Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.09.1944, Page 1

Siglfirðingur - 01.09.1944, Page 1
 Sigifirðingur | Blað Sjálfstæðismanna í S l Siglufirði. í ? Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Z s Sigurður Björgólfsson '##v##^##srs#v##sr#«##N#sr»#sr#s#srsrs#srs#srs#s#s#srsr# Siglufjarðarprentsmiðja 35. tbl. — Föstudagiiin 1. sept. 1944 17. árgangur. Síldveiðin hefur gengið ágætlega síðustu vikurnar og eru nú t. d. S. R. búnar að fá 124807 málum meira en á sama tíma í fyrra. Þá var síldarmagn þeirra 28/8 552.113 mál, en nú 676.920 mál. Fyrri hluta þessarar viku og fyrir helgina hefur verið norðaust- anátt og veiðiveður spillzt, svo lít- ið hefur veiðzt, enda var þá svo komið, að allar þrær voru fullar og fjöldi sk-ipa bcið affermingar. Eins og kunnugt er var mjög treg veiði mestallan júlímánuð og leit mjög torveldlega út um af- komu síldarútgerðarinnar. Nú hef ur þetta, sem betur fer, breytzt mjög til hins betra og útgerð margra skipa borgið, en þó mun enn skorta allmjög á, að veiðin sé hlutfallslega jafngóð á öllum skip- um, enda er enn nokkur tími til stefnu og getur rætzt úr fyrir mörgum, sem útundan hafa orðið um veiðina, svo að við megi hlíta. Skip, sem nú, þegar þetta er skrifað (28/8) hafa fengfið 10,000 mál og þar yfir, eru þessi, og eru hér einungis talin þau skip, er leggja upp hjá S. R.: Bjarki frá Siglufirði 13482 mál Sigurfari frá Akran. 13175 — Þorsteinn frá Rvík 12982 — Brís frá Akureyri 12344 — Keflvíkingur frá Kvík 12172 — Ásgeir frá Rvík 11400 — Magnús frá Norðf. 10893 — Anna & Einar frá Ólf. 10887 — Andey frá Akureyri 10881 — Már frá Rvík 10761 — Fiskaklettur frá Hf. 10704 — Trausti frá Gerðum 10670 — Geir frá Siglufirði 10317 — Birkir frá Eskifirði 10309 — Kári frá Vestm.eyj. 10077 — Guðný frá Keflavík 10024 — Yfirleitt mun síldveiðin allsstað- ar mun meiri en í fyrra á sama tíma, ekki sízt þegar þess er gætt að engir togarar stunda nú veiðar og færri línuveiðiskip en áður. Alls leggja nú skip veiði sína í land hjá ríkisverksmiðjun- um en í fyrra voru þau Enn er það sem fyrri hulin gáta öllum hve mikið væri hægt að veiða hér við land af síld, ef aldrei stæði á afköstum vinnslutækjanna Og sé það satt, sem ýmsir spakir menn og markaðsfróðir halda fram, að markaður fyrir verk- smiðjuunnu síldarafurðirnar (mjöl ið og lýsið) sé óþrjótandi, þá er^ óþarfi fyrir klíkur og flokka að vinna á móti auknum vinnslu- möguleikum síldarafurða. Síldaraf urðirnar vélunnu eru orðinn svo snar þáttur í framleiðslu Islend- inga, að varla er ofsagt þótt því sé haldið á loft, að keppa beri að því að auka þá framleiðslu sem Ríkisstjórnin mun nú geta út- vegað fiskiskip frá Svíþjóð þeim, er þess æskja, og hafa ýmis bæjar- félög þegar tjáð sig fús að kaupa fiskiskip þessi, samkvæmt tilboð- um ríkisstjórnar, og ef til vill ein- hverjir einstaklingar. Siglufjarðarbær hefur sótt um að fá tvö skip, sem ef til vill verð- ur hægt að fá hingað, ef nægileg þátttaka fæst. Saga þessa skipakaupamáls er dálítið sérstæð að því leyti, að eigi hefur fengizt fyrr en nú alveg ný- lega full vitneskja um gerð skip- anna og verð, og er ekki þess að vænta, að nokkur aðili hafi verið svo skyni skroppinn að binda sig við slík kaup út í bláinn. Og loks, er þessi vitneskja fæst, má segja, að komið sé í eindaga með að festa kaupin. Eigi er blaðinu kunnugt um hvað veldur þessum seinagangi um útvegun upplýsinganna, og er varla öðru um að kenna en því, að slælega hefur verið eftir þeim gengið af ríkisstjórn, eða þá, að trassað hafi verið að birta þær opinberlega. Einherji segir í grein mest, og næsta undarlegt, að ýms- ir áhrifamenn og jafnvel heilir stjórnmálaflokkar skuli einskis svífast til að vinna á móti aukn- ingu síldariðnaðarins (þ. e. nýjum síldarverksmiðjum). Ætti slíkt að vera hafið yfir alla flokkapólitík og metnað og valdagræðgi ein- stakra manna. Hin hlið síldarvinnslunnar, sú sem snýr að tilreiðslu neyzluvöru úr síldinni, hlýtur einnig að taka skjótum breytingum, og eru þar ef til vill engu minni markaðs- og viðskiptamöguleikar heldur en með afurðir bræðslusíldarinnar. íslendingar verða að fara að hætta því að senda neyzlusíldina óunna út úr landinu. Hvorttveggja er, að þeir hafa engin efni á því að gefa öðrum þjóðum tugi millj- óna á þann hátt, og hitt eigi síður, að hér eru nógar hendur til að vinna þau störf, er til þess þarf um þetta mál, að bæjarstjórn og bæjarstjóri „hefðu fyrr átt að gangast fyrir því, að hingað yrðu keypt nokkur skip.“ Þetta finnst Siglfirðingi sagt nokkuð út í blá- inn. Bæði er, að hentug fiskiskip hafa nú á styrjaldarárunum ekki legið á lausu, fyrr en þá þetta sænska tilboð kom, íslenzku skipa- smíðastöðvarnar fáar og smáar og verðlag skipa, er þær framleiða, með þeim hætti, að fáir gera sér leik að því, og allra sízt undir styrjaldarlokin, að kaupa slíka framleiðslu. Það má sem sé kaupa skip of háu verði ekki síður en aðra hluti, ekki sízt þegar slík óáran er í allri útgerð og nú er, og hefur verið um hríð. Mun nán- ar rakin sú saga hér í blaðinu innan skamms. Og það verður að segjast um þessi sænsku skipakaup, að þótt skipanna sé meir en full þörf, þá mun margur kynoka sér við að kaupa skip, 80 .smálesta, þótt vand að sé, fyrir allt að hálfa milljón króna og fá það ekki til afnota fyrr en eftir tvö ár. Þá geta tím- arnir og- verðlag allt verið orðið að breyta síldinni í tilbúna neyzlu- rétti. Það fer því varla hjá því, að hér — einmitt hérna í höfuðborg síldarinnar — hefjist á næstu ár- um margbreytilegur neyzlusíldar- iðnaður, ásamt tilreiðslu neyzlu- rétta úr öllum þeim sæg nytja- fiska, er hér berst á land. Þetta — ásamt lýsisherzlustöð hér í Siglufirði fyrir landið allt, og rætt hefur verið um fyrir skemmstu hér í blaðinu, eru mál, scm allir Siglfirðingar, undantekn- ingarlaust, hverjum „flokki“ sem þeir fylgja, eiga að berjast fyrir og hrinda í framkvæmd á næstu árum og áratugum. Siglfirðinga þarf ekki að skorta verkefni ef viturlega er til stofnað, og agg og flokkakritur er lagt á hilluna um atvinnumál bæjarins. Hafið eða fiskimiðin leggja verkefnið upp í hendurnár. svo gjörbreytt, að slík kaup séu hreint og beint óðs manns æði. Hins vegar má svo fara, að þetta kunni að lánast og væri þá vel farið. Styrkur ríkissjóðs til skipa- kaupanna er svo aumingjalegur, að varla er á hann lítandi — 75 þús. kr. til skips, sem kostar hálfa milljón! — Hver maður, eða félag, sem ætlaði að kaupa slík skip og teldi það gróðaveg, mundi tæplega setja það fyrir sig, þótt þessar 75 þúsundir væru ekki í boði, og fáar lánsstofnanir mundu láta stranda á því, ef þær veittu lán til slíkra kaupa á annað borð. Eftir því sem bezt verður vitað nú, mun lán fást út á allt að helm- ing verðs, en hitt þarf að borga út. Hér í bænum er sú hugsun ofan á, að helzt sé tiltækilegt að stofna hlutafélag um kaup þessi og liggja frammi áskriftarlistar í því skyni á skrifstofu bæjarstjóra og lög- regluvarðstofunni. I'/rinnsti hlutur er kr. 500.00. Fáist nægileg þátt- taka verður hlutafélagið stofnað og samið nánar um kaupin við ríkisstjórnina. (Framliald á 3. síðu) Sænsku skipakaupin.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.