Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.03.1944, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 10.03.1944, Blaðsíða 1
17. árgangur. BLAÐ S J ÁLFSTÆÐIS M ANN A I SIGLUFIRÐI Siglufirði, 10. marz. 1944 Siglfirðingur fæst í Verzlunarfél. Siglufjarðar Aðalbúðinni. og Verzluninni Valur 10. tölublað. Sigltirðingarnir tveir, er fórust við Suðurland í ofviðrinu 12/2 si SIGURÐUR BJÖRNSSON BJÖRN JÓHANNSSON Fæddur 27. maí 1917 Fæddur 3. júlí 1922 Enn hefir Ægir heimtað fórnir af Siglfirðingum. Enn hefir hafið hrifið í skaut sér tvo Siglfirðinga og hvorugum skilað aftur. Báðir voru þessir menn nýkomnir á þroska-aldurinn, og nýbyrjaðir lífsstarf sitt. Ævisaga þeirra var að hef jast. Framtíðin blasti við þeim báðum með margskyns þrár og margskonar fyrirheit. Nú er hvorttveggja dáið eins og þeir sjálfir. Hinni nýbyrjuðu sögu þeirra lauk áður en 1. þátturinn væri full- skráður. En þeim mun styttri sem saga þeirra var, þeim mun fleiri voru vonirnar, sem með þeim dóu, og þeim mun sárari er eftirsjá og missir allra þeirra, er þeir voru kærir. Og nánustu ástvinunum, er mest misstu, var hér sárastur harmurinn kveðinn. „Siglfirðingur“ vottar öllum þeim, er hér eiga um sárt að binda, lotn- ingarfyllstu samúð, um leið og hann minnist hinna dánu og blessar minningu þeirra. Sigurður Björnsson var fæddur hér í Siglufirði 27. maí 1917 og varð því tæpra 27 ára gamall. Foreldrar hans eru þau Eiríkssína Ásgrímsdóttir og Björn Sigurðsson, skipstjóri, Norð urgötu 17 B, hér í bænum. Sig- urður ólst upp í foreldrahúsum, imz hann kvæntist 12. nóv. 1938, eftirlifandi konu sinni, Rósu Magn- úsdóttur frá Geirlandi við Sand- gerði, og hafa þau hjón verið bú- sett þar syðra síðan. Þeim lijón- um varð þriggja barna auðið, og eru öll í bernskú. Snemma bar á því, að hugur Sigurðar hneigðist til sjómennsku, og ungur fór liann í veiðifarir með föður sínum og varð, er hann fékk meiri þroska, einn af liásetum, lians. Hann stundaði síðan sjó- mennsku til dauðadags. Hann fórst með vélbátninn Ægi frá Sandgerði, sem hvolfdi á leið til lands í ofviðrinu. Sigurður var staddur í stýrishúsi hjá skipstjóra, er brotsjór féll yfir bátinn og skol- aði fyrir borð stýrisskytlinum með þeim tveimur, er þar voru staddir. Skipstjórinn bjargaðist og öll á- liöfnin, nema Sigurður heitinn. Hann hvarf í djúpið. Sigurður var harðduglegur sjó- maður, tryggur í Iund og vinfastur og mjög harmdauði ástvinum sínum. En sárastur er þó harmurinn ekkju hans og kornungum börnum Björn Jóhannsson fæddist á Dalvík 3. júlí 1922 og varð því rúmlega 21i/> árs., Hann var sonur Sesselju Jóns- dóttur og Jóhanns Sveinbjarnar- sonar, núverandi tollvarðar hér. Bjöm ólst upp með foreldrum sínum á Dalvík til 8 ára aldurs, en þá, 1930, fluttist hann hingað með foreldrxun sínum og dvaldi í föður- garði síðan. Hann stundaði hér iðnskólanám inn liríð, en lagði þó eigi stund á neina sérstaka iðngrein, heldur hneig hugur lians til algengra verkamannsstarfa og á siðari ár- rnn til sjómennsku. Björn var hinn mesti efnismaður, og þótti að Jxon- xun góður liðsauki, að lxvaða störf- xim, sem haixn gekk. Hann hafði viðkvæma lxxnd þótt eigi kæmi það fram hversdaglega við hvem sem var, og mjög var hann kær eftir- lifandi föður sinxxm og systkimun, og öðrum nákomnxim vandamönn- xim. Þeir, og allir, er bezt þekktu Björn mxmu lengi minnast góðs vinar og ágæts drengs. ÖRYGGIÐ A SJÓNUM III. Skipaeftirlit ríkisins. Margan sjómanninn hefir grun- að lengi, að allt væri ekki með felldu um hið lögskipaða skipa- eftirlit. En þetta hefir verið látið hummast svona þegjandi, án þess að menn hefðu uppburði til þess að láta í Ijós grun sinn, sem oft stappaði nærri fullri vissu — um þetta mikilsverða öryggismál, og ekki að vita nema óbrotnum sjó- manni kynni að verða lagt út til bleyðiskapar, ef hann færi að kvarta um öryggisleysi sjómanna, samanber, þegar áhættuþókmm þeirra var nefnd „hræðslupening- ar“. En svo fóru að verða tíðari og tíðari hin stórkostlegu sjóslys, og þá fóru ráðamennirnir að rumska og loks eftir hið ægilega og hörmu- lega Þormóðsslys, má svo að orði komazt, að athygli almennings og forystumanna 1 landinu hafi vakn- að til fulls. En seint hefir sú rann- sókn gengið, er þá var fyrirskipuð, og ekki fengin full vitneskja enn- þá um það hverjar niðurstöður þeirrar rannsóknar hafa orðið. Og eftir hin miklu sjóslys í janúar og febrúar s. 1. hafa orðið enn há- værari raddir uppi um þetta eftir- lit, og að þar sé ekki allt með felldu. Sem dæmi um það má nefna, að reglugerð um skipaeftirlit frá 1922 Eftir GAMLAN S3ÓMANN sem Alþingi fyrirskipaði að búið yrði að endurskoða fyrir 1938, er ekki farið að endurskoða enn þann dag í dag. Þá má nefna enn annað dæmi, sem ber trassaskapnum í þessum málum ennþá bitrara vitni. í lögum um eftirlit skipa frá 1938, er svo fyrir mælt, að skipa skuli þá strax 4 eftirlitsmenn til að líta eftir því, að hin löglega skipaskoð- un væri framkvæmd eftir ströng- ustu reglum, en þeir voru ekki skip aðir fyrr en núna eftir áramótin! 6 áram á eftir tímanum! — Sýnir þessi fádæma trassaskapur og hirðuleysi, hvernig þessi mikils- verðu öryggismál hafg. verið hörmulega vanrækt. Og manni verður á að spyrja: Hverjir bera ábyrgð á því, að lög, sem sam- þykkt eru og eiga þá samstundis að ganga í gildi, eru látin liggja í þagnargildi meira en hálfan ára- tug, án þess að nokkuð sé aðgert. Til hvers er sá skrípaleikur, að láta á sjötta tug löggjafa stritast við að semja, ræða og samþykkja lög ,sem aldrei virðist eiga að fara eftir? Getur nú nokkur gizkað á það nú, hvað þessi trassaskapur í öryggismálunum, sem áðan var nefndur, hefir kostað mörg manns- líf?

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.