Siglfirðingur - 01.09.1944, Síða 2
SIGLFIRÐINGUR
J
NÝ BÓK í VÆNDUM
NORÐURLANDS-StLDIN
Eftir ÁRNA FRIDRIKSSON náttúrufræðing.
Allar helztu menningarþjóðir, er
síldveiði stunda, leggja á það
mikla stund, að kynna sér háttu
og lífsferil þessa duttlungafulla og
að mörgu leyti dularfulla nytja-
fisks.
Norðmenn, Svíar, Skotar, Rúss-
ar, Hollendingar, Canadamenn,
Bandaríkin — allar þessar þjóðir
leggja fram stórar fjárfúlgur til
að kosta rannsóknarskip, fiski-
fræðinga og rannsóknarstofnanir
og til bókaútgáfu til þessara hluta,
og nú á styrjaldarárunum hafa
t. d. Rússar stundað síldarrann-
sóknir sínar af kappi og sömuleið-
is hafa Bandaríkjamenn nú fyrir
nokkru.hafið síldarrannsóknir af
kappi við Alaska.
rannsókna „Annales biologique."
Eru þar f jórar ritgerðir eftir Árna
um síldina, þorskinn, ýsuna og
ufsann 1939. Enda er rannsókn-
um hans, þótt undarlegt megi
virðast, meiri gaumur gefinn hjá
áðurnefndum síldveiðiþjóðum en
hér heima. Hafa margir síldarsér-
fræðingar þessara síldveiðiþjóða
mjög vitnað til rannsókna hans og
byggt á þeim. Má þar til nefna
t. d. Rússa, sem árlega gefa út
miklar og ítarlegar skýrslur um
síldarrannsóknir sínar við Múr-
Hér á Iandi hafa þessar rann-
sóknir átt tiltölulega erfitt upp-
dráttar, og fé, sem til þeirra er
lagt árlega af ríkisins hálfu er
hverfandi lítið miðað við þær
gríðartekjur, sem síldveiðarnar
gefa ríkinu árlega.
Það er í raun og veru einn mað-
ur, sem nú á annan áratug hefur
barizt fyrir þessum rannsóknum
og starfað að þeim af ótrúlegri
þrautseigju, elju og dugnaði á
strangvísindalegan hátt og safnað
skýrslum og gögnum um göngur
og lifnaðarháttu sílda:in::ar hér
við land öll þessi ár, og ritað um
rannsóknir sínar bæði hér og í
erlend vísindaleg fiskifræðirit og
nú síðast í tímarit alþjóða haf-
manskströndina og fylgjast af á-
huga með rannsóknum Árna, og
senda honum skýrslur sínar og
vísindarit um þau efni.
Hinsvegar má oft heyra ýmsa
hér á landi, meira segja útgerðar-
menn og sjómenn, gera lítið úr
þessum rannsóknum.
Þó munu nú margir hinna athug-
ulari og gætnari fylgjast af á-
huga með rannsóknum Árna og
telja þær mikils virði fyrir fram-
tíð síldveiðanna.
Nú hefir Árni ráðizt í það stór-
virki að draga saman í mikið
vísindalegt rit árangurinn af rann-
sókrium sínum á Norðurlands-
síldinni og er nú verið að prenta
þetta mikla vísindarit hans. Ber
það fagurt vitni óþreytandi elju
hans og fágætum vísindaafköst-
um á þessu sviði. En eins og
margir munu vita, eru þó síldar-
rannsóknirnar aðeins einn þáttur
í hinum margvíslegu rannsóknum
Árna á lífsháttum íslenzkra nytja-
fiska og liggja eftir hann mörg
rit á því sviði, enda mun Árni
og Bjarni Sæmundsson vera þeir
mennirnir, er skápað hafa undir-
stöðuna undir vísindalegar rann-
sóknir á dýralífi sævarins kringum
strendur laridsins og á þeim
trausta grundvelli, er þeii' hafa
lagt, munu vísindamenn fram-
tíðarinnar á þessum sviðum
byggja.
Nú er þess að vænta, að allir
þeir, er lífsafkomu sína eiga undir
síldveiðunum muni ekki láta undir
höfuð leggjast að eignast þetta
einstæða vísindarit um norðlenzku
síldina.
Til þess að gefa þeim, er áhuga
hafa á þessum málum, kost á.að
tryggja sér þessa bók til eignar,
hefir Árni, eins og sjá má á
auglýsingu hans í blaðinu i dag,
lagt fram áskrjftalista að bók-
inni á eftirtöldum stöðum hér í
Siglufirði:
Bókabúð Hannesar Jónassonar,
Bókabúð Lárusar Blöndal,
Sjómannaheimilinu
Afgreiðslu vikublaðsins Mjölnis
og Verkstjóraskrifstofum Síldar
verksmiðjanna.
Og vegna þess, hve upplag þess-
arar merkilegu bókar er lítið, mun
tryggast fyrir þá, er eignast vilja
bókina, að skrifa sig á listana fyrr
en síðar.
Skal hér í stuttu máli gjörð
grein fyrir efni bókarinnar til þess
að gefa mönnum kost á að sjá,
að þar er um að ræða meira en
lítinn fróðleik, sem að minnsta
kosti öllum síldveiðimönnum ætti
að vera mikil forvitni á að kynn-
ast.
Eftir formála taka við þrír
stuttir kaflar, sem fjalla um: Síld-
veiðar íslendinga, eldri rannsóknir
á íslenzkri síld ásamt ritgjörðum
og niðurstöðum og viðfangsefni
íslenzku síldarrannsóknanna síðan
1930. Þar er yfirlit yfir þær að-
ferðir, sem beitt hefur verið, og
er gerð grein fyrir, hve mikil
stund hefur verið lögð á hvern
þátt rannsóknanna. Þessir kaflar
fylla samanlagt, ásamt formál-
anum, 53 bls. Þá taka við þrír
aðalkaflar bókarinnar og er hinn
fyrsti þeirra lýsing á norðlenzku
síldinni. Þar er sýnd aldursam-
setning stofnsins, eins og hann er
í meðalári, og eins og hann hefur
reynzt frá ári til árs, eins langt
og til verður jafnað. Borinn er
Nýr framkvæmda-
stjóri ríkisverk-
smiðjanna kjörinn.
Eins og kunnugt er hefir Jón
Gunnarsson sagt upp starfi sínu
við framkvæmdastjórn ríkisverk-
smiðjanna. Á fundi er ríkisverk-
smiðjustj. hélt nýlega var Magnús
Blöndal skrifstofustjóri verksmiðj-
anna kosinn framkvæmdastjóri til
eins árs frá 15. okt. n. k. að telja.
Var hann kosinn með samhljóða
atkvæðum.
saman aldur síldarinnar frá
vestur- og austursvæðinu, aldur-
inn seit og snemma á vertíðinni,
aldur norsku og íslenzku síldar-
innar og aldur norðlenzku síldar-
innar og þeirrar sunnlenzku. Á
sama hátt er gerð grein fyrir
stærð síldarinnar, kynþroska,
þyngd, vexti hennar upp til 20 ára
aldurs, hryggjarliðafjölda, mör og
fitu. Annar megin kafli bókarinnar
er um lífskjör síldarinnar við
Norðurland. Þar er svifinu lýst
mjög rækilega og gerður saman-
burður á því frá ári til árs, frá
einu svæði til annars og frá einu
tímabili til annars út allan veiði-
tímann. Er sýnt fram á, hvernig
átuhámörk myndast og hvernig
þau eyðast, rakið samband síldar-
innar við átuna, einkum átuhá-
mörkin og samband síldar og átu
við strauma og sjávarhita. Einnig
er gerð grein fyrir göngum átunn-
ar upp og niður um sjóinn. í síð-
asta aðalkaflanum eru hugmyndir
þær, sem við höfum haft um lifn-
aðarhætti síldarinnar brotnar til
mergjar, lýst tilraunum, sem gerð-
ar hafa verið, til þess að finna
Norðurlands-síldarinnar á hinum
ímynduðu hrygningarstöðvum
hennar fyrir sunnan land, og
niður um sjóinn. í síðasta aðal-
kaflanum eru hugmyndir þær, sem
við höfum haft um lifnaðarhætti
síldarinnar brotnar til mergjar,
lýst tilraunum, sem gerðar hafa
verið, til þess að finna Norður-
lands-síldina á hinum ímynduðu
hrygningarstöðvum hennar fyrir
sunnan land og settar fram nýjar
skoðanir á lífshlaupi síldarinnar.
Kjarninn í þeim skoðunum er þess
efnis, að Norðurlands-síldin og
norska síldin sé sami stofninn, að
Norðurlands-síldin komi að mestu
leyti í heiminn við Noreg og alist
þar upp. Undir þessar skoðanir
er hlaðið þeim rökum, sem til eru
og þau eru mörg. I stuttum eftir-
mála er loks minnzt þeirra við-
fangsefna, sem framundan eru.
Bókin verður um 300 bls. með yfir
50 myndum og 70 töflum, ásamt
útdrætti á ensku.
Þessi mynd er ein af þeim 52 myndum, sem eru í bókinni efninu
til skýringa. Myndin sýnir hvar vorgotssíld hefur fundizt
Hrygningarstöðvarnar eru mekrtar með svörtu, en hringarnir
tákna síid í ætisleit.