Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.09.1944, Page 3

Siglfirðingur - 15.09.1944, Page 3
SIGL'FIRÐINGUR 5 Innlent tunnusmíð. (Framhald af 2. síðu) mun það hafa komið til orða s.l. vor að selja .eignir hennar til lúkningar skuldunum. Það má ekki verða, að vélar þessar verði seldar hurtu úr Siglu í'irði. Heldur ekki, að þær verði scldar til þess að standa ónotaðar þegar síldarsöltun byrjar liér aftur fyrir alvöru. Við tunnu- verksmiðjuna unnu 20—25 manns meðan hún starfaði. Það var unnið aðeins á daginn. Ef unnið væri þar i þrcmur vökum, væru það 60—75 menn, sem gætu haft þar vetrarvinnu. Eftir af- köstum verksmiðj unnar siðasta árið, sem hún starfaði, ætti hún að geta smíðað á 6 mánuðum 150 þús. tunnur með því að starfa dag og nótt. Með dálítilli viðbót af vélum, gætu afköstin orðið tals- vert meiri, eða nóg til að full- nægja þörf Siglfirðinga fyrir tunnur í meðal ári þegar síldar- söltun hefst hér aftur, og um leið fengist atvinna fyrir fleiri mcnn, en húsnæði þyrfti hún að fá bætt talsvert frá því sem er. En hverjir eiga að taka þetta mál í sínar hendur og leiða fram tii heillavænlegrar lausnar? Það eru auðvitað til fleiri leiðir en ein. Það væri hægt að stofna hlutafélag, sem keypti og rækti verksmiðjuna og legi til hcnnar nægjanlegt rekstursfé. Þetta hlutafélag ' gæti verið eign ein- staklinga, sem beinlínis stofnuðu það í því skyni að gra'ða fé. Bær- inn gæti líka átt sinn þátt í stofn- un slíks félags, lagt því áfram til húsnæði og bætt það, lagt því til fé að einhverju leyti og haft hönd í hagga með rekstri þess. En þeir, sem ég tel fyrst og fremst ættu að taka þetta mál í sínar hendur og koma því í rétt horf, eru síldarsaltendur í Siglufirði og Verkamannafélagið Þróttur. Þessir tveir aðilar eiga þarna mestra hagsmuna að gæta, síldar- saltendur vegna þarfa sinna fyrir tunnurnar og Þróttur sökum at- vinnu fyrir meðlimi sína. Það munu nú kannske einhverjir segja, að Þróttur hafi ekki fé til að leggja í atvinnufyrirtæki, en ég svara því til, að hann hefir jiað eins vel til þess, eins og að leggja fé í hyggingu til að leigja út til Bíósýninga, og að engu ætti Þrótti að vera kærara en að hlynna að því að auka atvinnu félagsmanna sinn og eigi sízt þá þeirra manna, sem unnu í tfirinuverksmiðj unni áður, voru orðnir þar æfðir í iðn þessari og í hezta lagi færir um, að leysa þetta verk prýði- lega af hendi. Eg tel að ein verksmiðja myndi nægja til þess að framleiða þær tunnur, sem Siglufjröður kemur til að þurfá eftir stríðið. þessi vcrksmiðja eða þá önnur, en bein ast liggur við að endurreisa Tunnuverksmiðj u Sigluf j arðar. En það þarf að breyta til um stjórnar háttu hennar og endur- ljæta hana á ýmsan hátt. Og það þarf l’yrst og fremst faglærðan mann til að stjórna henni. Mikið fé ætti líka að sparast við það, að flytja inn efniviðinn í tunnurnar alveg óunninn (trjábolina ósag- aða), en þá þarf cinnig meira rekstursfé, því það timhur þarf að geymast mcðan það þornar, og tunnubirgðir því að vera meiri Eg hefi með ráðnum liuga geng ið fram hjá því að gera nokkurn útreikning yfir kostnað við tunnu verksmiðju, sem nægja mundi tunnuþörf Siglfirðinga. Mig l>rest- ur þekkingu til þess að gera slika áætlun svo að treysta mætti. En þetta er líka aukatriði. Beynslan er þegar húin að sýna, að tunnu- smíði hér getur horgað sig. Hitt á reynslan eftir að sýna, að hér sé hægt að smíða tunnur fyrir lægra verð en það, sem þær kjosta frá útlöndum, en ég hefi trú á því, að rcynslan eigi eftir að sýna okkur það. Höfuðatriði málsins er þetta: Vér Islendingar eigum að kcppa að því að verða oss sjálfum nógir á sem flestum sviðum. Vér getum það livað tunn urnar snertir. Og fyrir Siglufjörð, mestu síldveiða- og söltunarstöð landsins, er þetta höfuðnauðsyn, enda varla vansalaust, að eigi sé hlynnt meira að þessu máli hér en hingað til hefir verið gert. J. Dýrtíðarmálin. (Framliald af 1. síðu) en bara á svörtum markaði, eða fyrir náð. Hvað varðar þá um, þótt íslenzka smjörið sé allt kom- ið á svartan markað, að heita má, og rjómi og egg séu á líkri leið og smjörið. Hvað varðar þá um þótt íslenzkum almenningi sé selt þriðja og fjórðaflokks kjöt með sama vcrðlagi og fyrsta flokks. Bara ekki neitt. Ef ís- lenzkir kjötseljendur ætla að lcika slíkan leik á Bretum eða annarsstaðar erlendis verður að borga skaðabætur, en hér heima er allt í fínasta lagi. Þeir, sem endilega vilja geta náð sér í fvrsta flokks kjöt á svörtum mark aði. Annars hafa þeir þriðja eða fjórða flokks. Það er nóg til af þeim flokkum, og enginn afslag- ur fyrir seljanda, að þeir gangi sem fyrsti flokkur. Annar flokk- ur er aðeins til á pappírnum. Hér að framan hefir að nokkru verið lýst svörfu mörkuðunum á húsaleigu, smjöri, mjólk og eggj- um og kjöti. En það er margt ljótt og svart, sem að framan er sagt, en enn ljótara og svartara er á- standið með kartöflur og græn- meti mestpart styrjaldaráranna, en þó einkum síðustu tvö árin. EJcstum mun í fersku minni, ])egar að í fyrra lét ríkisstjórnin og verðl.eftirlitið fáeina kartöflu- poka, sem að nokkru voru seldir á svörtum markaði, liækka visi- töluna í ágústmánuði um 6—7 stig. Nú í sumar var sett undir lekann með vísitöluhækkun vegna kar-töfluverðs með því að láta vera kartöflulaust um lang- an tíma. Dásamleg lækning þjóð- nýtingar og allsherjar verðlags- eftirlits. Það er líka luinnugt, að verð- lags^f tirlitið lét söluverð inn- lends grænmetis taumlaust þang- að til í sumar. Var grænmetið þá loks l)æði flokkað til sölu og lækk að í vcrði, enda var framboðið orðið það mikið, að verðið hcfði lækkað hvort eð var. En þessar aðgerðir verðlagseftirlitsins voru spor í rétta átt, en kom hara allt of seint til þess að hafa verulega þýðingu. Þá er cinnig kunnug þrjózka viðskiptaráðs og verð- lagsyfirvalda um innflutning er- lendra ávaxta. Lækna stéttin lief- ir hvað eftir annað sýnt fram á nauðsyn aukins innflutnings er- lendra ávaxta af heilbrigðilegum ástæðum. En engu hefir orðið um þokað, þótt sannað hafi verið, að hinn leyfði ávaxtaskammtur hafi ekki einu sinni nægt fyrir þá, sem slíkrar fæðu verða að neyta samkvæmt læknisráði. O, nei. Allt annað mátti frekar flytja inn en ávexti. Það var holl og fjörefna- rík fæða, sem óþarfi var að dómi yfirvaldanna, að almenningur á Islandi legði sér til munns. Það var talið sjálfsagt að standa þvert í götu fyrir auknum innflutningi ávaxta, þótt horla þyrfti á mörg tilfelli skyrbjúgs, beinkramar og annarra krankleika, sem neyzla ávaxta gat hezt læknað. Hvað varðar hina háu herra um slíka smámuni? Aldrei áður hefir legið fyrir slíkt tækifæri sem nú til nokk- urrar skipulagningar um matar- æði þjóðarinnar. Nú varð því ekki við barið, að almenningur hefði ekki næg peningaráð til þess að neyta hollrar og góðrar fæðu og allar aðstæður voru fyrir hendi til aðflutinga á nægum nauðsynjum. Var það einróma álit lækna og annarra kunnugra manna, að brýn nauðsyn heri til að hætt yrði um mataræði þjóð- arinnar. Mun vart verða af nein- um dregið í efa, að þetta álit var á fullum -rökum reist, að hér var um að ræða eitt mesta stórmál þjóðarinnar, hæði heilbrigði- lega og fjárhagslega skoðað. Og að þessu sjaldgæfa tækifæri til gagnlcgra aðgerða í þessu mikil- verða máli var sleppt verður að skrifa í syndareikning þeirra, er mál þessi hafa haft með höndum og kjörnir hafa verið til þess að vera forsjón þjóðarinnar á þess- um styrjaldar- og umrótsárum. 1 næsta blaði verður svo vikið að frammistöðu liins almenna vöru- og verðlagseftirlits. HENTUGAR TÆKIFÆRISG JAFIR: Gullhringar Silfurhringar, gullhúðaðir Brjóstnælur Krossar Armbönd Servíettuhringir Tertuspaðar, Kökuspaðar Rjómaskciðar Vatnsþétt úr. Lindarpennar Kristinn Björnsson gullsmiður Söngskemmtun. Frú Davína Sigurðsson og Ein- ar Sturluson héldu hér söng- skemmtun, með aðstoð Páls Kr. Pálssonar, í Nýja Bíó þrið judag- inn 12. þ. m. Söngurinn liófst með því, að Einar söng 5 einsöngslög eftir innlenda og erlenda höfunda. Því næst sungu þau Davína og Einar 3 tvísöngva og að lokum söng frúin 6, stór einsöngslög úr ýms- um óperum. Einar Sturluson hefur háan og bjartan tenor. Röddin er fremur lítil og auðheyrt, að hann hefur eigi notið mikitlar söngkennslu, en röddin er falteg og hann fór smekklega með öll lögin, sem hann söng. Einna bezt söng Einar „Vögguvísu“ eftir Sig. Þórðarson og lag eftir Ilenry E. Gaehl: „For you .alone". .Áheyrendur .tóku söng Einars ágætlega og ætluðust til, að hann endurtæki sum lögin, en hann dró sig óþarflega mikið í hlé. Frú Davína hefur háan og sterk an sopran og leynir sér ekki, að hún er lærð söngkona. Raddsvið frúarinnar er mjög mikið, hún smýgur upp á hæðstu tóna og bregður fyrir sig djúpum allt- tónum, þegar svo býður við að liorfa. Þetta leikur frúin fallega og myndarlega og kemur manni þá stundum atveg á óvart. Lögin, sem frúin söng voru yfirleitt vandasöm og erfið viðfangs, ým- ist ástríðufll og voldug, eins og t. d. „O, Robcrt, Robert, behold

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.