, næst brauðinu, aðalfæða Gyðing- anna. Þarna var líka fullt af fiski- bátum bæði að veiðum úti á vatn- inu og bundnum við ströndina, en innanum þá brunuðu stór róm- versk farþega og flutningaskip og lystisnekkjur frá Heródesarhirð- inni í Tiberías. En svipvindasamt var á vatninu, og gerði veiðina og siglingar um það hættulegar, og ótrúlegt hve ,,sjógangur“ gat orð- ið þar illur. Vel var Valeríusi tekið hjá höfuðsmanninum, vini hans. Honum var búið bað og líkami hans smurður ilmolíu eins og sið- ur var heldri manna og að því búnu sezt að máltíð. Vinirnir Frh. á 3. síðu í skuggsjánni. í 10. tbl. Siglfirðings eru fyrir- spurnir til Barnaverndarnefndar frá siglfirzkum borgara. Finnst honum hann vera beittur órétti af nefndinni. Tvær nefndarkonur svara þess- um fyrirspurnum í síðasta tbl. Sigl firðings, en þar sem ég ekki er fyrirspyrjandinn, er mér svarið ó- viðkomandi að öðru leyti en því, að í lok greinarinnar tala nefndar- konurnar um hversu hreingerning á bíóhúsinu sé ófullkomin. Vegna þessara ummæla rita ég þessar fáu línur. Vinnumaður minn, sem hefur starfað hjá mér í mörg ár, og unn- ið störf sín sómasamlega, hefur haft hreingerningu hússins á hendi En til þess að fullnægja ósk hinna óánægðu um fullkomnari hrein- gerningu hef ég ráðið Kristínu Sig- urðardóttur til að gera húsið hreint, ásamt vinnumanni mínum, og vona ég, og efast ekki um, að starf þetta verði eftirleiðis þannig af hendi leyst, að hinir óánægðu verði ánægðir með það. Nefndarkonur kvarta um það í grein sinni, að Barnaverndarnefnd- in sé að verða óvinsæl hér í bæ, og má vel vera að svo sé. En er þá ekki ástæðan sú, að Barnaverndar- nefnd Sigluf jarðar er miklu strang ari og kröfuharðari en samskonar nefndir í öðrum kaupstöðum. Ætla ég að koma hér með óhrekjanleg- ar staðreyndir: 1. Nefndin bannar unglingum allt til 16 ára aldurs að fara í bíó á kvöldin kl. 9—11 á þær mynd- ir, sem annars eru leyfðar. I öðrum kaupstöðum mega ungl- ingar, sem búið er að ferma, fara einir í bíó á kvöldin, og unglingar innan fermingar, ef þeir eru í fylgd með foreldrum sínum eða vandamönnum. 2. Nefndin bannar 15 ára ungling- um hér á Sigluf-irði að horfa á myndir, sem 5 ára börnum er leyft að sjá bæði í Reykjavík og á Akureyri, og hvar sem er á landinu nema hér á Siglu- firði. Vil ég taka t. d. myndina „Útlagarnir“, sem sýnd var hér fyrir fáum dögum. Þessari mynd fylgir sá dómur mynda- eftirlitsins í Reykjavík, sem ætti að gilda fyrir allt landið, að myndin sé leyfð fyrir öll börn, en hér mega unglingar innan 16 ára aldurs ekki sjá myndina. En þetta er ekki eina myndin. Þær eru orðnar marg- ar myndirnar, sem leyfðar eru fyrir börn alstaðar á landinu nema á Siglufirði. 3. Stúkan ,,Framsókn“ hefur sýnt hér sjónleikinn „Maður og kona“. Sýningin hefst kl. 8 að kvöldi og er ekki lokið fyrr en kl. 12,30. Þarna mega börn og unglingar vera án þess að nefnd- in skipti sér af því, vaka á skemmtun til kl. hálf eitt að nóttu, ef þau eru í fylgd með foreldrum eða vandamönnum. En séu börnin í fylgd með for- eldrum sínum á leyfðar myndir í bíó, sem varir ítæpatvo tíma, frá kl. 9—11, þá eru þau sótt inn í húsið og rekin út. Að mínu áliti er ástæðulaust að banna unglingum, sem búið er að ferma, að fara á bíó kl. 9 að kvöldi á leyfða mynd. Unglingum á þess- um aldri finnst þeim vera órétti beittir með slíku banni. Þessi til- finning skapar reiði gagnvart þeim sem beitir þá þessum órétti. Einn- ig finnst börnum og unglingum hér í bæ þau vera beitt órétti, að fá ekki að sjá þær myndir, sem börnum og unglingum í Rvík og á Akureyri er leyft að sjá. H. Thorarensen. 1 í páskamatinn: | Svínakótelettur Svínasteik Lambasteik og Kótelettur Nautasteik Nautabuff Gullash Lambasvið 4 Hangikjöt Allsk. áskurður o. m. fl. jjTryggið yður það bezta| |Pantið strax í dag. | Kjötbúð Sigluf jarðar | Íllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllll i > ...— 'Mjólkursam- salan tilkynnir: Mjólkurbúðir vorar verða opn- ar sem hér segir: Skírdag kl. 10—12 f. h. Föstud. langa kl. 10—12 f. li. Lokað á páskadag. Annan í páskum 10—12 f. h. Mjólkursamsalan. f

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.