Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.11.1943, Síða 3

Siglfirðingur - 05.11.1943, Síða 3
SIGLFXEÐINGUR 3 VERKAMANNAFÉLAGIÐ ÞRQTTUR i4& sendir sínar beztu þakkir til allra þeirra, sem aðstoðuðu félagið við nýafstaðna lilutaveltu. með fjárframlögiun, gefmun munum og á annan hátt. % Fjársöfnunarnefnd Verkamannafél. Þróttar TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á rjúpum til neytenda: Óhamflettar .................... Kr. 3,75 fuglinn Hamflettar ....................... — 4,00 fuglinn Hamflettar og spikdregnar..........— 4,50 fuglinn Ákvæði þessi koma til f ramkvæmda frá og með 1. nóvember 1943 Reykjavík, 29. október 1943 VERÐLAGSSTJÓRINN R E I K N I N G A R Siglufjarðarkaupstaðar — bæjarsjóðs, vatnsveitu, rafveitu, liafnar- reisjóðs, mjólkurbús og sjúkrahúss — fyrir árið 1942, svo og efnahags- reikningar þann 31.des. 1942, liggja frammi — almenningi tjl sýnis — á bæjarskrifstofunni næstu tvær vikur. Siglufirði, 1. nóvember 1943 BÆJARSTJÓRI ' SIGLFIRZKIR BLAÐAMENN KOMA SAMAN IFYRSTA SINN. Siglfirzk blaðamennska er ung að árum, aðeins 27 ára, en þó hún sé eigi eldri en þetta hefir hún þó haft mikil og margvísleg á- hrif á bæjarlífið og þroskaferil hins unga bæjarfélags. Og allmörg blöð hafa hlaupið hér af stokk- unum, en orðið mismunandi lang- líf eins og gengur. Nú eru gefin hér út 6 blöð í bænum, og láta þau sig öll skipta bæjarmálin ásamt sérmálum þeirra flokka og stefnu, er þau eru fulltrúar fyrir. Siglfirzku blaðamennirnir eru í rauninni ekki blaðamenn að at- vinnu, heldur er blaðamennskan ígripaverk manna, sem hafa allt önnur og óskyld störf að lífsat- vinnu. Þó má víst óhætt telja að siglfirzk blöð séu að öllu samn- lögðu engu miður úr garði gerð né verr skrifuð en önnur sambæri- leg smábæjablöð hérlendis. Siglfirzku blaðamennirnir hafa því eigi talið sig vera blaðamenn fyrst og fremst, og lítil afskipti haft hver af öðrum, önnur en þau, er hið daglega strit og starf hefir í för með sér og kynning manna í litlum bæ gefur tilefni til. Og svo auðvitað þegar þeir hafa verið að senda hver öðrum tóninn í hálfkæringi eða bróðerni eftir því, sem málsviðhorf og flokka- kritur hefir gefið þeim ástæður til. Það er því eigi ómerkur at- burður í blaðamannasögu Siglu- fjarðar, er þeir koma allir saman á einn stað og ræða og rabba saman í bróðerni. En fráleitt hefði þessi ánægju- lega kynningarstund að borið fyrir tilstilli blaðamannanna sjálfra. Svo er mál með vexti, að liðs- foringi úr Bandaríkjahernum kvaddi þá á sinn fund og hafði boð inni fyrir þá sl. miðvikudags- kvöld í Gildaskálanum. Liðsforingi (kapteinn) þessi er NflAR BÆKUR Salamina, Rockwell Kent Þrúgur reiðinnar, John Steinbeck Vaxtarrækt, Jón Þorsteinsson Þeir, sem gerðu garðinn frægan, Dale Carnigie órðaspil Æfintýri bókstafanna Hornstrendingabókin Tindátarnir Árbók Reykjavíkur, Jón Helgason Fagrar heyrði eg raddir, i skinnbandi . Lárusar Þ. J. Blöndal Bókaverzlun innfæddur íslendingur þótt nú sé hann Bandaríkjaþegn og gegni trúnaðarstöðu í hernum. Hann heitir Ragnar Stefánsson og kominn af merkum íslenzkum ættum. Hann er fæddur á Seyðis- firði og ólst þar upp með foreldr- um sínum og á Fljótdalshéraði til 10 ára aldurs, en þá fluttist hann með foreldrum sínum vestur um haf. Foreldrar hans voru Sólveig Jónsdóttir frá Múla og Jón sonur Stefáns prests Péturssonar að Desjarmýri (d. 12. 8.’87) En móðir Stefáns var Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir sterka í Möðru- dal, Jónssonar. Þarf eigi frekari ættfærzlu til að vita, að Ragnar er af engum aukvisum kominn. Faðir Ragnars var um skeið í her Bandaríkjamanna, er þeir börðust til landa á Filipseyjum við Spánverja, og var kallaður hér Filipseyjakappi, og fór frægðar- orð af framgöngu hans. Ragnar ræddi lengi kvölds við siglfirzku blaðamennina og bar þar margt á góma. Lét hann í ljós ánægju sína yfir samskiptum hers- ins við norðlenzka blaðamenn. Það er mikið efamál, að sigl- firzkir blaðam. komi saman fyrst um sinn, en ekki væri það ósenni- legt, að þessi kvöldstund hafi sann fært þá um það, að ekki færi illa á því, þótt svo yrði oftar því að enda þótt margt beri á milli í málastreitu dægurþrassins, er flokkspólitíkin skapar, þá eiga þeir þó allt um allt, ýmisleg sameigin- leg hugðarmál, er þeir hefðu gott af að ræða, því persónulega mun þeim mjög meinlítið hvers til ann- ars. I SKUGGSJANNI- Yfirgangur unglinga. Blaðinu er skrifað á þessa leið: Undanfarna daga hefur borið allmikið á því, að strákar hafa hópast saman á kveldin og farið all ófriðlega um götur bæjarins. Svo rammt kveður að þessu, að nýskeð réðst hópur drengja inn á símastöð og lömdu einn starfs- mann í andlitið og þurfti þessi starfsmaður að fá lögregluvernd heim til sín svo hann ætti ekki á hættu að verða fyrir annarri árás. Tveimur dögum áður en þetta gerðist gengu nokkrir drengir um bæinn og rændu hlutum úr hjól- hestum. Skáru í sundur rafleiðsl- ur og gerðu þannig hjólin ónothæf um lengri tíma. Er þetta mjög bagalegt, þar sem ómögulegt er að fá suma varahluta í hjólhesta. Ekki ósjaldan sér maður smá- stráka liggjandi á gluggum, arg- andi og æpandi öllum hinum verstu orðum. Ekkert þýðir að ætla sér að hasta á svona unglinga, því þeir brúka bara munn. Segja full- orðnu fólki „að halda kj.. og éta sk....“ Mest ber þó á ólátum barna á götum úti þegar bærinn er ljós- laus og það er engu líkara ein ein- mitt þá, fái þau leyfi til að vera úti, en þá ættu foreldrar alls ekki að láta börn sín vera úti.Þá er það og mesti ósiður hjá bömum, að lýsa með sterkum vasaljósum framan í gangandi fólk. Væri rík ástæða til að bama- verndarnefnd og lögregla léti þetta ófremdarástand til sín taka. Orri. Þingflokkur Sjálfstæðis- manna hnekkir söguburði. t ýmsum blöðum landsins hefír verið á lofti haldið um allangt skeiðundanfarið, þeim söguburði, að Sjálfstæðismenn væru að gera tilraunir til stjórnarsamvinnu, ým- ist með kommúnistum eða Fram- sóknarmönnum. Út af þessum þráláta söguburði hefir nú þingflokkur Sjálfstæðis- manna gefið út eftirfarandi til- kynningu: „Út af ítrekuðum söguburði um tilraunir til stjórnarsamvinnu milli Sjálfstæðimanna og kommún- ista eða Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, sem borinn er út á víxl, vill þingflokkur Sjálf- stæðismanna lýsa yfir því, að þessi söguburður á við engin rök að styðjast. Þingflokkur Sjálfstæðismanna".

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.