Siglfirðingur - 21.04.1943, Blaðsíða 4
4
SIGLFIRÐINGUR
því bráðum væri væntanlegt liið
langþráða Messíasarríki. Þarna
voru musterisverðirnir, stór flokk-
ur manna, sem meðal annars lok-
uðu hliðum musterisins á hverju
kvöldi. Þurfti til þess talsverðan
mannafla, því hurðir aðal hliðsins
voru svo þungar, að tuttugu
manna tak var að koma þeim aft-
ur. Höfuðsmaðurinn sagði honum
að musterinu þjónuðu 20 þúsundir
presta, og flestir stunduðu með-
fram einhverja atvinnu, búskap
eða handiðn. Hann fræddi hann
um, að daginn fyrir páskahátíðina
kæmu þangað allir heimilisfeður
hver með sitt páskalamb. Innýflin
væru fórnargjöf, en kjötsins væri
neytt heima við páskamáltíðina.
Þá var þarna heljarmikill slátur-
völlur. Allt varð að ganga ná-
kvæmlega eftir settum trúarregl-
um, bæði við musterisvígsluhátíð-
ina, laufskálahátíðina og hina
mikla friðþægingarhátíð. Allt varð
að vera hreinleikanum samkvæmt,
svo að guð gæti búið í musterinu
og verið með sinni útvöldu þjóð.
Þeir gengu aftur um götur bæj-
arins út að austurhliði borgarinn-
ar en þaðan blasti við hið litauðga
Olíufjall og þaðan lá vegurinn til
Jeríkó. Það var kynleg sjón er þá
biasti við augum þeirra. Feikna
þyrping kom eftir veginum. Sumir
hrópuðu hástöfum, aðrir sungu
hátíðasöngva, enn aðrir veifuðu
pálmagreinum. Sumir voru með
fullt fang blóma, er þeir stráðu á
veginn eða fleygðu á hann pálma-
greinum, og enn voru aðrir er
breiddu á veginn klæði sín og yfir-
hafnir. En athygli allra beindist
að einum manni, er reið eftir veg-
inum á asna sínum. Um hann sner-
ist allur fögnuður hins mikla
manngrúa. „Þetta er spámaðurinn
frá Nazaret!“ hrópaði höfuðsmað-
urinn og var um leið horfinn í
f jöldann. En um kvöldið kom höf-
uðsmaðurinn heim, hryggur í
huga. Hann sagði að verið væri að
brugga samsæri í borginni gegn
spámanninum. Þar voru fremstir
i flokki æðstuprestarnir og Farí-
searnir sem reyndu að æsa upp
lýðinn og fá Rómverjana til að
snúast gegn honum. Og höfuðs-
maðurinn hvarf aftur út í nætur-
húmið til þess að reyna að vinna
að því að tryggja líf spámannsins.
Valeríus sat einn eftir og hugur
hans snerist að lifnaðarháttum og
ofstæki þessarar ofsatrúarþjóðar,
sem gerði trúmál sín að stjórnmál-
um og stjórnmálin að trú. Honum
var ljóst, að eitt af tvennu urðu
Rómverjar að gera: Láta af stjórn
landsins og láta hina þrætugjörnu
þjóð taka við stjórninni, ellegar á
hinn bóginn að láta hart mæta
hörðu, stjórna með hlífðarlausum
járnaga og tvístra Gyðingunum í
allar áttir.
Og hálfri öld seinna tóku Róm-
verjar hinn síðari kostinn.
Askorun
til Alþingis og ríkisstjórnar frá
Félagi síldarsaltenda, Siglufirði.
Samkvæmt upplýsingum for-
manns F. S. S., Jóns L. Þórðar-
sonar, var eftirfarandi áskorun
samþykkt á fundi félagsins 18. þ.
m. Var áskorun þessi samþykkt
með öllum (12) greiddum atkvæð-
um. Einn fundarmanna greiddi
ekki atkvæði.
Félag síldarsaltenda, Siglufirði,
leyfir sér hér með að skora á Al-
þingi og ríkisstjórn að láta ekki
flytja út neitt af hinni svokölluðu
Svíasíld (þ. e. síld söltuð sumarið
1940) til sölu á erlendan markað.
Ásigkomulag fyrrgreindrar síld-
ar teljum vér að sé nú þannig, að
óverjandi sé að flytja hana úr
landi sem verzlunarvöru og breytir
það engu, þótt síldin sé flökuð.
Teljum vér að útflutningur og sala
á síld þessari muni verða til þess
að rýra mjög álit neytenda á gæð-
um íslenzkrar síldar og vöruvönd-
un íslenzkra síldarsaltenda, sem
síðar gæti komið fram í minnkuð-
um viðskiptum, a. m. k. er ófriðn-
um lýkur og leiðir opnast á ný til
sænskra og norskra markaða, auk
þess sem það tæplega getur talizt
vanzalaust fyrir íslenzka ríkið, en
síld þessi verður, ef til kemur, seld
af opinberri stofnun og er nú eign
ríkisins.
í sambandi við framanritað vilj-
um vér taka fram, að kostnaður
við flökun síldarinnar o. fl. mun
vera það mikill, að mjög vafasamt
má telja, hvort nokkur hagnaður
yrði á sölunni, þótt aðeins væri
miðað við að selja hana að öðrum
kosti að miklu leyti til bræðslu.
Teljum vér þetta þó aðeins auka-
atriði, eins og málum er háttað.
DÝRTÍÐARFRUMVARPIÐ
, Frh. af 1. síðu
þegar fram á haustið kemur, og
það jafnvel að óbreyttum aðstæð-
um. Ekki skal hér lagður dómur
á einstök atriði frumvarpsins, en
Siglfirðingur mun gera sér far um
að kynna þetta frumvarp fyrir les-
endum sínum, eins og það var end-,
anlega samþykkt á þinginu, og hitt
mun líka verða gert, að kynna
lesendum Siglfirðings þær skoðan-
ir, er uppi kunna að verða um
gagnsemi frumvarpsins, jafnóðum
og þær koma fram.
Dýrtíðin leikur enn lausum hala,
og menn ættu nákvæmlega að gefa
því gaum hvaða áhrif ákvæði þessa
frumvarps hafa á eigin hag og
annara jafnóðum og þau koma
til framkvæmda. En vitanlega ætti
það ekki að koma mönnum á óvart,
ef nokkurt lið er í frumvarpinu,
þótt í einhverju þrengist hagur
Aðalfundur
Kaupfélags Siglfirðinga verður haldinn í Alþýðu-
húsinu þriðjudaginn 27. þ. m. og hefst kl. 4V2 síðd.
Dagskrá samkvæmt félagssamþykktum.
Stjórnin.
Karlmanna-rykfrakkar
Verð kr. 82.00
Verzlunarfélag Sigluf jarðar.
Illllllllllllllllllllllllllllllll|llllll||||l|||||||||||!lllll!l||||||||||||||||||||||||||||||||||[[[[|[||||||!l|||l!||||||||||||||||||||l|||||||||||||||||||||||l!l|||||||||||||||||||||||||!ll|||!lll|||||l!||||||||||||||||||||||||||||llllll|||||||||||||||||||||||||ll|||||||||lllll|||||||;
Pær stúlkur,
sem vilja fá síldarvinnu á söltunarstöðinni ,Sunnu‘
á komandi sumri, eru vinsamlega beðnar að tala
við undirritaðan I sem allra fyrst.
Kolbeinn Björnsson,
Lindargötu 17.
Stúlku
vantar á
* 0
S JtJKR AHÚSIÐ
Brauðbúðir
vorar verða opnar um liátíðirnar sem hér segir:
i
Skírdag ............................. frá frá kl. 10—5
Föstudaginn langa......................... frá kl. 10—12
Laugardaginn fyrir páska ......................... til kl. 6
Páskadag ................................ frá kl. 10—12
Annan í páskum ............................ frá kl. 10—5
HERTERVIGSBAKARÍ H.F. FÉLAGSBAKARÍIÐ
manna, því að það ætti að vera hver j
um manni ljóst, að eigi dýrtíðin
að dvína að nokkru ráði, verður
það ekki fómalaust. Og svo mun
til ætlazt að byrðarnar sem þjóð-
inni þar með eru á herðar lagðar
komi ,sem jafnast niður á atvinnu
stéttirnar, svo engin stéttin geti
hagnazt á kostnað annarar. Takist
þecta með frumvarpinu er mikið
á unnið í baráttunni, en takist það
ekki er verr farið en heima setið,
og þá verður frumvarpið til þess
að skapa agg og deilur með þjóð-
inni, en af því var nóg fyrir.
Ritstjóri og ábyrgðarmaóur:
Sigurðui Björgólfsson.
Nýja-Bíó
sýnir á miðvikudaginn ágæta
ameríska mynd sem heitir „Ser-
geant York“. Aðalhlutverkið leik-
ur Gary Cooper.