Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.09.1943, Side 3

Siglfirðingur - 09.09.1943, Side 3
SIGLFIRÐIN GUR 3 I SKUGGSJÁNNI Mér datt það í hug hérna um daginn, hve mjög nútíma Islend- ingar virðist gjörsneyddir allri við- leitni til að varðveita forna háttu og siðvenjur þjóðarinnar, Það er mikið efni út af fyrir sig, ef rekja ætti til nokkurrar hlítar allt, er sannar þennan skaphafnar- galla okkar, en vissulega væri það skemmtilegt viðfngsefni fróðum manni um íslenzka þjóðhætti fyrr og síðar, og full þörf að það væri gert með einhverjum hætti. Það hefur nú um alllangt skeið verið engu líkara en að íslending- ar — ekki sízt forystumenn þeirra, , kepptust um að útrýma sem kyrfi- legast fornum siðum og venjum. Það liggur meira að segja við, að manni detti í hug, að þetta hljóti að vera óumflýjanleg afleiðing og ill fylgja ísllenzkrar lýðræðisbar- áttu. Hvað er t. d. orðið eftir af forn- um siðvenjum Alþingis? Á hið þúsund ára gamla þing í raun og veru engar erfðavenjur ? Hafa þær ef til vill aldrei skapazt, cöa eru þær með öllu glataðar? Flestir mu'ndu þó freistast til að álykta, að 10 alda gömul löggjafarsam- kunda ætti sér einhverja tradition einhverjar bjargfastar siðvenjur, sem tízkan ynni aldrei á. En svo virðist eki vera, því hin svokölluðu „þingsköp“ eru víst ekki gömul í sinni núverandi mynd. Ein af elztu siðvenjum þingsins, sem enn er við lýði, mun vera sú, að þingsetning hefjist með guðsþjónustu. Ýmsir þingmenn síðustu ára hafa þó viljað sýna yfirburði sína í því, að trássast við að fylgja þing bræðrum sínum að þessum sið. Hafa þeir með því þótzt vilja sýna fyrirlitningu sína á trúarbrögðum þjóðarinnar, rétt eins og kjósend- ur þeirra hefðu sett þeim það skil- yrði ef þeir ætti að ná kosningu því gera verður ráð fyrir, að þessir þingmenn hafi, eins og aðrir, setið þingið í umboði sinna kjósenda, Nú er mér sagt, að allir þingmenn séu hættir þessum barnaskap. Eg var af tilviljun staddur and- spænis Alþingishúsinu er þingsetn- ing hófst sumarið 1942. Eg hafði aldrei haft tök á að fylgjast með þeirri helgu athöfn fyrr. Þingsetn- ingarguðsþjónustan skyldi hefjast kl. 13 stundvíslega. En sjö mínútur vinuáhuga flokkanna, og þing- menn hafi í því efni „engu gleymt og ekkert lært.“ Virðist nú allt vera enn ruglaðra en áður inn „laus:i dýrtíðarinnar", og ekki hef- ur þjóðráðið um bændavísitöluna gefizt vel ef satt er, AÐ NÚ HAFI RÁÐHERRA SKIPAÐ NOKKURS KONAR YFIRMATSNEFND til að atliuga, sannprófa og meta niðurstöður vísitölunefndar land- búnaðarins. voru liðnar fram yfir tilsettan tíma áður en bólaði á hinum vísu lög- gjöfum út úr anddyri þinghússins. Hversvegna? Af því, að þingmenn- irnir voru alltaf að reitast að, sinn % . úr hverri áttinni og virtust ekkert vera að flýta sér. En annað dró þó meir að sér athygli mína. Þaþ var glundroðinn í klæðaburði hátt- virtra þjóðarfulltrúanna. Væri til of mikils mælzt, þótt hinir kjörnu þjóðfulltrúar sýndu hinni fornhelgu stofnun þjóðarinn- ar þann sóma og virðingu, að ganga til þingsetningarguðsþjón- ustu í samræmdum hátíðabúningi og með öllu meiri tíguliek en hér var raun á. Það þykir skortur á siðfágun, ef menn mæta í tignum veizlum öðru vísi klæddir en til er ætlazt, en þeg- ar Alþingi er sett, þá þarf svo sem ekki að vera að „klæða sig uppá“ frekara en verkast vill! En manni verður á að spyrja: Fyrst virðing- arleysið er svo áberandi við setn- ingu þingsins, að það jafnvel speglast í klæðaburði og óstundvísi þingfulltrúanna, er þá eigi hætt við að virðingu fyrir daglegum störf- um á þingi sé að minnsta kosti eigi meiri, eða jafnvel minni? Og ekki Minnisstæður atburður. Svo sem kunnugt, eru leiðtogar kommúnista yfirleitt, taldir óprúð- ari í ræðu og riti en leiðtogar ann- arra stjórnmálaflokka. Hvort sem þessi dómur er réttur eða eigi, þá mun hann eiga fullkomlega við leiðtoga kommúnista hér á Siglu- firði, með einni eða tveimur undan- tekningum. . I 27. tbl. Mjölnis skýrir Þórodd- ur Guðmundsson frá atburði, er staðfestir umræddan dóm ágæt- lega og þó hlífir hann sjálfum sér meira en rétt var og drengilegt. Þóroddur segir orðrétt: „Ég minnist þess, að í fyrra féllu hér á opinberum fundi mjög óþveg- in og stór orð í garð nazista og kvislinga. (Undirstrikunin Siglfirð ings) Þetta gekk Halldóri svo að hjarta, að hann eyddi allri fram- söguræðu sinni í að víta það, og vildi þá berjast fyrir því að gera pólitísku baráttuna prúðari og drengilegri“. Ræðumaðurinn, sem lét hin „stóru og óþvegnu orð“ falla, var engin annar en herra Þóroddur sjálfur. Og „nazistarnir og kvisl- ingarnir“, sem hann var að skamma voru samborgarar lians og samstarfsmenn í bæjarstjórn- inni, af hálfu Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmanna. Halldór Kristinsson, læknir hafði kvöldið áður skrifað upp 20 —30 af þessu „óþvegnu og stóru“ orðum úr ræðu, sem Þóroddur hélt ber rápið og skvaldrið í þingfull- trúunum, meðan þingfundir standa yfir, mikinn vott virðingar fyrir helgi þingsins og störfum þess. Og hart virðist það vera, að fresta þurfi setningu þingfunda vegna ó- stundvísi fulltrúanna — jafnvel sjálfs forsætisráðherrans. Þetta leyfir sér jafnvel ekki óbreyttur verkamaður í algengri daglauna- vinnu. Það er oft kvartað undan því af þingmönnum — þeir hafa gert það í útvarpinu oftar en einu sinni, og margoft í blaðagreinum — að virð- ingu þjóðarinnar fyrir Alþingi og störfum þess færi síhnignandi. En hví kvartið þið, góðir þing- menn, um virðingarskort almenn- ings, meðan þið sjálfir virðist þess eigi um komnir að sýna þinginu og störfum þess tilhlýðilega virðingu, og virðist stundum gleyma því, að þið eruð saman komnir á helgum stað til helgra athafna, sem skapa eiga þjóðinni gæfurík örlög. Þegar þingfulltrúunum sjálfum lærist að bera virðingu fyrir Al- þingi og taka upp fornhelgar erfða venjur þess, þá mun ekki standa á virðingu þjóðarinnar. á fyrri framboðsfundinum. Þetta | orðaval las læknirinnn Svo upp á síðari fundinum og voru flestir eða allir áheyrendur sammála um, að ræða sú, hlyti að hafa verið sóðaleg, sem krydduð var með slíku góðgæti. Siglfirðingur gleðst af því, að Þ. G. hefur orðið hinn umræddi atburður svona minnisstæður. Því honum veitir sannarlega ekki af. Tilkynning frá utanríkisráðu- neytinu. ÚR SKÝRSLU iun starfsemi Félags íslenzkra stú- denta í Kaupmannahöfn, veturinn 1942—1943. Haustið 1942 veitti ríkisstjórn Is- lands Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn 1000 kr. danskar til þess að halda uppi kvöldvökustarf- semi. Kvöldvökunum var haldið áfram veturinn 1942—1943 á sama hátt og veturi'nn áður og sáu Jón Helgason, prófessor og Jakoh Benediktsson, bóka vörður við Háskólabókasafnið, um þær að einni undantekinni. Eins og sjá má á eftirfarandi yfirliti hefur verið góð aðsókn að kvöldvökunum, að meðal- tali 80 manns, þrátf fyrir myrkvun og erfiðar samgöngur innanbæjar. 1. kvöldvaka, 6. okt. 1942 (J. H.). ,tjr ævisögum íslenzkra alþýðumanna* Lesnir kaflar eftir Eirík á Brúnum, Reinald Kristjánsson og Sigurð Ingj- aldsson.— 79 nöfn í gestabók. 2. Kvöldvaka 20. okt 1942 (J. B.). „Sjósókn og siglingar“. Lesið einkum úr Guðmundar sögu góða, Islenzkum þjóðsögum, ævisögu Snæbjarnar í Her- gilsey og Sigurðar Ingjaldssonar, Virkum dögum og Hákarlaveiðum Theódórs Friðrikssonar. Kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Fornólf, örn Arnarson. 78 nöfn i gestbók. 3. kvöldvaka, 13. nóv. 1942 J. H.) ,,Úr Ólafs sögu helga“. — 04 nöfn í gestabók. 4. kvöldvaka, 24. nóv. 1942 (J. B.). „Um Skaptárelda“. Lesið meginið af lýsingu J. Steingrímssonar; auk þess úr Ferðabók Þorv. Thoroddsens, Ar- bókum Espólíns og Holti og Skál Jóns Trausta. — 43 nöfn í gestabók. 5. kvöldvaka, 15. des. 1943 (J. H.) „Skólalíf“. Lesnar gamlar frásagnir um Latínuskólann í Reykjavík eftir Árna Helgason, Matthías Jochumsson, Jón Ólafsson, Indriða Einarsson og Þorvald' Thoroddseii. 40 nöfn í gestabók. 0. kvöldvaka, 12. jan. 1943. Ólafur Gunnarsson, kennari las upp úr nýút- kominni bók, Árbók Hannesar á Horn- inu 1941; auk þess þýdda smásögu. 102 nöfn í géstabók. 7. kvöldvaka, 5. febr. 1943 (J. H.) Nýja söngbókin var vígð og sagt frá upphafi og tildrögum sumra þeirra kvæða, sem sungin voru. Lesið var upp úr nýkominni bók eftir Halldór Kiljan Laxness, Sjö meistarar. 80 nöfn í gestbók. 8. kvöldvaka, 25. febr. 1943 (J. B.) „t'r Reykjavíkur lífinu á 19. öld“ Lesnir kaflar úr ferðasögum Hookers, Mackenzies og Hendersons, Pilti og stúlku, endurminningum Indriða Ein- arssonar, Matthíasar Jochumssonar, Klemensar Jónssonar og Þorv. Thor- oddsen, Lífinu í Reykjavík eftir Gest Pálsson og Reykjavík eftir alda- mótin eftir Benedikt Gröndal. Lesin og sungin kvæði eftir Bjarna Thorodd- sen, Jón Ólafsson, Guðmund Torfason, Jón Thoroddsen, Hatthías Jochums- son, Björn M. Ólsen og Hannes Haf- stein. — (iO nöfn í gestabók. 9. kvöldvaka, 11. marz 1943. ,1. B. flutti erindi um endurreisn Alþingis. J. H. las upp kvæði eftir Jónas Hall- grímsson og kafla úr ritgerð Tómasar Sæmundssonar um Alþingi. Stúdenta kvartett söng íslenzk lög. —- 93 nöln i gestabók. 10. kvöldvaka, 31 marz 1943 (J. H.) Lesið upp úr nýkomnum íslenzkum ritum, Norrænum jólum 1941 og 1942 og Stúdentablaðinu 1. des 1942 — 61 nafn í gestabók. 11. kvöldvaka, 13. apríl 1943 (J. B. og J. H.) Lesið upp úr ný- komnum íslenzkum tímaritum, eink- um tímariti Máls og inenningar 1941— 1942. -— 109 nöfn í gestabók. 12. kvöldvaka, 27. apríl 1943 (.1. H.) „Jónas Hallgrímsson". —• 68 nöl'n í gestabók. 13. kvöldvaka, 17. júní 1943. (J. H. og .1. B.) Flutt minni Jóns Sigurðs- sonar (J. H.) Lesið upp úr nýkomnum íslenzkum bókum: Ilalldór Kiljan Lax- ness, Vettvangur dagsins, Halldór Stef- ánsson, Einn er geymdur, Davíð Stef- ánsson, Solon Islandus og Þórbergur Þórðarson, Ofvilinn II. — 109 nöfn í gestabók. Kostnaður við kvöldvökurnar (húsa- leiga, sending tilkynninga, fjölritun söngva o. fl. sinávegis) varð ca. 800 kr. alls. Um áramótin ákvað stjórn félagsins að hefjast lianda um útgáfu söngbókar, sem nota mætti í stað fjöl- ritaðra söngva á kvöldvökum og öðr- um samkomum Islendinga. Um. 200 kr. af styrknum voru notaðar til út- gáfunnar og auk þess styrkti Islend- ingafélagið útgáfuna með 300 kr. Þeim Jóni Helgasyni og Jakobi Benedikts- syni var falið að annast val kvæðanna og í byrjun febrúar kom bókin út. Hún er 100 síður í vasabroti og eru í henni 145 íslenzk kvæði. Sökum ]iess hve vel gékk að afla fjár til útgáfunnar hefur verið hægt að selja hana mjög vægu verði (2 kr. enda hefur luin hlotið miklar vinsældir. K. S.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.