Siglfirðingur - 05.11.1943, Page 2
2
/
SIGLFIRÐINGUR
Frá Alþingi.
★
Reiknigsskrifstofa
sjávarútvegsins.
Ríkisstjórnin hefir lagt fram á
Alþingi frv. til laga um reikninga
skrifstofu sjávarútvegsins.
Á hún að starfrækjast undir um-
sjá Fiskifélags íslands.
Skal ákveðnum manni falin
stjórn hennar, og leggi Fiskifél-
agið honum til aðstoð og starfsfé,
er endurgreiðist úr ríkissjóði.
Samkv. 3. gr. frumvarpsins er
hlutverk skrifstofu þessarar sem
hér segir:
1) Að safna saman reikningum
um útgerðir víðsvegar á landinu,
bæði frá þeim, sem bókhaldsskyld-
ir eru, og öðrum, sem halda slíka
reikninga, með það fyrir augum
að fá sem réttasta mynd af rekstri
útgerðar fyrirtækja yfirleitt, og
jafnframt af rekstri hinna ýmsu
greina útgerðarinnar.
2) Að stuðla að því, að þeir, sem
útgerð reka en eru ekki bókhalds-
skyldir, haldi sem gleggsta reikn-
inga um útgerðina og aðstoða þá
við ,,uppgjör“ þeirra.
3) Að vinna hagfræðilegar upp-
lýsingar úr þeim reikningum, sem
skrifstofunni berast, um allar
greinar útgerðarinnar, eftir því,
sem unnt er. Birtir skrifstofan
skýrslur um niðurstöður sínar ár-
lega.
4) Að útbúa og gefa út hentug
eyðublöð fyrir útgerðareikninga
með skýringum um færslu þeirra
5) Að vera ríkisstjóminni til að-
stoðar með hagfræðilega útreikn-
inga og skýringar varðandi sjávar-
útveginn, ef hún óskar þess.
Milliþinganefnd í sjávarútvegs-
málum 1943 hefir samið frumvarp
þetta.
I greinargerð er á það bent, að
full og brýn nauðsyn sé slíkrar
stofnunar. Hafi á sl. 10 árum
þrisvar verið skipuð nefnd eða
kosin að tilhlutun Alþingis til þess
að leggja ráð á til úrlausnar ým-
issa vandamála sjávarútvegsins.
Allar þessar nefndir hafa orðið
að hefja starf sitt á söfnun
skýrslna og gagna um hag útgerð-
arinnar og rekstur undanfarinna
ára, og reynzt það starf bæði taf-
samt og kostnaðarsamt og auk
þess séu slíkar skyndiskýrslur lítt
ábyggilegar.
Telja þeir, er að frumvarpinu
standa og margir aðrir, að með
því sé stefnt í rétta átt um söfn-
un áreiðanlegra heimilda um hag
og rekstrarafkomu og rekstrar-
Skilyrði sjávarútvegsins.
Og auk þess gæti og ætti skrif-
stofan að láta útgerðarmönnum í
té margskonar nauðsynlegar leið-
beiningar.
Athugim á nýju fyrir-
komulagi um álagningu
og greiðslu tekjuskatts.
Bjarni Benediktsson, borgar-
stjóri flytur í Efri-deild tillögu til
þingsályktunar um álagningu og
greiðslu tekjuskatts. Þykir öllum
tillaga þessi hin merkilegasta
Fjallar tillagan um það skatt-
greiðslu fyrirkomulag er Vest-
menn kalla ,,Pay-as-you-go“ eða
„Pay-as-you-earn“, en það er í
því fólgið, að skattþegninn greiði
skatt af tekjum sínum sama árið
og þeirra er aflað, en ekki eftirá,
eins og víðast hefir tíðkazt að
þessu, og þar á meðal hér á landi.
Tillagan er svohljóðandi:
„Efri deild Alþingis skora á
ríkisstjórnina að afla gagna um
fyrirmæli þau, sem ýmist hafa
verið gefin eða ráðgerð eru í
Bandaríkjum Norður-Ameríku,
Kanada og Englandi, í þá átt, að
skattar af tekjum séu lagðir á og
goldnir þegar á sama ári og tekn-
anna er aflað. Skal athugað, hvort
fært þykir að lögfesta slíkt fyrir-
komulag hér á landi og leggja ár-
angur þeirrar athugunar fyrir Al-
þingi svo fljótt sem unnt er.
Islandsfulltrúi
í Hjálparnefndinni.
í síðasta blaði var þess getið, að
Magnús Sigurðsson, bankastjóri
hefði verið skipaður fulltrúi í
hjálparnefnd hinna sameinuðu
þjóða.
Þessa sögulega og merka atburð
ar ber að minnast sem gleggst.
Blaðinu hefir borizt eftirfarandi
skýrsla um atburð þenna frá utan-
ríkisráðuneytinu:
„Fyrir nokkru var tilkynnt að
ríkisstjórn Islands myndi taka
þátt í stofnun hjálpar og endur-
reisnarstarfi hinna samein-
uðu þjóða í Washington í næsta
mánuði, og var jafnframt gerð
grein fyrir tilgangi þessarar hjálp-
arstofnunar og fyrirkomulagi.
Nú hefir Magnús Sigurðsson,
bankastjóri verið skipaður til þess
fyrir hönd rikisstjómar Islands,
að undirskrifa samninginn um
þessa stofnun og verður það gert
í Hvíta húsinu í Washington um
9. nóvember næstkomandi. Enn-
fremur hefir Magnús Sigurðsson
verið skipaður til þess að eiga sæti
í ráði hjálparstofnunarinnar. Sem
aðstoðarmaður hans hefir Svein-
björn Finnsson, verðlagsstjóri
verið skipaður. Fara þeir héðan
á næstunni til Bandaríkjanna. Þeir
Ólafur Johnson konsúll og Helgi
Þorsteinsson, verzlunarfulltrúi,
báðir í New York hafa verið
kvaddir til að vera ráðgjafar
(advisers) Henrik Sv. Björnsson,
sendiráðsfulltrúi í Washington til
að vera vararáðsmaður í ráði tjeðr
ar hjálpar og endurreisnarstofn.
Þess má geta, að ríkisstjórnin
hefir falið Magnúsi Sigurðssyni,
bankastjóra að eiga viðræður við
starfsmenn í fjármálaráðuneytinu
í Washington um tillögur Banda-
ríkjastjórnarinnar um fram-
kvæmdir í gjaldeyrismálum að
stríðinu loknu, en íslandi hefir
verið boðið að taka þátt í sam-
starfi um lausn þessara mála.
Utanríkisráðuneytið, hinn 27.
október 1943
Tillaga til þingsályktunar um
samniga við verkalýðssam-
tökin um vinnutíma í vega-
og brúavinnu.
Sigurður Bjarnason, Gunnar
Thoroddsen og Sig. Þórðarson
flytja eftirfarandi þingályktunar-
tillögu:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að taka hið fyrsta upp
samninga við Alþýðusamband Is-
lands um, að upp verði tekinn 10
stunda vinnudagur í vega- og
brúarvinnu í landinu.
Greinargerð:
Á s. 1. vori varð að samkomu-
lagi milli ríkisstjórnarinnar og Al-
þýðusambands Islands, að 8 stunda
vinnudagur í allri vega- og brúa-
vinnu skyldi koma til fram-
kvæmda þar, sem slík ákvæði eru
í kaupsamningum verkalýðsfé-
laga , en það ákvæði mun nú vera
í samningum nær allra verkalýðs-
félaga landsins.
Með þingsályktunartillögu
þeirri, sem hér er flutt, er lagt til,
að reynt sé að ná samkomulagi um
að fá þessu breytt og 10 stunda
vinnudag tekinn upp á ný við þessi
störf. Reyhslan hefur sýnt, að 8
stunda vinnudagur hentar mjög
óvíða í vega- og brúavinnu. Verka-
menn vinna við þessi störf flestir
fjarri heimilum sínum og verður
því lítið úr hinum langa hvíldar-
tíma, en bera hins vegar minna
úr býtum en ella. Enn fremur
var þessi stytting vinnutímans
sérstaklega óheppileg á s. 1. sumri,
þar sem mannafli til ýmissa nauð-
synlegra vega- og brúafram-
kvæmda var víða mjög af skorn-
um skammti.
Meðal margra vegavinnuverka-
manna er 8 stunda vinnudagurinn
mjög óvinsæll. Til marks um það
er sú staðreynd, að vegamála-
stjórninni bárust á s. 1. sumri á-
skoranir frá nær 700 verkamönn-
um um breytingu í þessum efnum.
Fyrir kom, að heilir flokkar vega-
vinnumanna neituðu að fara til
SILKISOKKAR
svartir ogf mislitir
VALUR
Flóabáturinn.
Samkvæmt frásögn Pálma
Loftssonar, forstjóra Skipaútgerð-
ar ríkisins, hefur verið leigður bát-
ur, sem á að halda uppi ferðum
milli Akureyrar, Siglufjarðar og
Sauðárkróks.
Bátur þessi er rúmar 100 smá-.
lestir að stærð og hefur verið
smíðaður á Akranesi á þessu ári.
Ganghraði bátsins mun vera um
11 mílur k vöku. Báturinn er smíð-
aður til farþegaflutninga og mun
hafa gott farþegarúm.
Eru líkur til að ferðirnar hefjist
um miðjan þennan mánuð.
vegagerðar uppi á heiðum vegna
hins stutta vinnutíma og þar af
leiðandi tekjuskerðingar. Leiddi
það svo aftur til þess, að ýmsar
nauðsynlegar framkvæmdir hafa
tafizt og þokað lítt áleiðis.
Því fer fjarri, að'fl. m. þessarar
tillögu vilji með flutníngi hennar
snúast gegn 8 stunda vinnudegi
yfirleitt. Hér er aðeins farið fram
á, að samið sé um lagfæringu í
þessum efnum, þar sem auðsætt
er, að 8 stunda vinnudagur á ekki
við og reynslan hefur sannað, að
hann er óheppilegur, í senn fyrir
verkamennina sjálfa og þjóðar-
lieildina, sem þarf að fá ákveðnum
nauðsynlegum framkvæmdum lok-
ið.
Að lokum er hér birtur kafli úr
bréfi vegamálastjóra til atvinnu-
og samgöngumálaráðuneytisins,
dags, 1. okt. s.l. Kemur þar fram
álit vegamálastjóra og yfirlýsing
um það, hvernig 8 stunda vinnu-
dagurinn hafi reynzt á s. 1. sumri
í þeirri vinnu, sem hér hefur verið
rætt um.
í niðurlagi bréfs vegamálastjóra
segir svo:
„Reynsla þeirrar nýbreitni varð
sú, að nær allir verkamenn fjarri
heimilum sínum urðu óánægðir
með þessa tilhögun og kröfðust
10 stunda vinnudags, svo sem
verið hafði, og leiddi ráðstöfun
þessi til verulegs fráhvarfs verka-
manna frá þessum störfum. Af
þessu leiddi og mikið óhagræði
fyrir verk þau, sem unnið var að,
einkum þar sem langt var á vinnu-
stað, en svo hagar til víða við að-
gerðir vega bæði í byggð og á f jöll-
um uppi.
Virðist reynsla benda ótvírætt í
þá átt, að breyta tilhögun vinnu
við vegagerðir, þannig, að taka
aftur upp 10 stunda vinnudag t. d.
frá byrjun maí til september-
loka.“