Siglfirðingur - 09.09.1943, Page 1
BLAÐ S JÁLFSTÆÐIS M ANN A í SIGLUFIRÐI
ISIGLFIRÐINGUR J
I mun framvegis koma út |
| kl. 5 e.h. á fimmtudögum |
| fæst í
| Aðalbúðinni,
1 Verzlunarfélasinu |
| Verzl. Sv. Hjarrars. j
| og Verzl. Vaiur
16. árgangur | Fimmtudaginn 9. september 1943. 32. tölublað
< * • #
Orðsending til Þóroddar Buðmundssonar.
í 27. tbl. Mjölnis þ. á„ birtist grein eftir Þ. G. þar sem liann
flytur þau tíðindi „að lítill karl með mikið sjálfsálit hafi skrifað
langan greinarflokk I blaðið (Siglfirðing) undir fyrii-sögninni
„Einræði á íslandi?1.
Þ. G. telur, að þessi „litli karl“ hafi leikið sig og íslenzka komm-
línista svo grátt, með skrifum sínum, að sér (Þ. G.) sé í lófa
lagið, að fá „litla karlinn dæmdan til þyngstu refsingar eða
minnsta kosti svo bungt, aj lítið vrði eftir af honum.
Siglfirðingi finnst nú þetta harla ótrúleg saga, því Siglf. hefur
bæði lieyrt og lesið miklu ljótara um framferði kommúnistanna
(t. d. ofbeldi, kúgun, útlegð, aftökur o. s. frv.) en það, sem „litli
karlinn" hefur lýst til þessa. En hvað um það, sé Þóroddur svona
illa haldinn, þá finnst Siglfirðingi sjálfsagt, að hann leiti sér Iækn-
inga með málshöfðun.
Hver veit nema Þóroddur hressist?
Miklar tæknilegar íram-
kvæmdir í símamálum
Si
Jarðsími lagður til Sauðaness. Beint talsamband liéðan við skip á hafi
úti gegn um fjarstýristöð á Sauðanesi. Jarðstrengur lagður héðan af
Eyririni vestur yfir f jallið til Sauðaness. Mesta tæknilegt afrek í síma-
málum Siglufjarðar. Beint bæjarsímasamband við Skeiðsfossvirkjun-
ina, með svokölluðu HULDULÍNU-fyrirkomuIagi.
ilufjarðar.
Eins og kunnugt er öllum, sem
samband þurfa að hafa við skip
á hafi úti héðan, vill oft svo til,
að samband truflast mjög af ýms-
um orsökum, sem fylgja skilyrðis-
laust athafnalífi bæjarins. En þess
er mjög brýn nauðsyn sakir veiði-
flotans annarsvegar og ríkisverk-
smiðjanna, útgerðarmanna og
fleiri aðilja hinsvegar, að slíkt sam
band geti á verið nokkurnveginn
hindrunar- og truflanalaust. Á því
getur riðið ekki einungis stórkost-
leg ^járhagsleg verðmæti, heldur
og einnig líf og öryggi heilla skips-
hafna. Þarf ekki að fjölyrða um
slíka nauðsyn á öryggi. Hún er
öllum kunn.
Að þessu mikla öryggismáli
hefir um allmargra ára skeið verið
ötullega unnið, fyrst og fremst af
stöðvarstjóranum hér Otto Jörg-
ensen, sem er viðurkenndur fyrir
ágæta og staðgóða þekkingu á
öllu því, sem viðkemur tækni í
símamálum, svo og landsímastjóra
Guðmundi Hlíðdal, sem hefir sýnt
máli þessu mikinn skilning og unn-
ið kappsamlega að því, að mann-
virki þetta kæmist á.
Siglfirðingur hefir snúið sér til
Þórðar Jónssonar, símalagningar-
manns, sem séð hefir um símalagn-
ingu þessa, og spurt hann nánar
um framkvæmdir þessa stórvirkis í
siglfirzkum símamálum.
Þórði farast orð á þessa leið:
Það er nú alveg nýlokið við lagn-
ingu jarðsímans héðan úr bænum
vestur yfir f jallið til Sauðaness. Er
jarðsímalögn þessi um 5 kílómetra
löng og má óhætt telja hana eina
hina merkilegustu og mikilvæg-
ustu framkvæmd, sem hér hefir
verið ráðiet í um langt skeið, bæði
sakir hinna tæknilegu hliðar máls-
ins og þó ennþá frekar sakir þess
mikla öryggis er hún getur skapað
veiðiflotanum bæði til öruggari
veiðifangs og allra hagrænna og
viðskipta við land, svo og beinlínis
til lífsöryggis sjómannanna.
Saga þessa máls er í stuttu máli
sú, að árið 1934 var eins og kunn-
ugt er reist hér á Eyrinni loft-
skeytastöð með 100 watta styrk-
leik og mun hún heyrast sæmilega
um allt síldveiðisvæðið. En hins-
vegar eru talstöðvar skipanna
miklu kraftminni og misjafnar að
gæðum, og var því örðugt og oft
nærri ógerlegt að ná sambandi við
skipin, bæði sakir þess hve þær
voru afllitlar og í misjafnlega ör-
uggu lagi, og eigi síður sakir trufl-
ana, er hér voru í bænum. Það var
því fljótt öllum þeim ljóst, er mest
fjölluðu um þessi mál, að bráða
nauðsyn bar til að flytja móttöku-
stöðina út fyrir bæinn, þar sem
minna, eða lítt gætti truflana.
Forráðamenn landsímans, bæði
hér og syðra og þá sérstaklega
póst- og símamálastjóri G. Hlíðdal,
hófust því handa um að hrinda
þessu í framkvæmd.
Árið 1938 var svo ákveðið eftir
nákvæmar athuganir, að Sauðanes
myndi vera einna heppilegasti
staðurinn fyrir móttökutæki stöðv-
arinnar, og þá um leið fyrir þráð-
laust firðsamband við skip á hafi
úti.
Festi landsímastjórnin kaup á
efni til þessara framkvæmda í
Þýzkalandi, en þegar heimsstyrj-
öld sú, er nú geisar, skall á, varð
loku fyrir það skotið, að efni þetta
fengist flutt hingað og töfðust því
allar framkvæmdir í bili.
1940 tókst svo loks að festa
kaup á jarðstreng í Englandi til
þessarar leiðslu og fékkst hann
loks hingað síðastliðið haust. Var
svo jarðstrengur þessi, sem var í
35 rúllum fluttur upp fjallið bæði
austan frá og vestan, og þótt
mörgum þætti í fyrstu erfiðlega
horfa um flutninga þessa yfir hið
bratta torleiði, þá gekk það með
ágætum vel og miklu fljótar en við
var búizt. En þá var eftir þyngsta
þrautin, en það var að draga úr
strengnum, en það er mikið verk
og erfitt og krefur mikillar að-
gæzlu. Lengi stóð mest á því, að fá
nægilegan mannafla til þessa verks
en þá vildi svo til, að ekki varð
unnið að lagningu vegarins yfir
Sigluf jarðarskarð, og gat því verk-
stjórinn þar Friðgeir Árnason
snúið sér að því með mönnum sín-
um að leggja jarðsímann ásamt
með vitaverði Sauðanesvitans og
Úlfsdalabændum.
Alls mun þessi þáttur verksins
eigi hafa tekið nema rúman mán-
aðartíma, og er því óhætt að full-
yrða, að það hafi gengið bæði fljótt
og vel, og verið prýðilega af hendi
leyst.
Tækin, sem notuð eru, eru svo-
nefnd fjarstýriviðtæki, og er þeim
eins og nafnið bendir til stjórnað
úr fjarlægð. Sauðanestækinu er
stjórnað héðan af stöðinni með þar
til gerðum magnaraáhöldum, en
viðtæki og orkugjafi, ásamt loft-
neti, er á Sauðanesi og má með
þessu móti losna við truflanir þær,
sem eru hér í bænum, og torveldað
hafa svo mjög viðtöku firðskeyta
loftleiðis og firðtöl við skipin, og
auk þess eru hlustunarskilyrði
margfalt betri á Sauðanesinu en
hér í bænum.
Ætlunin er sú, að koma á full-
komnu firðtalssambandi við skipin
loftleiðis strax og ástæður leyfa
og mun það gerbreyta öllum við-
skiptum í lofti milli skipanna og
allra þeirra aðilja er við þau þurfa
að skipta, og mun svo eðlilega
skeytafjöldinn minnkar en firðtölin
í lofti aukast að sama skapi, bæði
héðan úr bænum og annarstaðar
frá.
Annar mikill kostur við þessar
framkvæmdir er sá, að með þeim
er loks aflétt þeirri einangnm, er