Siglfirðingur - 29.04.1944, Page 1
♦♦<
Siglfirðingur
fæst í
Verzlunarfél. Siglufjarðar
Aðalbúðinni.
og
Verzluninni Valur
17. árgangur.
Laugardaginn 29. apríl 1944.
17. tölublað.
Vér byggjum óuumið
ónumið til sjávar o
:æða!and
Það var í kring um og fyrir
miðja síðustu öld, að fjöldi Islend-
inga uppgötvaði það, að ísland
væri óbyggilegt harðindabæli. Þar
hékk allt á horrauninni. Aldagömul
kúgun og f járhagslegt og verklegt
umkomuleysi hélt þessum fáu ís-
lenzku hræðum í járngreipum. Og
sú var tíðin að öll þeirra vörn og
allt þeirra traust var hjá kúgur-
unum dönsku, sem byggðu upp
heimsborgina við Eyrarsund fyrir
íslenzkt fé, en litu á íslendinga
sem réttlausa siðleysingja. Eg
held að enginn Islendingur geti nú
með köldu blóði lesið hinar fárán-
legu og viðbjóðslegu bænaskrár til
konungs, sem hálf hungurmorða
margkúgaðir bjálfarnir hérna voru
að senda „hátigninni í Kaupen-
havn.“ Það er blátt áfram hrylli-
legt til þess að hugsa, að jafn
kjarkmikil, gáfuð og á marga lund
mikilhæf þjóð skuli hafa neyðzt til
að lúta svo lágt - og það oftast
nær ófyrirsynju og til einskis. En
um miðja síðustu öld og þar á eftir
var að mestu liðið hörmungatíma-
bil bænaskránna, en skriðdýrshátt-
urinn gagnvart „veleðla háborin-
heitum“, „exellensum" og hátign-
um varð enn langlífur í landinu,
og gott ef hann er ekki enn við
lýði í breyttri mynd, og verður
síðar að því vikið.
Þá var mönnum talin trú um, að
hér væri með öllu ólifandi sakir
gæðaskorts landsins og harðinda.
En vestanAtlandzhafsins blasti við
landið góða, Vínland Leifs heppna
— þar sem menn lásu kaffibaunir
og rúsínur af trjánum. Hingað
gerðust íslenzkir agentar, sem létu
kaupa sig til að níða sitt eigið land
en gylla eyðimerkur og preríur
Kanada. Þar fengu allir allt fyrir
ekki neitt. Þar voru engin sveita-
þyngsli, ekkert útsvar, og akrar
uxu sjálfsánir. Þar var landrými
með fádæmum, svo að úr mátti
velja beztu blettina. Þar var allt,
sem hugurinn girntist. Þar þurfti
ekkert fyrir lífinu að hafa.
Engan mann minnist ég hafa
verið borinn fyrir þeirri staðhæf-
ingu, að ísland væri ónumið land.
Nei! Það var nú öðru nær. Hér
var allt þrælnytjað, sagði fólkið
— og meira til! Mestu búskussar
og amlóðar, sem sveitastjórnirnar
sögðu, að væri ónýtir til alls, voru
bókstaflega sendir af höndum sér
vestur um haf.
Og þegar þangað kom í hið
fyrirleitna landið, kom í ljós, að
það þurfti meira en lítið fyrir líf-
inu að hafa, en þar voru engar
sveitastjórnir, sem gerðu merin að
þurfalingum. Annaðhvort varð að
duga eða drepast. Þar voru ekki
nema tveir kostir fyrir hendi. Og
þá sáu margir, að það hefði verið
eins og barnagaman að rækta ís-
lenzka jörð til nytja, bylta við ís-
lenzka þýfinu og slétta túnbleðlana
hjá því að standa nótt og nýtan
dag í brunagaddi eða steikjandi
sól við að ryðja skóg til akra. Það
var erfitt verk að hreinsa trjáræt-
urnar úr jarðveginum. Og margur
óskaði sér aftur heim í íslenzka
þýfið og ónumdu víðernin heima.
Þeir sáu það flestir, að þegar á
allt var litið, höfðu þeir brugðizt
skyldunum við ættjörð sína og
föðurland. Þeir fóru í aðra heims-
álfu og gerðust þar landnemar og
ræktunarmenn, í stað þess að
rækta sitt eigið land, sem hafði
fóstrað þá og alið. v
Nú sjáum við ennþá betur en
séð var á tímum Ameríkuæðisins,
að hér býr fámenn þjóð í stóru
og ónumdu landi, auðugu af mörg-
um þeim gæðum, er stórþjóðirnar
vildu allt í sölurnar leggja til að
eiga heima hjá sér. Má þar til
nefna jarðhitann og jöklana, „hin-
hvítu kol,“ fiskimiðin og frjómold-
ina. Það er fyrst nú, að við erum
farnir að sjá það, íslendingar, og
það mest í „gegn um annarra
gler,“ að ,landið er fagurt og frítt,‘
Það er frjósamt og þrungið fleiri
hagnýtum náttúrugæðum, en nokk
urt sambærilegt land með sömu
hnattstöðu. Og svo erum við allt
í einu farnir að uppgötva þau
sannindi líka, að við erum fámenn-
ir í frjóu og stóru landi, að hver
maður hefir svo að segja heilan
ferkílómetra til umráða. Og þar
við bætast svo ennþá víðáttumeiri
flákar gagnauðugra fiskimiða.
Hitaorkan og fossaflið er óþrjót-
andi.
En svo eru þessir örfáu Islend-
ingar, mikill hluti þeirra, að kvarta
um það, að hér sé ekkert til að
gera — hér sé fyrirsjáanlegt at-
vinnuleysi — hungur — hallæri —
kreppa! 1
Ætli þessi lífsviðhorf séu þjóð-
inni holl?
Um margra ára skeið hafa hér
ætt um byggðir og ból æsingamenn
Svo sem kunnugt er hefur Þór-
oddur Guðmundsson undanfarið •
starfað að því að sölsa undir sig
yfirráðin í Kaupfélagi Siglfirðinga,
og mun það vera einn liðurinn í
hans pólitísku 5 ára áætlun.
Þetta pólitíska brölt hans innan
K.F.S. hefur að vonum vakið
gremju Framsóknar- og Jafnað-
armanna, sem með réttu hafa hald-
ið því fram, að slíkur félagsskapur
væri hagsmunamál manna úr ýmis
um stjórnmálaflokkum, sem ætti
að vera óháð eða utan við alla
pólitík. Þeir hafa haldið því fram,
að í trúnaðarstöður K.F.S. ætti ein-
göngu að velja menn eftir hæfni,
en eigi pólitískum lit, enda mun
það gjört í Kaupfélögum annar-
staðar. Framsóknar-, Jafnaðar-
og Sjálfstæðismenn, sem eru í
K.F.S. hafa bent á, að félagið
sem telja fólkinu trú um, að það
eigi ekkert að gera sjálft til þess
að skapa sér lífvænlega afkomu.
Fólkið er gint eins og þursar frá
gróðurmoldinni og útgerðinni og
því er sagt, að það eigi bara að
gera kröfur — kröfur til „and-
skotans framleiðendanna,“ sem
raki að sér gullinu í milljónum.
En aldrei hefir það ennþá heyrzt,
að þessir hinir sömu postular
segi við fólkið: „Rífið ykkur upp
úr vesaldómi atvinnuleysisins og
gerizt framleiðendur, annað hvort
til sjós eða lands, eftir því sem
bezt á við ykkur. Landið bíður og
kallar á starfandi hendur til að
afla sér brauðs úr skauti jarðar-
innar. Fiskimiðin eru nægilega stór
og þau freista þeirra er fengsæld
unna.“ v
Nei. Það er allt annar tónn í á-
róðri þeirra foringja, er nú kalla
sig forsjónir og forsvarsmenn al-
þýðunnar í landinu.
Nú er boðorðið þetta: Ef þið fá-
ið ekki atvinnu hjá framleiðslu-
auðkýfingunum, þá er ekkert ann-
að en að steyta ,,rot-front-hnefa“
væri eigi það f járhagslega sterkt
að það þyldi harðsnúin pólitísk
átök innan sinna vébanda. Þetta
hafa Kaupfélagskommúnistar
viðurkennt með samningi, er þeir
gerðu 13. apríl 1943 við Fram-
sóknar— og Jafnaðarmenn, og
þann samning undirrituðu nokkrir
kommúnistar ásamt sjálfum Þór-
oddi.
En svo hljóp valdagræðgi og
einræðishneigðin í Þórodd. Hann
hafði slampazt á þing og hans var
stöku sinnum getið í sunnanblöð-
um og útvarpi. Þetta stóðst hann
eigi, honum þótti þunnt að vera
bara jafningi þessara hæggerðu
Framsóknar- og Jafnaðarmanna í
K.F.S., sem enginn háttsettur mað
ur í höfuðstaðnum þekkti sporð né
hala á, — og því síður í Rússlandi.
Framh. á 4. síðu
Framh. á 2. síðu
I.
Einræðisbrölt Pórodds